„Erfitt að vera kominn á stað sem ég hélt að yrði minn hinsti hvíldarstaður“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2024 11:32 Elliot faðmar hér hjúkrunarfræðing sem sinnti honum á deild 13EG í vor. Zak fylgist kátur með. Zak Nelson og Elliot Griffiths, breskir ferðamenn frá Norwich, lentu í alvarlegu bílslysi á Íslandi í vor, þegar þeir voru nýkomnir til landsins í draumafríið. Þeir sneru aftur til Íslands nú í október til að þakka starfsfólki Landspítalans lífsbjörgina. Við fylgdumst með tilfinningaþrungnum endurfundum í Íslandi í dag. Zak og Elliott höfðu aðeins verið nokkrar klukkustundir á Íslandi 19. apríl síðastliðinn þegar slysið varð, á þjóðveginum rétt vestan við Hellu. Zak lýsti atburðarásinni í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 níu dögum síðar, þegar Elliott lá enn þá þungt haldinn á spítalanum. Elliott slasaðist lífshættulega; hann fékk miklar innvortis blæðingar og gekkst undir nokkrar aðgerðir. Hann lá í þrjár vikur inni á Landspítalanum og tvær vikur til viðbótar á sjúkrahúsi heima í Norwich. Við tók langt og strangt bataferli, sem enn stendur yfir - en alltaf kallaði Ísland - og nú í byrjun október gengu Zak og Elliot loksins aftur inn á deild 13EG á Landspítalanum við Hringbraut, til að þakka starfsfólkinu þar fyrir lífsbjörgina og stuðninginn. Óhætt er að segja að orðið hafi fagnaðarfundir á kaffistofunni, eins og sést í þættinum í spilaranum hér fyrir neðan. „Það er tilfinningaþrungið að vera komnir aftur. Það er erfitt að fara hér um gangana, á stað sem ég hélt að yrði minn hinsti hvíldarstaður. Að sjá fólkið sem bjargaði mér og geta horft í augun á því er frábært. Það er græðandi og afar mikilvægt. Það er gott að vera kominn aftur,“ segir Elliot. Horfa má á innslagið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ísland í dag Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Tengdar fréttir Ætla aftur til Íslands til að græða sárin Breskir ferðamenn sem slösuðust alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl ætla að heimsækja landið aftur í október. Ferðamennirnir þeir Zak Nelson og Elliot Griffiths lentu í hörðum árekstri á hringveginum og trúlofuðu sig svo á Landspítalanum þar sem hlúð var að þeim. 13. ágúst 2024 11:23 Loksins kominn heim eftir slysið á Íslandi sem umturnaði lífi hans Breskur ferðamaður, sem slasaðist alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl, segir kraftaverk að hann sé enn á lífi. Hann er loksins kominn heim eftir fimm vikur á sjúkrahúsi og hlakkar til að giftast sínum heittelskaða, eftir að þeir trúlofuðu sig á gjörgæslu Landspítalans. 10. júní 2024 13:01 Langt í að þeir nái sér að fullu Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. 28. apríl 2024 19:47 Mest lesið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Sjá meira
Zak og Elliott höfðu aðeins verið nokkrar klukkustundir á Íslandi 19. apríl síðastliðinn þegar slysið varð, á þjóðveginum rétt vestan við Hellu. Zak lýsti atburðarásinni í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 níu dögum síðar, þegar Elliott lá enn þá þungt haldinn á spítalanum. Elliott slasaðist lífshættulega; hann fékk miklar innvortis blæðingar og gekkst undir nokkrar aðgerðir. Hann lá í þrjár vikur inni á Landspítalanum og tvær vikur til viðbótar á sjúkrahúsi heima í Norwich. Við tók langt og strangt bataferli, sem enn stendur yfir - en alltaf kallaði Ísland - og nú í byrjun október gengu Zak og Elliot loksins aftur inn á deild 13EG á Landspítalanum við Hringbraut, til að þakka starfsfólkinu þar fyrir lífsbjörgina og stuðninginn. Óhætt er að segja að orðið hafi fagnaðarfundir á kaffistofunni, eins og sést í þættinum í spilaranum hér fyrir neðan. „Það er tilfinningaþrungið að vera komnir aftur. Það er erfitt að fara hér um gangana, á stað sem ég hélt að yrði minn hinsti hvíldarstaður. Að sjá fólkið sem bjargaði mér og geta horft í augun á því er frábært. Það er græðandi og afar mikilvægt. Það er gott að vera kominn aftur,“ segir Elliot. Horfa má á innslagið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Ísland í dag Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Tengdar fréttir Ætla aftur til Íslands til að græða sárin Breskir ferðamenn sem slösuðust alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl ætla að heimsækja landið aftur í október. Ferðamennirnir þeir Zak Nelson og Elliot Griffiths lentu í hörðum árekstri á hringveginum og trúlofuðu sig svo á Landspítalanum þar sem hlúð var að þeim. 13. ágúst 2024 11:23 Loksins kominn heim eftir slysið á Íslandi sem umturnaði lífi hans Breskur ferðamaður, sem slasaðist alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl, segir kraftaverk að hann sé enn á lífi. Hann er loksins kominn heim eftir fimm vikur á sjúkrahúsi og hlakkar til að giftast sínum heittelskaða, eftir að þeir trúlofuðu sig á gjörgæslu Landspítalans. 10. júní 2024 13:01 Langt í að þeir nái sér að fullu Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. 28. apríl 2024 19:47 Mest lesið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Sjá meira
Ætla aftur til Íslands til að græða sárin Breskir ferðamenn sem slösuðust alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl ætla að heimsækja landið aftur í október. Ferðamennirnir þeir Zak Nelson og Elliot Griffiths lentu í hörðum árekstri á hringveginum og trúlofuðu sig svo á Landspítalanum þar sem hlúð var að þeim. 13. ágúst 2024 11:23
Loksins kominn heim eftir slysið á Íslandi sem umturnaði lífi hans Breskur ferðamaður, sem slasaðist alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl, segir kraftaverk að hann sé enn á lífi. Hann er loksins kominn heim eftir fimm vikur á sjúkrahúsi og hlakkar til að giftast sínum heittelskaða, eftir að þeir trúlofuðu sig á gjörgæslu Landspítalans. 10. júní 2024 13:01
Langt í að þeir nái sér að fullu Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. 28. apríl 2024 19:47