Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2024 09:44 Vladimír Pútín og Elon Musk eru sagðir tala reglulega saman um ýmis málefni. AP Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur átt í reglulegum samskiptum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa rætt um persónuleg málefni, viðskiptatengd mál og alþjóðleg deilumál. Pútín er þar að auki sagður hafa beðið auðjöfurinn um að veita íbúum Taívan ekki aðgang að Starlink gervihnattarþyrpingunni, sem greiða við Xi Jinping, forseta Kína. Þetta hefur Wall Street Journal eftir heimildarmönnum sínum í Bandaríkjunum, Evrópu og Rússlandi, bæði fyrrverandi og starfandi embættismönnum. Hann er ekki sagður liggja undir grun um að hafa lekið leynilegum upplýsingum til Pútíns. WSJ segir að svo virðist sem að um leyndarmál sé að ræða innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna og að málið þyki mjög viðkvæmt, vegna mikils stuðnings Musks við Donald Trump fyrir forsetakosningarnar í næsta mánuði og Pútín er einn helsti andstæðingur Bandaríkjanna. Musk er dyggur stuðningsmaður Trumps og hefur varið fúlgum fjár til framboðs hans. Ríkisstjórn Bandaríkjanna er í nokkuð viðkvæmri stöðu vegna þess hve mikið Bandaríkjamenn reiða sig á SpaceX og tækni fyrirtækisins. SpaceX sendir geimfara Bandaríkjanna til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og skýtur njósnagervihnöttum Bandaríkjanna á braut um jörðu. Musk á í umfangsmiklum viðskiptum við herafla og leyniþjónustur Bandaríkjanna og hefur mikla innsýn í helstu málefni Bandaríkjanna í geimnum. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur til að mynda gert stóran samning við SpaceX, fyrirtæki Musks, um að byggja upp gervihnattaþyrpingu fyrir herinn. Þá er Musk með öryggisheimild og hefur aðgang að ýmsum leynilegum upplýsingum. Musk er einnig sagður hafa átt í samskiptum við aðra rússneska embættismenn og þar á meðal Sergei Kiriyenko, aðstoðarstarfsmannastjóra Kreml. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna lýsti því yfir í september að Kiriyenko tæki virkan þátt í áróðursherferðum Rússa í Bandaríkjunum og að hann hefði stofnað til fjölmargra herferða, þar á meðal á X, samfélagsmiðli Musks, sem ætlað væri að hafa áhrif á kjósendur í Bandaríkjunum og grafa undan stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu. Sjá einnig: Rúmar fimmtíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður Musk var upprunalega eftir innrás Rússa í Úkraínu mikill stuðningsmaður Úkraínumanna, en úkraínski herinn hefur mikið reitt sig á Starlink og internetaðganginn sem gervihnattaþyrpingin veitir fólki. Musk gaf Úkraínumönnum fjölda tengistöðva og hafa þær meðal annars verið notaðar til að stýra smáum bátadrónum sem notaðir hafa verið til að sökkva rússneskum herskipum. Viðhorf Musks tók þó tiltölulega fljótt breytingum og var hann sakaður um að neita beiðni Úkraínumanna um að gera þeim kleift að nota Starlink til árása við Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega af Úkraínu árið 2014, og setti SpaceX frekari takmarkanir á notkun Úkraínumanna. Eins og fram kemur í grein WSJ sagði Musk að hann hefði gripið til þessara aðgerða því hann vildi ekki að Starlink yrði notað í hernaðarlegum tilgangi og að hann óttaðist að árásir Úkraínumanna á Rússa á Krímskaga myndi leiða til kjarnorkustyrjaldar. Rússneskir hermenn nota Starlink einnig mikið í austurhluta Úkraínu. Sjá einnig: Pútín segir Musk óstöðvandi Heimildarmenn WSJ segja að undir lok árs 2022 hafi Musk átt í reglulegum samskiptum við rússneska embættismenn. Síðan þá eru hann og Pútín sagðir hafa átt í reglulegum samskiptum til dagsins í dag, samhliða aukinni gagnrýni Musks á stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu og aukins stuðnings hans við Donald Trump. Bandaríkin Rússland Vladimír Pútín Donald Trump SpaceX Innrás Rússa í Úkraínu Elon Musk Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Pútín er þar að auki sagður hafa beðið auðjöfurinn um að veita íbúum Taívan ekki aðgang að Starlink gervihnattarþyrpingunni, sem greiða við Xi Jinping, forseta Kína. Þetta hefur Wall Street Journal eftir heimildarmönnum sínum í Bandaríkjunum, Evrópu og Rússlandi, bæði fyrrverandi og starfandi embættismönnum. Hann er ekki sagður liggja undir grun um að hafa lekið leynilegum upplýsingum til Pútíns. WSJ segir að svo virðist sem að um leyndarmál sé að ræða innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna og að málið þyki mjög viðkvæmt, vegna mikils stuðnings Musks við Donald Trump fyrir forsetakosningarnar í næsta mánuði og Pútín er einn helsti andstæðingur Bandaríkjanna. Musk er dyggur stuðningsmaður Trumps og hefur varið fúlgum fjár til framboðs hans. Ríkisstjórn Bandaríkjanna er í nokkuð viðkvæmri stöðu vegna þess hve mikið Bandaríkjamenn reiða sig á SpaceX og tækni fyrirtækisins. SpaceX sendir geimfara Bandaríkjanna til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og skýtur njósnagervihnöttum Bandaríkjanna á braut um jörðu. Musk á í umfangsmiklum viðskiptum við herafla og leyniþjónustur Bandaríkjanna og hefur mikla innsýn í helstu málefni Bandaríkjanna í geimnum. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur til að mynda gert stóran samning við SpaceX, fyrirtæki Musks, um að byggja upp gervihnattaþyrpingu fyrir herinn. Þá er Musk með öryggisheimild og hefur aðgang að ýmsum leynilegum upplýsingum. Musk er einnig sagður hafa átt í samskiptum við aðra rússneska embættismenn og þar á meðal Sergei Kiriyenko, aðstoðarstarfsmannastjóra Kreml. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna lýsti því yfir í september að Kiriyenko tæki virkan þátt í áróðursherferðum Rússa í Bandaríkjunum og að hann hefði stofnað til fjölmargra herferða, þar á meðal á X, samfélagsmiðli Musks, sem ætlað væri að hafa áhrif á kjósendur í Bandaríkjunum og grafa undan stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu. Sjá einnig: Rúmar fimmtíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður Musk var upprunalega eftir innrás Rússa í Úkraínu mikill stuðningsmaður Úkraínumanna, en úkraínski herinn hefur mikið reitt sig á Starlink og internetaðganginn sem gervihnattaþyrpingin veitir fólki. Musk gaf Úkraínumönnum fjölda tengistöðva og hafa þær meðal annars verið notaðar til að stýra smáum bátadrónum sem notaðir hafa verið til að sökkva rússneskum herskipum. Viðhorf Musks tók þó tiltölulega fljótt breytingum og var hann sakaður um að neita beiðni Úkraínumanna um að gera þeim kleift að nota Starlink til árása við Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega af Úkraínu árið 2014, og setti SpaceX frekari takmarkanir á notkun Úkraínumanna. Eins og fram kemur í grein WSJ sagði Musk að hann hefði gripið til þessara aðgerða því hann vildi ekki að Starlink yrði notað í hernaðarlegum tilgangi og að hann óttaðist að árásir Úkraínumanna á Rússa á Krímskaga myndi leiða til kjarnorkustyrjaldar. Rússneskir hermenn nota Starlink einnig mikið í austurhluta Úkraínu. Sjá einnig: Pútín segir Musk óstöðvandi Heimildarmenn WSJ segja að undir lok árs 2022 hafi Musk átt í reglulegum samskiptum við rússneska embættismenn. Síðan þá eru hann og Pútín sagðir hafa átt í reglulegum samskiptum til dagsins í dag, samhliða aukinni gagnrýni Musks á stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu og aukins stuðnings hans við Donald Trump.
Bandaríkin Rússland Vladimír Pútín Donald Trump SpaceX Innrás Rússa í Úkraínu Elon Musk Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira