Augljóslega veikir einstaklingar verði veikari í fangelsi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. október 2024 21:08 Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. vísir/vilhelm „Þetta eru auðvitað hræðilegir atburðir sem eru að gerast og uggvænleg þróun. Við höfum auðvitað tekið eftir miklum breytingum í fangahópnum og erum að sjá að það eru veikari einstaklingar sem eru að koma inn í fangelsin og veikari einstaklingar sem verða til inni í fangelsunum.“ Þetta segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félag fanga, í samtali við fréttastofu í kvöld um mál manns sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær vegna rannsóknar á andláti móður hans, konu á sjötugsaldri, sem fannst látin í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti í gærnótt. Maðurinn sem er á fertugsaldri hafði áður stungið föður sinn í bakið og hlaut dóm fyrir tveimur árum vegna ofbeldis í garð móðurinnar. Verða veikari í fangelsinu Guðmundur segir það augljóst að fleiri og fleiri séu metnir sakhæfir fyrir dómstólum þó að augljóst sé að svo ætti ekki að vera sökum andlegra veikinda. „Þeir fá ekki viðeigandi þjónustu og verða veikari í fangelsinu. Þeir eru einnig meira í einangrun, þeir fá ekki reynslulausn vegna þess að það er ekki búið að útbúa fyrir þá úrræði og það má segja að þeirra andlega heilsa hrakar enn frekar.“ Ítrekað varað fjölmarga við Afstaða hafði ítrekað varað við manninum sem var dæmdur í gæsluvarðhald í gær og því úrræðaleysi sem tæki við er hann losnaði úr fangelsi fyrir skömmu. Guðmundur segir að félagið hafi reynt að vekja athygli á þessari þróun í mörg ár. „Geðheilbrigðismálin eru helsta áskorunin í fangelsismálunum í dag og verður næsta áratugi. Við vorum í sambandi við fangelsismálastofnun, ríkislögreglustjóra, öll ráðuneytin sem koma að þessu og sveitarfélögin. Alls staðar þar sem við komum að berum við okkar áhyggjur á borð. Við segjum hreinlega að ef það er ekki tekið á þessum málum hjá þessum einstaklingi þá mun þetta gerast og það erum við að sjá að raungerast í dag.“ Átta til tíu í svipaðri stöðu Þetta eru fleiri einstaklingar? Þekkið þið þennan hóp? „Við þekkjum hópinn mjög vel og erum í miklum samskiptum við þennan hóp og erum í mjög miklum samskiptum við þennan hóp. Þeir treysta okkur og því höfum við verið að vinna í þessum málum. Sérstaklega því við erum að sjá í hvað stefnir. Hópurinn er kannski átta til tíu hverju sinni sem eru í þessari stöðu. Þeir geta líka verið nýlausir úr fangelsi. Við erum með fólk í dag sem að hafa verið að losna úr afplánun eða hafa verið lausir í smá tíma eða eru að fara losna og eru allir í þessari stöðu. Ef ekki er brugðist við munu atburðir sem þessir halda áfram að gerast.“ Guðmundur segir mikilvægt að bregðast við með sérstökum og sérhæfðum úrræðum. Með sérhæfðu starfsfólki sé hægt að taka á þessum málum en hann ítrekar að einnig þurfi að taka á geðheilbrigðismálunum. „Geðheilbrigðismálin eru í molum og sérstaklega þegar það kemur að fangelsunum. Það hefur verið samtal í gangi og einhverjir vinnufundir komnir af stað en það hefur ekkert í raun og veru gerst. Við verðum að vekja athygli á þessu og segja okkar áhyggjur með hvert þetta er að stefna. Það er tekin meðvituð ákvörðun um að gera ekki neitt í þessum málum og þetta er niðurstaðan.“ Fangelsismál Geðheilbrigði Grunaður um að hafa banað móður sinni Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Þetta segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félag fanga, í samtali við fréttastofu í kvöld um mál manns sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær vegna rannsóknar á andláti móður hans, konu á sjötugsaldri, sem fannst látin í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti í gærnótt. Maðurinn sem er á fertugsaldri hafði áður stungið föður sinn í bakið og hlaut dóm fyrir tveimur árum vegna ofbeldis í garð móðurinnar. Verða veikari í fangelsinu Guðmundur segir það augljóst að fleiri og fleiri séu metnir sakhæfir fyrir dómstólum þó að augljóst sé að svo ætti ekki að vera sökum andlegra veikinda. „Þeir fá ekki viðeigandi þjónustu og verða veikari í fangelsinu. Þeir eru einnig meira í einangrun, þeir fá ekki reynslulausn vegna þess að það er ekki búið að útbúa fyrir þá úrræði og það má segja að þeirra andlega heilsa hrakar enn frekar.“ Ítrekað varað fjölmarga við Afstaða hafði ítrekað varað við manninum sem var dæmdur í gæsluvarðhald í gær og því úrræðaleysi sem tæki við er hann losnaði úr fangelsi fyrir skömmu. Guðmundur segir að félagið hafi reynt að vekja athygli á þessari þróun í mörg ár. „Geðheilbrigðismálin eru helsta áskorunin í fangelsismálunum í dag og verður næsta áratugi. Við vorum í sambandi við fangelsismálastofnun, ríkislögreglustjóra, öll ráðuneytin sem koma að þessu og sveitarfélögin. Alls staðar þar sem við komum að berum við okkar áhyggjur á borð. Við segjum hreinlega að ef það er ekki tekið á þessum málum hjá þessum einstaklingi þá mun þetta gerast og það erum við að sjá að raungerast í dag.“ Átta til tíu í svipaðri stöðu Þetta eru fleiri einstaklingar? Þekkið þið þennan hóp? „Við þekkjum hópinn mjög vel og erum í miklum samskiptum við þennan hóp og erum í mjög miklum samskiptum við þennan hóp. Þeir treysta okkur og því höfum við verið að vinna í þessum málum. Sérstaklega því við erum að sjá í hvað stefnir. Hópurinn er kannski átta til tíu hverju sinni sem eru í þessari stöðu. Þeir geta líka verið nýlausir úr fangelsi. Við erum með fólk í dag sem að hafa verið að losna úr afplánun eða hafa verið lausir í smá tíma eða eru að fara losna og eru allir í þessari stöðu. Ef ekki er brugðist við munu atburðir sem þessir halda áfram að gerast.“ Guðmundur segir mikilvægt að bregðast við með sérstökum og sérhæfðum úrræðum. Með sérhæfðu starfsfólki sé hægt að taka á þessum málum en hann ítrekar að einnig þurfi að taka á geðheilbrigðismálunum. „Geðheilbrigðismálin eru í molum og sérstaklega þegar það kemur að fangelsunum. Það hefur verið samtal í gangi og einhverjir vinnufundir komnir af stað en það hefur ekkert í raun og veru gerst. Við verðum að vekja athygli á þessu og segja okkar áhyggjur með hvert þetta er að stefna. Það er tekin meðvituð ákvörðun um að gera ekki neitt í þessum málum og þetta er niðurstaðan.“
Fangelsismál Geðheilbrigði Grunaður um að hafa banað móður sinni Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira