Götulokanir og mikil öryggisgæsla vegna heimsóknar þjóðarleiðtoga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. október 2024 12:40 Bryndís Haraldsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Norðurlandaráðs. Vísir/Ívar Fannar Mikill viðbúnaður og öryggisgæsla verður í höfuðborginni á morgun þegar von er á fjölda erlendra þjóðarleiðtoga í tengslum við Norðurlandaráðsþing i Reykjavík. Samvinna í öryggis- og varnarmálum og friður og öryggi á Norðurslóðum verða í brennidepli á þinginu í ár. Norðurlandaráðsþing fer fram í Reykjavík í ár dagana 28. til 31. október. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður og forseti Norðurlandaráðs segir undirbúningur staðið yfir í nokkurn tíma. „Þetta er náttúrlega stærsti viðburður Norðurlandaráðs á hverju ári og nú erum við gestgjafinn hérna á Íslandi,“ segir Bryndís. Þétt dagskrá er framundan næstu daga en yfirskrift þingsins að þessu sinni er „Friður og öryggi á Norðurslóðum.“ „Við lifum á víðsjárverðum tímum og við erum auðvitað mjög meðvituð um stöðuna í Evrópu og víðar í heiminum. En við viljum líka setja áherslu á Norðurslóðir og það sem er að gerast þar og hvetja okkar ráðherra til að vinna enn frekar saman að því að móta okkur skýra stefnu og sýn um það hvernig við viljum sjá þetta mikilvæga svæði þróast,“ segir Bryndís. Deilt um aðkomu sjálfstjórnarríkjanna Uppfærsla og breytingar á Helsingfors-sáttmálanum um Norðurlandasamstarf verður einnig ofarlega á blaði. „Það lítur að því að uppfæra hann meðal annars í tengslum við það að nú viljum við vinna saman líka á sviði öryggis og varnarmála, sem í gegnum tíðina hefur ekki verið á vettvangi Norðurlandaráðs.“ Bryndís á einnig von á að tekist verði á um einhver mál. „Svo er alveg óhætt að segja að kannski hefur verið mesti ágreiningurinn og erfiðast að ná fólki saman um hvernig Færeyjar, Grænland og Álandseyjar, þessi sjálfstjórnarlönd okkar, fá aukna aðild að Norðurlandaráði.“ Götulokanir í þrjá daga Götulokanir verða í gildi á skilgreindu svæði umhverfis Alþinghúsið frá og með morgundeginum og fram á miðvikudag, og viðbúið að einhverjar frekari tafir geti orðið á umferð. Þá verður mikill öryggisviðbúnaður á þingsvæðinu og á Þingvöllum þar sem forsætisráðherrar Norðurlandanna munu funda. „Því miður þá er staðan nú þannig í heiminum að öryggisgæslan þarf að vera ofboðslega mikil. Við erum að fá hér alla forsætisráðherra og utanríkisráðherra Norðurlandanna ásamt spennandi erlendum gestum, þingmönnum víða að, bæði frá Norðurlöndum en líka frá fleiri löndum. Þannig að því miður þá er staðan sú að öryggisgæslan þarf að vera virkilega mikil þannig að fólk mun eflaust verða vart um það hvað er um að vera hérna á næstu dögum. Það er stórt svæði í kringum þinghúsið sem þarf að loka og eitthvað þarf að vera um forgangsakstur og annað þess háttar,“ segir Bryndís. Utanríkismál Alþingi Öryggis- og varnarmál Norðurlandaráð Norðurslóðir Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Norðurlandaráðsþing fer fram í Reykjavík í ár dagana 28. til 31. október. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður og forseti Norðurlandaráðs segir undirbúningur staðið yfir í nokkurn tíma. „Þetta er náttúrlega stærsti viðburður Norðurlandaráðs á hverju ári og nú erum við gestgjafinn hérna á Íslandi,“ segir Bryndís. Þétt dagskrá er framundan næstu daga en yfirskrift þingsins að þessu sinni er „Friður og öryggi á Norðurslóðum.“ „Við lifum á víðsjárverðum tímum og við erum auðvitað mjög meðvituð um stöðuna í Evrópu og víðar í heiminum. En við viljum líka setja áherslu á Norðurslóðir og það sem er að gerast þar og hvetja okkar ráðherra til að vinna enn frekar saman að því að móta okkur skýra stefnu og sýn um það hvernig við viljum sjá þetta mikilvæga svæði þróast,“ segir Bryndís. Deilt um aðkomu sjálfstjórnarríkjanna Uppfærsla og breytingar á Helsingfors-sáttmálanum um Norðurlandasamstarf verður einnig ofarlega á blaði. „Það lítur að því að uppfæra hann meðal annars í tengslum við það að nú viljum við vinna saman líka á sviði öryggis og varnarmála, sem í gegnum tíðina hefur ekki verið á vettvangi Norðurlandaráðs.“ Bryndís á einnig von á að tekist verði á um einhver mál. „Svo er alveg óhætt að segja að kannski hefur verið mesti ágreiningurinn og erfiðast að ná fólki saman um hvernig Færeyjar, Grænland og Álandseyjar, þessi sjálfstjórnarlönd okkar, fá aukna aðild að Norðurlandaráði.“ Götulokanir í þrjá daga Götulokanir verða í gildi á skilgreindu svæði umhverfis Alþinghúsið frá og með morgundeginum og fram á miðvikudag, og viðbúið að einhverjar frekari tafir geti orðið á umferð. Þá verður mikill öryggisviðbúnaður á þingsvæðinu og á Þingvöllum þar sem forsætisráðherrar Norðurlandanna munu funda. „Því miður þá er staðan nú þannig í heiminum að öryggisgæslan þarf að vera ofboðslega mikil. Við erum að fá hér alla forsætisráðherra og utanríkisráðherra Norðurlandanna ásamt spennandi erlendum gestum, þingmönnum víða að, bæði frá Norðurlöndum en líka frá fleiri löndum. Þannig að því miður þá er staðan sú að öryggisgæslan þarf að vera virkilega mikil þannig að fólk mun eflaust verða vart um það hvað er um að vera hérna á næstu dögum. Það er stórt svæði í kringum þinghúsið sem þarf að loka og eitthvað þarf að vera um forgangsakstur og annað þess háttar,“ segir Bryndís.
Utanríkismál Alþingi Öryggis- og varnarmál Norðurlandaráð Norðurslóðir Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira