Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Árni Sæberg skrifar 24. október 2024 16:32 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/Einar Flugfélagið Play hagnaðist um hálfan milljarð króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Á sama tíma í fyrra hagnaðist félagið um 724 milljónir króna. Félagið skoðar nú að ráðast í hlutafjáraukningu og eftir atvikum sækja fjármögnun í tengslum við nýtt flugrekstrarleyfi. Í tilkynningu Play til Kauphallar segir að stundvísi hafi mælst 89 prósent, sem sé bæting frá 85 prósent á sama tíma í fyrra en Play sé sem fyrr stundvísasta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli. Play hafi flutt 521 þúsund farþega á þriðja ársfjórðungi 2024 og sætanýting verið 89 prósent. Tekjurnar drógust saman um tæplega níu prósent Þá segir að sætanýting hafi aukist og hliðartekjur verið stöðugar á þriðja ársfjórðungi en sætaframboð hafi hins vegar dregist saman um fimm prósent og tekjur af meðalflugfargjaldi hafi dregist saman um níu prósent vegna aukinnar samkeppni á flugi yfir Atlantshafið. Fyrir vikið hafi heildartekjur dregist saman á þriðja ársfjórðungi þessa árs um 8,8 prósent frá því í fyrra, eða úr 110,2 milljónum bandaríkjadala í 100,5 milljónir bandaríkjadala. Lausafjárstaða félagsins hafi verið 39,8 milljónir bandaríkjadala við lok ársfjórðungsins og hafi því aukist um 0,6 milljónir bandaríkjadala á milli ára. Leigugreiðslum vegna flugvéla Play sé þannig háttað að þær eru hærri yfir sumartímann en lægri á veturna. Lækkun leigugreiðslna yfir vetrarmánuðina 2024 til 2025 sé sem nemur 4,3 milljónum bandaríkjadölum miðað við síðasta ár. Kostnaður á hvern sætiskílómetra, CASK, hafi áfram verið 5,3 bandaríkjasent en kostnaður á hvern sætiskílómetra að undanskildu eldsneyti, CASK ex-fuel, hafi verið 3,5 bandaríkjasent sem sé aukning frá 3,4 bandaríkjasentum vegna aukins framboðs og launakostnaðar. Meiri samkeppni dró úr rekstrarhagnaði Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og skatta, EBIT, hafi verið 9,6 milljónir bandaríkjadala, 3,7 milljónum lægri en á þriðja ársfjórðungi 2023, sem megi rekja til aukinnar samkeppni á flugi yfir Atlantshafið. Uppfærð afkomuáætlun gefi til kynna að rekstrarafkoma félagsins fyrir allt árið 2024 verði lakari en í fyrra. Áhrif framboðsaukningar á flugi yfir Atlantshafið hafi haft meiri áhrif á stöðu félagsins en ætlað var. Gætu þurft að sækja fjármagn eftir allt saman Play geri nú viðamiklar breytingar á viðskiptalíkani sínu. Félagið muni draga úr tengiflugsleiðakerfi sínu sem hafi hingað til verið rekið með tapi og efla þess í stað arðbæra sólaráfangastaði félagsins frá Íslandi til Suður-Evrópu, Norður-Afríku og Asíu. Samhliða ofangreindum breytingum hyggist félagið auka fjölbreytni í nýtingu flugflota síns með því að leigja hluta hans til annarra flugfélaga eða fljúga fyrir önnur félög. Gert sé ráð fyrir að nýtt viðskiptalíkan verði raungert að fullu á næstu tólf til átján mánuðum. Að breytingunum loknum sé gert ráð fyrir að sólarlandaflug félagsins telji um 35 prósent af rekstrinum en hafi áður verið 25 prósent, að leiguverkefni verði um 35 prósent og að tengileiðakerfið verði um 30 prósent en hafi áður verið 75 prósent. „Fjárhagsstaða flugfélagsins er traust og sterkari en á sama tíma í fyrra. Til skoðunar er engu að síður að auka hlutafé félagsins og eftir atvikum sækja fjármögnun í tengslum við nýtt flugrekstrarleyfi sérstaklega.“ Þegar Play greindi frá slakri afkomu og fyrirhuguðum breytingum á rekstrinum á dögunum sagði þó að ekki væri talin þörf á auknu fjármagni til rekstrarins á næstunni. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Í tilkynningu Play til Kauphallar segir að stundvísi hafi mælst 89 prósent, sem sé bæting frá 85 prósent á sama tíma í fyrra en Play sé sem fyrr stundvísasta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli. Play hafi flutt 521 þúsund farþega á þriðja ársfjórðungi 2024 og sætanýting verið 89 prósent. Tekjurnar drógust saman um tæplega níu prósent Þá segir að sætanýting hafi aukist og hliðartekjur verið stöðugar á þriðja ársfjórðungi en sætaframboð hafi hins vegar dregist saman um fimm prósent og tekjur af meðalflugfargjaldi hafi dregist saman um níu prósent vegna aukinnar samkeppni á flugi yfir Atlantshafið. Fyrir vikið hafi heildartekjur dregist saman á þriðja ársfjórðungi þessa árs um 8,8 prósent frá því í fyrra, eða úr 110,2 milljónum bandaríkjadala í 100,5 milljónir bandaríkjadala. Lausafjárstaða félagsins hafi verið 39,8 milljónir bandaríkjadala við lok ársfjórðungsins og hafi því aukist um 0,6 milljónir bandaríkjadala á milli ára. Leigugreiðslum vegna flugvéla Play sé þannig háttað að þær eru hærri yfir sumartímann en lægri á veturna. Lækkun leigugreiðslna yfir vetrarmánuðina 2024 til 2025 sé sem nemur 4,3 milljónum bandaríkjadölum miðað við síðasta ár. Kostnaður á hvern sætiskílómetra, CASK, hafi áfram verið 5,3 bandaríkjasent en kostnaður á hvern sætiskílómetra að undanskildu eldsneyti, CASK ex-fuel, hafi verið 3,5 bandaríkjasent sem sé aukning frá 3,4 bandaríkjasentum vegna aukins framboðs og launakostnaðar. Meiri samkeppni dró úr rekstrarhagnaði Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og skatta, EBIT, hafi verið 9,6 milljónir bandaríkjadala, 3,7 milljónum lægri en á þriðja ársfjórðungi 2023, sem megi rekja til aukinnar samkeppni á flugi yfir Atlantshafið. Uppfærð afkomuáætlun gefi til kynna að rekstrarafkoma félagsins fyrir allt árið 2024 verði lakari en í fyrra. Áhrif framboðsaukningar á flugi yfir Atlantshafið hafi haft meiri áhrif á stöðu félagsins en ætlað var. Gætu þurft að sækja fjármagn eftir allt saman Play geri nú viðamiklar breytingar á viðskiptalíkani sínu. Félagið muni draga úr tengiflugsleiðakerfi sínu sem hafi hingað til verið rekið með tapi og efla þess í stað arðbæra sólaráfangastaði félagsins frá Íslandi til Suður-Evrópu, Norður-Afríku og Asíu. Samhliða ofangreindum breytingum hyggist félagið auka fjölbreytni í nýtingu flugflota síns með því að leigja hluta hans til annarra flugfélaga eða fljúga fyrir önnur félög. Gert sé ráð fyrir að nýtt viðskiptalíkan verði raungert að fullu á næstu tólf til átján mánuðum. Að breytingunum loknum sé gert ráð fyrir að sólarlandaflug félagsins telji um 35 prósent af rekstrinum en hafi áður verið 25 prósent, að leiguverkefni verði um 35 prósent og að tengileiðakerfið verði um 30 prósent en hafi áður verið 75 prósent. „Fjárhagsstaða flugfélagsins er traust og sterkari en á sama tíma í fyrra. Til skoðunar er engu að síður að auka hlutafé félagsins og eftir atvikum sækja fjármögnun í tengslum við nýtt flugrekstrarleyfi sérstaklega.“ Þegar Play greindi frá slakri afkomu og fyrirhuguðum breytingum á rekstrinum á dögunum sagði þó að ekki væri talin þörf á auknu fjármagni til rekstrarins á næstunni.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira