Selenskí kemur til Íslands á morgun Samúel Karl Ólason og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 27. október 2024 15:00 Vóldódímír Selenskí, forseti Úkraínu. AP/Forsetaembætti Úkraínu Vólódímír Selenskí, Úkraínuforseti, er væntanlegur til Íslands á morgun. Hér mun hann meðal annars funda með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra, taka þátt í leiðtogafundi með forsætisráðherrum Norðurlandanna og mun hann flytja sérstakt ávarp í tengslum við Norðurlandaráðsþing. Þá mun hann einnig hitta Höllu Tómasdóttur forseta Íslands á meðan heimsókninni stendur. Bjarni og Selenskí hittust einnig á hliðarlínunum á leiðtogafundi Norðurlandanna í Osló í maí. Forsetinn kom ekki til Íslands á leiðtogafundi Evrópuráðsins í fyrra en þó kom sendinefnd frá Úkraínu. Rússar eru grunaðir um nokkrar tilraunir til að ráða Selenskí af dögum. Sjá einnig: Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Miklar öryggisráðstafanir verða í Reykjavík næstu daga en á morgun hefst Norðurlandaráðsþing sem stendur yfir dagana 28. til 31. október. Von er á stórum hópi þingmanna, þingforseta og ráðherra frá Norðurlöndum og annars staðar að sem taka þátt eða sækja fundi í tengslum við þingið. Selenskí hefur verið mikið á farandfæti á undanförnum vikum og mánuðum og hefur hann sérstaklega heimsótt ríki í Atlantshafsbandalaginu, þar sem hann hefur kynnt svokallaða „siguráætlun“ sína. Sjá einnig: Opinberaði „siguráætlun“ sína á þingi Í stuttu máli sagt snýst hún um að binda enda á stríðið á forsendum Úkraínumanna en stórir hlutar hennar velta að mestu á bakhjörlum Úkraínu. Eitt meginatriða áætlunarinnar snýr að inngöngu Úkraínu í Atlantshafsbandalagið. Selenskí hefur kallað eftir því að Úkraínu fái skilyrðislaust boð um inngöngu í NATO, jafnvel áður en stríðinu við Rússa lýkur. Úkraínumenn hafa lengi talað um að ef þeir semji við Rússa um að binda enda á núverandi stríð í skiptum fyrir það að Rússar fái að halda einhverjum svæðum Úkraínu, treystu þeir ekki Rússum til að standa við þau orð. Rússar væru í betri stöðu en Úkraínumenn til að byggja upp efnahag sinn og her á nýjan leik, vegna þeirra miklu skemmda sem árásir Rússa hafa valdið í Úkraínu. Þeir gætu varið nokkrum árum í að byggja herinn upp og gert svo aðra innrás. Þess vegna segjast Úkraínumenn þurfa góðar og bindandi öryggisráðstafanir og er innganga í NATO efst á óskalista þeirra. Hafa þjálfað hermenn og sjóliða Ísland er meðal þeirra ríkja sem staðið hafa við bakið á Úkraínu frá því innrás Rússa hófst í febrúar 2022 og hefur það verið gert með ýmsum hætti. Á vef Utanríkisráðuneytisins segir að við lok þessa árs muni stuðningurinn nema um tíu milljörðum króna. Þar af hafa rúmlega þrír milljarðar farið í varnartengda aðstoð. Hún inniheldur meðal annars um 520 milljónir sem hafa verið lagðar í sjóð NATO fyrir Úkraínu og tæplega 530 milljónir í sérstakan sjóð sem bresk stjórnvöld settu á laggirnar. Einnig hefur um þrjú hundruð milljónum verið varið í frumkvæði Tékklands um kaup á skotfærum fyrir Úkraínumenn. Sjá einnig: Rússar segja íslenska málaliða í Úkraínu Þá hefur Ísland tekið þátt í þjálfunarverkefnum þegar kemur að þjálfun í sprengjuleit og eyðingu og þjálfun í bráðameðferð fyrir særða hermenn. Úkraínskir sjóliðar hafa einnig fengið þjálfun hér á landi í samstarfi við Landhelgisgæsluna, svo eitthvað sé nefnt. Þar að auki keyptu Íslendingar færanlegt neyðarsjúkrahús fyrir Úkraínu í fyrra. Yfirlit um aðstoðina við Úkraínu má finna á vef utanríkisráðuneytisins. Innrás Rússa í Úkraínu Norðurlandaráð Úkraína Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Þá mun hann einnig hitta Höllu Tómasdóttur forseta Íslands á meðan heimsókninni stendur. Bjarni og Selenskí hittust einnig á hliðarlínunum á leiðtogafundi Norðurlandanna í Osló í maí. Forsetinn kom ekki til Íslands á leiðtogafundi Evrópuráðsins í fyrra en þó kom sendinefnd frá Úkraínu. Rússar eru grunaðir um nokkrar tilraunir til að ráða Selenskí af dögum. Sjá einnig: Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Miklar öryggisráðstafanir verða í Reykjavík næstu daga en á morgun hefst Norðurlandaráðsþing sem stendur yfir dagana 28. til 31. október. Von er á stórum hópi þingmanna, þingforseta og ráðherra frá Norðurlöndum og annars staðar að sem taka þátt eða sækja fundi í tengslum við þingið. Selenskí hefur verið mikið á farandfæti á undanförnum vikum og mánuðum og hefur hann sérstaklega heimsótt ríki í Atlantshafsbandalaginu, þar sem hann hefur kynnt svokallaða „siguráætlun“ sína. Sjá einnig: Opinberaði „siguráætlun“ sína á þingi Í stuttu máli sagt snýst hún um að binda enda á stríðið á forsendum Úkraínumanna en stórir hlutar hennar velta að mestu á bakhjörlum Úkraínu. Eitt meginatriða áætlunarinnar snýr að inngöngu Úkraínu í Atlantshafsbandalagið. Selenskí hefur kallað eftir því að Úkraínu fái skilyrðislaust boð um inngöngu í NATO, jafnvel áður en stríðinu við Rússa lýkur. Úkraínumenn hafa lengi talað um að ef þeir semji við Rússa um að binda enda á núverandi stríð í skiptum fyrir það að Rússar fái að halda einhverjum svæðum Úkraínu, treystu þeir ekki Rússum til að standa við þau orð. Rússar væru í betri stöðu en Úkraínumenn til að byggja upp efnahag sinn og her á nýjan leik, vegna þeirra miklu skemmda sem árásir Rússa hafa valdið í Úkraínu. Þeir gætu varið nokkrum árum í að byggja herinn upp og gert svo aðra innrás. Þess vegna segjast Úkraínumenn þurfa góðar og bindandi öryggisráðstafanir og er innganga í NATO efst á óskalista þeirra. Hafa þjálfað hermenn og sjóliða Ísland er meðal þeirra ríkja sem staðið hafa við bakið á Úkraínu frá því innrás Rússa hófst í febrúar 2022 og hefur það verið gert með ýmsum hætti. Á vef Utanríkisráðuneytisins segir að við lok þessa árs muni stuðningurinn nema um tíu milljörðum króna. Þar af hafa rúmlega þrír milljarðar farið í varnartengda aðstoð. Hún inniheldur meðal annars um 520 milljónir sem hafa verið lagðar í sjóð NATO fyrir Úkraínu og tæplega 530 milljónir í sérstakan sjóð sem bresk stjórnvöld settu á laggirnar. Einnig hefur um þrjú hundruð milljónum verið varið í frumkvæði Tékklands um kaup á skotfærum fyrir Úkraínumenn. Sjá einnig: Rússar segja íslenska málaliða í Úkraínu Þá hefur Ísland tekið þátt í þjálfunarverkefnum þegar kemur að þjálfun í sprengjuleit og eyðingu og þjálfun í bráðameðferð fyrir særða hermenn. Úkraínskir sjóliðar hafa einnig fengið þjálfun hér á landi í samstarfi við Landhelgisgæsluna, svo eitthvað sé nefnt. Þar að auki keyptu Íslendingar færanlegt neyðarsjúkrahús fyrir Úkraínu í fyrra. Yfirlit um aðstoðina við Úkraínu má finna á vef utanríkisráðuneytisins.
Innrás Rússa í Úkraínu Norðurlandaráð Úkraína Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira