Mikael kom gestunum í Venezia yfir strax á 15. mínútu áður en Georgios Kyriakopoulos jafnaði metin fyrir heimamenn átta mínútum síðar.
Michael Svoboda kom gestunum yfir á nýjan leik rúmum fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks, en Milan Djuric jafnaði metin á ný fyrir Monza á síðustu mínútunni fyrir hlé.
Hvorugu liðinu tókst að finna sigurmarkið í síðari hálfleik, þrátt fyrir að gestirnir í Venezia hafi leikið síðustu tíu mínútur leiksins manni fleiri. Niðurstaðan því 2-2 jafntefli.
Mikael og félagar í Venezia sitja nú í næst neðsta sæti ítölsku deildarinnar með fimm stig eftir níu leiki, þremur stigum á eftir Monza sem situr í 16. sæti.