Segir Arteta líkari Mourinho en Guardiola Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2024 23:03 Mikel Arteta á hliðarlínunni um helgina. EPA-EFE/NEIL HALL Jamie Carragher, fyrrverandi varnarmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur fyrir Sky Sports, gagnrýndi Mikel Arteta og leikaðferð hans í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Þar gerði Arsenal 2-2 jafntefli við Liverpool á heimavelli en gestirnir jöfnuðu á 81. mínútu leiksins. Arteta hefur verið gagnrýndur fyrir að vera of varnarsinnaður í sinni nálgun. Það var hins vegar næstum búið að skila Arsenal titlinum á síðustu leiktíð og í vetur hefur Spánverjinn því haldið sig við það upplegg. „Af því Arteta starfaði með Pep Guardiola töldum við hann vera lærisvein Pep. Ef maður horfir þá tvo þjálfara sem hafa náð hvað mestum árangri á síðustu 10-15 árum þá er Guardiola og hans leikstíll á einum enda og svo erum við með José Mourinho á hinum endanum.“ „Mikel Arteta er hægt og rólega að breytast í Mourinho-týpu af þjálfara. Eitthvað sem engin taldi að myndi gerast. Mér finnst virkilega áhugavert að skoða hvernig hann komst þangað.“ „Við sjáum um helgina að Arsenal er 2-1 yfir gegn Liverpool og að pressa ofarlega á vellinum. Arsenal er að spila virkilega vel í síðari hálfleik fellur liðið til baka. Ég veit að það vantaði lykilmenn í varnarlínuna vegna meiðsla en þeir eru enn með miðjuna og framlínuna sína.“ Aðspurður hvort hann telji það vera viljandi að Arsenal falli til baka til að verja fenginn hlut þá játti Carragher því. „Þetta kemur frá þjálfaranum og við sjáum þetta of oft,“ bætti Liverpool-maðurinn fyrrverandi við og nefndi leiki Arsenal gegn Bournemouth og Brighton & Hove Albion sem dæmi. "Mikel Arteta is slowly morphing into a Jose Mourinho type of manager" Do you agree with @Carra23? 🤔 pic.twitter.com/YWMiqPgSRZ— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 27, 2024 Arsenal hefur aðeins unnið tvo af síðustu fimm leikjum sínum og er með 18 stig í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fimm minna en topplið Manchester City. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Sjá meira
Arteta hefur verið gagnrýndur fyrir að vera of varnarsinnaður í sinni nálgun. Það var hins vegar næstum búið að skila Arsenal titlinum á síðustu leiktíð og í vetur hefur Spánverjinn því haldið sig við það upplegg. „Af því Arteta starfaði með Pep Guardiola töldum við hann vera lærisvein Pep. Ef maður horfir þá tvo þjálfara sem hafa náð hvað mestum árangri á síðustu 10-15 árum þá er Guardiola og hans leikstíll á einum enda og svo erum við með José Mourinho á hinum endanum.“ „Mikel Arteta er hægt og rólega að breytast í Mourinho-týpu af þjálfara. Eitthvað sem engin taldi að myndi gerast. Mér finnst virkilega áhugavert að skoða hvernig hann komst þangað.“ „Við sjáum um helgina að Arsenal er 2-1 yfir gegn Liverpool og að pressa ofarlega á vellinum. Arsenal er að spila virkilega vel í síðari hálfleik fellur liðið til baka. Ég veit að það vantaði lykilmenn í varnarlínuna vegna meiðsla en þeir eru enn með miðjuna og framlínuna sína.“ Aðspurður hvort hann telji það vera viljandi að Arsenal falli til baka til að verja fenginn hlut þá játti Carragher því. „Þetta kemur frá þjálfaranum og við sjáum þetta of oft,“ bætti Liverpool-maðurinn fyrrverandi við og nefndi leiki Arsenal gegn Bournemouth og Brighton & Hove Albion sem dæmi. "Mikel Arteta is slowly morphing into a Jose Mourinho type of manager" Do you agree with @Carra23? 🤔 pic.twitter.com/YWMiqPgSRZ— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 27, 2024 Arsenal hefur aðeins unnið tvo af síðustu fimm leikjum sínum og er með 18 stig í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fimm minna en topplið Manchester City.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Sjá meira