Gerðu loftárásir á Kúrda í Írak og Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2024 16:40 Bæði maðurinn og konan sem gerðu árásina í gær eru sögð vera meðlimir í Verkamannaflokki Kúrda. AP/Validated UGC Tyrkneski herinn hefur gert loftárásir á meintar stöðva Verkamannaflokks Kúrda í Sýrlandi og Írak eftir að fimm létu lífið í hryðjuverkaárás í Ankara, höfuðborg Tyrklands, í gær. Ráðamenn segja tugi vígamanna hafa verið fellda. Tveir árásarmenn, maður og kona, ruddu sér leið inn í höfuðstöðvar Turkish Aerospace Industries í Ankara í gær. Árásin hófst á stórri sprengingu en talið var upprunalega að þar hefði einn vígamaður til viðbótar sprengt sig í loft upp. Svo virðist þó ekki vera. Eins og áður segir létu fimm manns lífið í árásinni og 22 særðust, þar á meðal sjö sérsveitarmenn. Því var lýst yfir í gær að fjórir hefðu fallið en sá fimmti var leigubílsstjóri sem árásarmennirnir eru sagðir hafa myrt fyrir árásina, til að taka bíl hans. Yfirvöld í Tyrklandi segja að maðurinn og konan hafi verið felld. Ali Yerlikaya, innanríkisráðherra Tyrklands, hefur samkvæmt BBC lýst því yfir að bæði maðurinn og konan hafi verið meðlimir í PKK. Þau eru sögð hafa heitið Ali Orek og Mine Sevjin Alcicek. Meðlimir PKK, sem skilgreind eru sem hryðjuverkasamtök í Tyrklandi og víðar, hafa um árabil barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands og hefur þessi barátta oft verið mjög blóðug. Enginn hefur þó lýst yfir ábyrgð á árásinni. Meðlimir PKK hafa starfað með sýrlenskum Kúrdum eða YPG í Sýrlandi, sem leitt hafa samtökin SDF á undanförnum árum. Tyrkir hafa reglulega gert loftárásir gegn báðum hópum í Sýrlandi og einnig gegn PKK í Írak. Ráðamenn í Tyrklandi segja árásir næturinnar hafa beinst að 47 skotmörkum eins og hellum og vöruskemmum og að 59 vígamenn liggi í valnum eftir loftárásirnar í nótt en leiðtogar YPG segja tólf óbreytta borgara hafa fallið. Tyrkland Hryðjuverkastarfsemi Írak Sýrland Hernaður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Tveir árásarmenn, maður og kona, ruddu sér leið inn í höfuðstöðvar Turkish Aerospace Industries í Ankara í gær. Árásin hófst á stórri sprengingu en talið var upprunalega að þar hefði einn vígamaður til viðbótar sprengt sig í loft upp. Svo virðist þó ekki vera. Eins og áður segir létu fimm manns lífið í árásinni og 22 særðust, þar á meðal sjö sérsveitarmenn. Því var lýst yfir í gær að fjórir hefðu fallið en sá fimmti var leigubílsstjóri sem árásarmennirnir eru sagðir hafa myrt fyrir árásina, til að taka bíl hans. Yfirvöld í Tyrklandi segja að maðurinn og konan hafi verið felld. Ali Yerlikaya, innanríkisráðherra Tyrklands, hefur samkvæmt BBC lýst því yfir að bæði maðurinn og konan hafi verið meðlimir í PKK. Þau eru sögð hafa heitið Ali Orek og Mine Sevjin Alcicek. Meðlimir PKK, sem skilgreind eru sem hryðjuverkasamtök í Tyrklandi og víðar, hafa um árabil barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands og hefur þessi barátta oft verið mjög blóðug. Enginn hefur þó lýst yfir ábyrgð á árásinni. Meðlimir PKK hafa starfað með sýrlenskum Kúrdum eða YPG í Sýrlandi, sem leitt hafa samtökin SDF á undanförnum árum. Tyrkir hafa reglulega gert loftárásir gegn báðum hópum í Sýrlandi og einnig gegn PKK í Írak. Ráðamenn í Tyrklandi segja árásir næturinnar hafa beinst að 47 skotmörkum eins og hellum og vöruskemmum og að 59 vígamenn liggi í valnum eftir loftárásirnar í nótt en leiðtogar YPG segja tólf óbreytta borgara hafa fallið.
Tyrkland Hryðjuverkastarfsemi Írak Sýrland Hernaður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira