Kílómetragjald: Gjöf fyrir marga, refsiskattur fyrir aðra Ágústa Ágústsdóttir skrifar 27. október 2024 12:01 Það var með ólíkindum að hlusta á umræður á Alþingi þann 24. október síðastliðinn um áform álagningar nýs kílómetragjalds og þau fjarstæðukenndu rök sem fyrrverandi innviðaráðherra og núverandi fjármálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson heldur fram í þeim efnum. Fjármálaráðherra slær um sig með orðum eins og sanngirni, jöfnuður og vegir fyrir alla um leið og hann talar fyrir því að þeir muni borga fyrir vegina sem noti þá. Fella á niður ýmis gjöld sem nú eru í gildi til að réttlæta nýja skattlagningu sem mun skapa gríðarlegan ójöfnuð og skekkja verulega búsetuskilyrði í landinu. Flestir geta sammælst um nauðsyn nýrrar leiðar til að fjármagna viðhald og uppbyggingu vegakerfisins. Þó þarf að gera slíkt með þeim hætti að það sé einfalt, gegnsætt og tryggt að fjármagnið sem innheimt er gegnum bifreiðaskatta fari einmitt í vegakerfið en hverfi ekki í ríkissjóðshítinni. Kílómetragjald er ekki lausnin nema ætlunin sé að skapa gríðarlegt misræmi og ójöfnuð milli bifreiðaeigenda samtímis því að allir eigi að geta notið vegakerfisins til jafns. Að segja að sanngjarnasta leiðin sé að þeir eigi að borga sem noti vegina mest sýnir best fram á hversu illa menn eru tengdir raunveruleikanum. Íbúar í dreifbýli þurfa í flestum tilfellum að aka langar vegalengdir í hverjum mánuði til að sækja flest alla þjónustu eins og grunnskóla, heilsugæslu, matarinnkaup, atvinnu og leikskóla, fyrir utan margt annað sem tilheyrir virku samfélagi. Þar við getur svo bætst 1,5 til 2 klt akstur á flugvöll þegar sækja þarf þjónustu til höfuðborgarsvæðisins. Íbúi í þéttbýli (t.d. á höfuðborgarsvæðinu eða í stæðilegu þéttbýli) er almennt með flest alla þjónustu í sínu nærumhverfi og vegalengdirnar því alla jafna margfalt styttri. Í raun skiptir engu máli hvort búið sé í þéttbýli eða dreifbýli til að sýna fram á ójöfnuðinn í kílómetragjaldinu. Tökum sem dæmi einstakling búsettan á Selfossi sem ekur til vinnu á hverjum degi til Reykjavíkur. Nágranni hans við hliðina starfar á Selfossi og sækir þar flest alla þjónustu. Þ.a.l. ekur hann mjög takmarkað per mánuð. En í sumarfríinu sínu skreppur hann austur á firði til að dvelja. Þá ætlast hann til þess að vegirnir séu í lagi. Vegir sem hann tekur lítinn sem engan þátt í að viðhalda. Þetta sýnir fram á að þeim sem keyra mest er ætlað að halda uppi vegakerfinu fyrir þá sem keyra minnst. Skýrari verður ójöfnuðurinn ekki. Er það vegakerfi okkar allra? Það sem ræður mestu um slit á vegi er þyngd ökutækis. Réttlátt kerfi væri einfaldur þungaskattur á ökutæki. Þannig myndu allir borga hlutfallslega jafnt til vegakerfisins óháð búsetu. Þessi leið myndi auk þess virka sem hvati til kaupa á léttari bifreiðum sem samhliða því eru eyðslugrennri en þeir þyngri. Þá væri möguleiki að tengja bifreiðagjald eingöngu við skráðan útblástur (mengunarstuðul) og þannig koma í veg fyrir ósamræmi milli rafmagns- og jarðefnaeldsneytisbifreiða. Það gjald félli niður ef númer væru lögð inn. Lágmarka skyldi svo skatta á allt jarðefnaeldsneyti. Auðvitað er hægt að velta fyrir sér ýmsum vinklum en eitt er allveg öruggt. Að ætla ákveðnum hóp undanþágu frá skatti til innviða sem allir eiga að njóta til jafns, á kostnað annarra, er gróf mismunun og mætti í því samhengi benda á jafnræðisregluna sem bannar mismunun á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða og segir m.a. að allir skuli vera jafnir fyrir lögum án tillits til efnahags og stöðu. Ég hvet þingheim til að hafna með öllu núverandi áformum um kílómetragjald. Höfundur skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Miðflokkurinn Norðausturkjördæmi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það var með ólíkindum að hlusta á umræður á Alþingi þann 24. október síðastliðinn um áform álagningar nýs kílómetragjalds og þau fjarstæðukenndu rök sem fyrrverandi innviðaráðherra og núverandi fjármálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson heldur fram í þeim efnum. Fjármálaráðherra slær um sig með orðum eins og sanngirni, jöfnuður og vegir fyrir alla um leið og hann talar fyrir því að þeir muni borga fyrir vegina sem noti þá. Fella á niður ýmis gjöld sem nú eru í gildi til að réttlæta nýja skattlagningu sem mun skapa gríðarlegan ójöfnuð og skekkja verulega búsetuskilyrði í landinu. Flestir geta sammælst um nauðsyn nýrrar leiðar til að fjármagna viðhald og uppbyggingu vegakerfisins. Þó þarf að gera slíkt með þeim hætti að það sé einfalt, gegnsætt og tryggt að fjármagnið sem innheimt er gegnum bifreiðaskatta fari einmitt í vegakerfið en hverfi ekki í ríkissjóðshítinni. Kílómetragjald er ekki lausnin nema ætlunin sé að skapa gríðarlegt misræmi og ójöfnuð milli bifreiðaeigenda samtímis því að allir eigi að geta notið vegakerfisins til jafns. Að segja að sanngjarnasta leiðin sé að þeir eigi að borga sem noti vegina mest sýnir best fram á hversu illa menn eru tengdir raunveruleikanum. Íbúar í dreifbýli þurfa í flestum tilfellum að aka langar vegalengdir í hverjum mánuði til að sækja flest alla þjónustu eins og grunnskóla, heilsugæslu, matarinnkaup, atvinnu og leikskóla, fyrir utan margt annað sem tilheyrir virku samfélagi. Þar við getur svo bætst 1,5 til 2 klt akstur á flugvöll þegar sækja þarf þjónustu til höfuðborgarsvæðisins. Íbúi í þéttbýli (t.d. á höfuðborgarsvæðinu eða í stæðilegu þéttbýli) er almennt með flest alla þjónustu í sínu nærumhverfi og vegalengdirnar því alla jafna margfalt styttri. Í raun skiptir engu máli hvort búið sé í þéttbýli eða dreifbýli til að sýna fram á ójöfnuðinn í kílómetragjaldinu. Tökum sem dæmi einstakling búsettan á Selfossi sem ekur til vinnu á hverjum degi til Reykjavíkur. Nágranni hans við hliðina starfar á Selfossi og sækir þar flest alla þjónustu. Þ.a.l. ekur hann mjög takmarkað per mánuð. En í sumarfríinu sínu skreppur hann austur á firði til að dvelja. Þá ætlast hann til þess að vegirnir séu í lagi. Vegir sem hann tekur lítinn sem engan þátt í að viðhalda. Þetta sýnir fram á að þeim sem keyra mest er ætlað að halda uppi vegakerfinu fyrir þá sem keyra minnst. Skýrari verður ójöfnuðurinn ekki. Er það vegakerfi okkar allra? Það sem ræður mestu um slit á vegi er þyngd ökutækis. Réttlátt kerfi væri einfaldur þungaskattur á ökutæki. Þannig myndu allir borga hlutfallslega jafnt til vegakerfisins óháð búsetu. Þessi leið myndi auk þess virka sem hvati til kaupa á léttari bifreiðum sem samhliða því eru eyðslugrennri en þeir þyngri. Þá væri möguleiki að tengja bifreiðagjald eingöngu við skráðan útblástur (mengunarstuðul) og þannig koma í veg fyrir ósamræmi milli rafmagns- og jarðefnaeldsneytisbifreiða. Það gjald félli niður ef númer væru lögð inn. Lágmarka skyldi svo skatta á allt jarðefnaeldsneyti. Auðvitað er hægt að velta fyrir sér ýmsum vinklum en eitt er allveg öruggt. Að ætla ákveðnum hóp undanþágu frá skatti til innviða sem allir eiga að njóta til jafns, á kostnað annarra, er gróf mismunun og mætti í því samhengi benda á jafnræðisregluna sem bannar mismunun á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða og segir m.a. að allir skuli vera jafnir fyrir lögum án tillits til efnahags og stöðu. Ég hvet þingheim til að hafna með öllu núverandi áformum um kílómetragjald. Höfundur skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun