„Er það ekki það sem fíkniefnasali gerir? Selur fíkniefni?“ Jón Þór Stefánsson skrifar 28. október 2024 14:21 Annar sakborninganna sem var spurður út í þátt sinn í málinu var merktur gosmerkjaframleiðanda við komuna í dómsal í morgun. Vísir/vilhelm Skýrslutökur í aðalmeðferð umfangsmikils fíkniefnamáls sem hefur farið fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hefur einkennst af því að sakborningar neiti sök hvað varðar meint brot sem varða skipulagða brotastarfsemi. Þá neita þeir að tjá sig út í ýmis gögn í lögregluskýrslum. Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á spjalli fólks á samskiptaforritinu Signal. Málið, sem er afar umfangsmikið, hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu um langt skeið. Skemmtiferðaskipið AIDAsol kom til landsins þann 11. apríl síðastliðinn. Tveir menn báru eldhúspotta úr málmi út úr skipinu í bláum Ikea-innkaupapokum en þriðji maður tók við pottunum. Um 2,2 kíló af kókaíni fundust falin í pottunum. Málið varðar þó enn meira magn fíkniefna. Sakborningar málsins voru upphaflega átján en þrír ákærðu hafa játað sök. Mál þeirra verða tekin fyrir sérstaklega. Allir sakborningarnir sem hafa gefið skýrslu hingað til segjast ekki kannast við skipulagðan glæpahóp. Einn sakborningurinn, karlmaður á fertugsaldri, hefur þó viðurkennt að hafa selt fíkniefni, en segir það hafa verið í minna magni og telur að umfang þess geti ekki fallið undir skipulagða glæpastarfsemi. Kominn í skuldasúpu og byrjaður að selja fíkniefni „Ég var í neyslu á þessum tíma, mikilli neyslu,“ sagði hann fyrir dómi í dag. Hann var spurður út í samskipti við einstakling sem notaði dulnefnið Pinocchio. Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur hópsins, hafði viðurkennt fyrr um morgunin að hafa notað það nafn á samskiptaforritinu Signal. Karl Ingi Vilberggsson, saksóknari, spurði umræddan sakborning út í samskiptin við Pinocchio, sem hann taldi ljóst að væri Jón Ingi. Sakborningurinn sagðist ekki geta eða ætla að tjá sig um notendanöfn annarra. Hann sagðist þó stundum hafa spjallað við Jón Inga. Verjendur í málinu fara yfir málin í dómsal í morgun.Vísir/vilhelm Í samskiptum sakborningsins og Pinocchio bað sá síðarnefndi þann fyrrnefnda að rukka „útlendinginn“ og „Breiðholt“. Sakborningurinn sagðist ekki muna eftir þessum samskiptum, en sagði þau geta varðað hvað sem er. Líkt og áður segir sagðist hann þó sjálfur hafa verið að selja fíkniefni. „Ég var kominn í skuldasúpu og var að selja fíkniefni.“ „Eiga ekki allir seðla?“ Karl Ingi sagði að af samskiptunum megi ráða að einhver hafi verið að stjórna honum. „Já, þú getur lesið ýmislegt út úr þessu,“ svaraði sakborningurinn. Karl Ingi ítrekaði að svo virtist sem Pinocchio væri að stýra honum, og spurði hvort það hefði varðað sölu fíkniefna. „Er það ekki það sem fíkniefnasali gerir? Selur fíkniefni?“ spurði sakborningurinn. Sakborningurinn var einnig spurður út í peningatalningavél sem hann virðist hafa haft í sínum vörslum. Hann var spurður hversu mikið af seðlum kæmist í þannig vél, en hann sagðist ekki vita það. Þrátt fyrir að segjast ekki vita svarið við spurningunni myndi hann samt vilja nota peningatalningavél. „Eiga ekki allir seðla?“ sagði hann og spurði í kjölfarið: „Er það ólöglegt að eiga peningatalningavél?“ Da Vinci hljóti að vera listamaður Annar sakborningur, sem er líka karlmaður á fertugsaldri og sagðist hafa notast við nafnið Mörðurinn á Signal, var spurður út í samskipti á forritinu við einstakling sem notaði dulnefnið Da Vinci. Líkt og hinir sakborningarnir sem hafa gefið skýrslu í dag neitar hann sök og kannast lítið við það sem honum er gefið að sök. „Hver er Da Vinci?“ spurði Karl Ingi. „Listamaður?“ svaraði sakborningurinn. Hann var spurður frekar út í þetta dulnefni, og bent á að það hefði verið notað á Signal. „Da Vinci, er það heiti þá á hverju?