Óheppilegt en ekki óvenjulegt Elín Margrét Böðvarsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 27. október 2024 13:17 Kristrún Frostadóttir, Ólafur Þ. Harðarson og Dagur B. Eggertsson. Vísir Stjórnmálafræðingur segir það óheppilegt fyrir formann Samfylkingarinnar að einkaskilaboð hennar um Dag B. Eggertsson hafi verið birt opinberlega. Hins vegar sé ekki óvenjulegt að hvatt sé til þess að umdeildir frambjóðendur séu strikaðir út. Einkaskilaboð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar sem hún sendi til hugsanlegs kjósanda flokksins sem fóru í dreifingu í gær hafa vakið athygli. Í skilaboðunum segir Kristrún Dag B. Eggertsson, formann borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóra, vera í aukahlutverki, en hann skipar annað sæti á lista á eftir henni í Reykjavík. Þá bendir hún á að það sé hægt að strika út nafn Dags á kjörseðli. „Það er náttúrlega óheppilegt fyrir Kristrúnu að þessar ráðleggingar hennar um að strika Dag út hafi verið birtar opinberlega en í því eru samt engin tíðindi, því að þegar einhver segir við forystumann að hann vilji ekki kjósa lista flokksins út af einhverjum tilteknum frambjóðanda þá segja menn yfirleitt alltaf: Þú getur strikað hann út. Það er þinn lýðræðislegi réttur. Þetta er í rauninni engin frétt,“ sagði Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Sjá einnig: Úthugsuð strategía eða alvarlegt reynsluleysi hjá Kristrúnu Í skilaboðum Kristrúnar kom einnig fram að Dagur verði ekki ráðherra, komist Samfylkingin í ríkisstjórn. „Hins vegar vekur athygli að hún segir að Dagur sé ekki ráðherraefni. Það kemur kannski pínulítið á óvart af því að Dagur hefur náttúrulega gríðarlega mikla reynslu úr borgarstjórninni og sérstaklega vekur athygli að hann er búinn að halda saman meirihlutum þar, ólíkum meirihlutum, í fjórtán ár. Ef Samfylkingin fer í ríkisstjórn eftir kosningar þá er líklegt að það verði ríkisstjórn þriggja til fjögurra flokka og maður hefði kannski ætlað að reynsla Dags kæmi þar að góðu gagni,“ sagði Ólafur. Hann sagði þó að það hvort Dagur væri ráðherraefni eða ekki, virtist það hafa verið gert í samráði við hann. Ekki virtist neinn ágreiningur innan flokksins um útspil Kristrúnar. „Sem kemur mér kannski aðeins á óvart.“ Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Sjá meira
Einkaskilaboð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar sem hún sendi til hugsanlegs kjósanda flokksins sem fóru í dreifingu í gær hafa vakið athygli. Í skilaboðunum segir Kristrún Dag B. Eggertsson, formann borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóra, vera í aukahlutverki, en hann skipar annað sæti á lista á eftir henni í Reykjavík. Þá bendir hún á að það sé hægt að strika út nafn Dags á kjörseðli. „Það er náttúrlega óheppilegt fyrir Kristrúnu að þessar ráðleggingar hennar um að strika Dag út hafi verið birtar opinberlega en í því eru samt engin tíðindi, því að þegar einhver segir við forystumann að hann vilji ekki kjósa lista flokksins út af einhverjum tilteknum frambjóðanda þá segja menn yfirleitt alltaf: Þú getur strikað hann út. Það er þinn lýðræðislegi réttur. Þetta er í rauninni engin frétt,“ sagði Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Sjá einnig: Úthugsuð strategía eða alvarlegt reynsluleysi hjá Kristrúnu Í skilaboðum Kristrúnar kom einnig fram að Dagur verði ekki ráðherra, komist Samfylkingin í ríkisstjórn. „Hins vegar vekur athygli að hún segir að Dagur sé ekki ráðherraefni. Það kemur kannski pínulítið á óvart af því að Dagur hefur náttúrulega gríðarlega mikla reynslu úr borgarstjórninni og sérstaklega vekur athygli að hann er búinn að halda saman meirihlutum þar, ólíkum meirihlutum, í fjórtán ár. Ef Samfylkingin fer í ríkisstjórn eftir kosningar þá er líklegt að það verði ríkisstjórn þriggja til fjögurra flokka og maður hefði kannski ætlað að reynsla Dags kæmi þar að góðu gagni,“ sagði Ólafur. Hann sagði þó að það hvort Dagur væri ráðherraefni eða ekki, virtist það hafa verið gert í samráði við hann. Ekki virtist neinn ágreiningur innan flokksins um útspil Kristrúnar. „Sem kemur mér kannski aðeins á óvart.“
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Sjá meira