Hrokinn varð honum að falli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2024 12:03 Tyrique Stevenson stríðir hér stuningsmönnum Washington Commanders en örskömmu síðar hafði hann klúðrað leiknum fyrir Chicago Bears. Getty/Scott Taetsch Þeir sem trúa ekki á karma ættu kannski að horfa á kraftaverkasnertimarkið í NFL deildinni um helgina. Washington Commanders vann þá ótrúlegan endurkomusigur á Chicago Bears. Liðið tryggði sér sigur þegar öll von virtist úti en leikstjórnandinn Jayden Daniels henti boltanum þá heila 52 jarda og inn í markið. Leiktíminn var að renna út en eini möguleikinn var að láta vaða og vona það besta. Það ótrúlega gerðist eins og sjá má og heyra í magnaðri lýsingu Henry Birgis Gunnarssonar hér fyrir neðan. Varnarmaður Bears gerði þau mistök að slá í boltann en við það misstu liðsfélagarnir af honum og boltinn datt í hendurnar á Washington manninum Noah Brown í endamarkinu. Hann hafði laumað sér aftur fyrir þá og vonast til þess að boltinn kæmi þangað. Það gerðist og Washington fagnaði sigri. Annað sjónarhorn á þetta sigursnertimark fór síðar á mikið flug á netmiðlum. Þetta verður örugglega erfið vika fyrir einn leikmann Chicago Bears. Tyrique Stevenson, varnarmaður Chicago Bears, var svo fullviss um sigurinn nokkrum sekúndum fyrir leikslok að hann fór að kynda og stríða svekktum stuðningsmönnum Washington Commanders. Stevenson missti einbeitinguna en áttaði sig síðan á því að boltinn var að koma. Hann hljóp á staðinn og sló í boltann. Það vildi ekki betur en að hann sló hann til leikmanns Commanders. Það var því hans klaufaskapur (og hroki) sem sá til þess að Chicago Bears tapaði þessum leik. Hitt sjónarhornið má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Jomboy Media (@jomboymedia) NFL Mest lesið Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Íslenski boltinn Lærisveinar Solskjær úr leik Fótbolti „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Körfubolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ Körfubolti „Sem betur fer spilum við innanhúss” Körfubolti Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Dagur og lærisveinar hans í úrslit Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Leikmaður Ravens sakaður um óviðeigandi hegðun Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Oggi snýr aftur heim Átján ára lést í fögnuði eftir sigur Eagles Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Willum sagður ætla að bjóða sig fram til formanns ÍSÍ Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Neymar ætlar sér að koma aftur til Evrópu eftir Santos ævintýrið Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Sjá meira
Washington Commanders vann þá ótrúlegan endurkomusigur á Chicago Bears. Liðið tryggði sér sigur þegar öll von virtist úti en leikstjórnandinn Jayden Daniels henti boltanum þá heila 52 jarda og inn í markið. Leiktíminn var að renna út en eini möguleikinn var að láta vaða og vona það besta. Það ótrúlega gerðist eins og sjá má og heyra í magnaðri lýsingu Henry Birgis Gunnarssonar hér fyrir neðan. Varnarmaður Bears gerði þau mistök að slá í boltann en við það misstu liðsfélagarnir af honum og boltinn datt í hendurnar á Washington manninum Noah Brown í endamarkinu. Hann hafði laumað sér aftur fyrir þá og vonast til þess að boltinn kæmi þangað. Það gerðist og Washington fagnaði sigri. Annað sjónarhorn á þetta sigursnertimark fór síðar á mikið flug á netmiðlum. Þetta verður örugglega erfið vika fyrir einn leikmann Chicago Bears. Tyrique Stevenson, varnarmaður Chicago Bears, var svo fullviss um sigurinn nokkrum sekúndum fyrir leikslok að hann fór að kynda og stríða svekktum stuðningsmönnum Washington Commanders. Stevenson missti einbeitinguna en áttaði sig síðan á því að boltinn var að koma. Hann hljóp á staðinn og sló í boltann. Það vildi ekki betur en að hann sló hann til leikmanns Commanders. Það var því hans klaufaskapur (og hroki) sem sá til þess að Chicago Bears tapaði þessum leik. Hitt sjónarhornið má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Jomboy Media (@jomboymedia)
NFL Mest lesið Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Íslenski boltinn Lærisveinar Solskjær úr leik Fótbolti „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Körfubolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ Körfubolti „Sem betur fer spilum við innanhúss” Körfubolti Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Dagur og lærisveinar hans í úrslit Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Leikmaður Ravens sakaður um óviðeigandi hegðun Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Oggi snýr aftur heim Átján ára lést í fögnuði eftir sigur Eagles Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Willum sagður ætla að bjóða sig fram til formanns ÍSÍ Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Neymar ætlar sér að koma aftur til Evrópu eftir Santos ævintýrið Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Körfubolti
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Körfubolti