“ spurði sakborningurinn. Gringo ekki í salnum Enn annar sakborningur, kona á fertugsaldri, var spurð út í samskipti við mann sem gekk undir nafninu Gringo á Signal. Hún sagði Gringo vera einstakling sem væri ekki inni í dómsalnum, og tengdist málinu ekki. Hún var spurð hver væri Gringo og kaus að svara því ekki. Þess má geta að í morgun sagðist Jón Ingi hafa gengið undir nafninu Gringo á Signal, en hann hélt því þó fram að nafnið væri mjög algengt á samskiptaforritum líkt og Signal. Konan gagnrýndi ákæruna á hendur henni, og sagðist ekki átta sig á því hvaða hlutverki hún hafi átt að vera að sinna í meintum glæpahópi. Hún var spurð út í ýmis samskipti, meðal annars á Signal. Hún sagði þau ekki tengjast fíkniefnum með neinum hætti. Spurð út í einstaka skilaboð sagðist hún yfirleitt ekki kannast við þau og efaðist stundum að þau kæmu í raun úr hennar síma. Sólheimajökulsmálið Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á spjalli fólks á samskiptaforritinu Signal. Málið, sem er afar umfangsmikið, hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu um langt skeið. Skemmtiferðaskipið AIDAsol kom til landsins þann 11. apríl síðastliðinn. Tveir menn báru eldhúspotta úr málmi út úr skipinu í bláum Ikea-innkaupapokum en þriðji maður tók við pottunum. Um 2,2 kíló af kókaíni fundust falin í pottunum. Málið varðar þó enn meira magn fíkniefna. Sakborningar málsins voru upphaflega átján en þrír ákærðu hafa játað sök. Mál þeirra verða tekin fyrir sérstaklega. Allir sakborningarnir sem hafa gefið skýrslu hingað til segjast ekki kannast við skipulagðan glæpahóp. Einn sakborningurinn, karlmaður á fertugsaldri, hefur þó viðurkennt að hafa selt fíkniefni, en segir það hafa verið í minna magni og telur að umfang þess geti ekki fallið undir skipulagða glæpastarfsemi. Kominn í skuldasúpu og byrjaður að selja fíkniefni „Ég var í neyslu á þessum tíma, mikilli neyslu,“ sagði hann fyrir dómi í dag. Hann var spurður út í samskipti við einstakling sem notaði dulnefnið Pinocchio. Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur hópsins, hafði viðurkennt fyrr um morgunin að hafa notað það nafn á samskiptaforritinu Signal. Karl Ingi Vilberggsson, saksóknari, spurði umræddan sakborning út í samskiptin við Pinocchio, sem hann taldi ljóst að væri Jón Ingi. Sakborningurinn sagðist ekki geta eða ætla að tjá sig um notendanöfn annarra. Hann sagðist þó stundum hafa spjallað við Jón Inga. Verjendur í málinu fara yfir málin í dómsal í morgun.Vísir/vilhelm Í samskiptum sakborningsins og Pinocchio bað sá síðarnefndi þann fyrrnefnda að rukka „útlendinginn“ og „Breiðholt“. Sakborningurinn sagðist ekki muna eftir þessum samskiptum, en sagði þau geta varðað hvað sem er. Líkt og áður segir sagðist hann þó sjálfur hafa verið að selja fíkniefni. „Ég var kominn í skuldasúpu og var að selja fíkniefni.“ „Eiga ekki allir seðla?“ Karl Ingi sagði að af samskiptunum megi ráða að einhver hafi verið að stjórna honum. „Já, þú getur lesið ýmislegt út úr þessu,“ svaraði sakborningurinn. Karl Ingi ítrekaði að svo virtist sem Pinocchio væri að stýra honum, og spurði hvort það hefði varðað sölu fíkniefna. „Er það ekki það sem fíkniefnasali gerir? Selur fíkniefni?“ spurði sakborningurinn. Sakborningurinn var einnig spurður út í peningatalningavél sem hann virðist hafa haft í sínum vörslum. Hann var spurður hversu mikið af seðlum kæmist í þannig vél, en hann sagðist ekki vita það. Þrátt fyrir að segjast ekki vita svarið við spurningunni myndi hann samt vilja nota peningatalningavél. „Eiga ekki allir seðla?“ sagði hann og spurði í kjölfarið: „Er það ólöglegt að eiga peningatalningavél?“ Da Vinci hljóti að vera listamaður Annar sakborningur, sem er líka karlmaður á fertugsaldri og sagðist hafa notast við nafnið Mörðurinn á Signal, var spurður út í samskipti á forritinu við einstakling sem notaði dulnefnið Da Vinci. Líkt og hinir sakborningarnir sem hafa gefið skýrslu í dag neitar hann sök og kannast lítið við það sem honum er gefið að sök. „Hver er Da Vinci?“ spurði Karl Ingi. „Listamaður?“ svaraði sakborningurinn. Hann var spurður frekar út í þetta dulnefni, og bent á að það hefði verið notað á Signal. „Da Vinci, er það heiti þá á hverju?“ spurði sakborningurinn. Gringo ekki í salnum Enn annar sakborningur, kona á fertugsaldri, var spurð út í samskipti við mann sem gekk undir nafninu Gringo á Signal. Hún sagði Gringo vera einstakling sem væri ekki inni í dómsalnum, og tengdist málinu ekki. Hún var spurð hver væri Gringo og kaus að svara því ekki. Þess má geta að í morgun sagðist Jón Ingi hafa gengið undir nafninu Gringo á Signal, en hann hélt því þó fram að nafnið væri mjög algengt á samskiptaforritum líkt og Signal. Konan gagnrýndi ákæruna á hendur henni, og sagðist ekki átta sig á því hvaða hlutverki hún hafi átt að vera að sinna í meintum glæpahópi. Hún var spurð út í ýmis samskipti, meðal annars á Signal. Hún sagði þau ekki tengjast fíkniefnum með neinum hætti. Spurð út í einstaka skilaboð sagðist hún yfirleitt ekki kannast við þau og efaðist stundum að þau kæmu í raun úr hennar síma.
Sólheimajökulsmálið Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira