Erlendir fréttamiðlar hafa duglegir að segja frá því að Amorim vilji fara til United og að enska félagið sé þegar komið í viðræður við hann og Sporting.
Einn af þessum miðlum er The Athletic sem fór yfir stöðuna samkvæmt heimildum blaðamannsins David Ornstein.
Samkvæmt upplýsingum hans er Manchester United tilbúið að kaupa upp samning Ruben Amorim hjá Sportung Lissabon en það mun kosta félagið tíu milljónir evra eða einn og hálfan milljarð króna.
Þetta er líka spurning um það hvenær Amorim komi á Old Trafford og hvort að Ruud van Nistelrooy stýri liðinu í einhvern tíma.
Undir stjórn Amorim þá er Sporting búið að vinna fyrstu níu leiki sína í portúgölsku deildinni með markatölunni 30-2.
Amorim er bara 39 ára gamall en hefur þegar gert Sporting tvisvar sinnum að portúgölskum meisturum þar á meðal á síðasta tímabili.