Segir lífsgæði að veði ef landamærin eru ekki tryggð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 29. október 2024 11:22 Mette Frederiksen, Bjarni Benediktsson og Volodýmýr Selenskíj á blaðamannafundi á Þingvöllum í gærkvöldi. Forsætisráðherrarnir funduðu aftur í morgun. Vísir/Vilhelm Landamærin, skipulögð brotastarfsemi, hælisleitendakerfið og öryggi í Evrópu var meðal þess sem var til umræðu á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í tengslum við Norðurlandaráðsþingið. Forsætisráðherra Íslands segir lífsgæðin sem búið er að byggja upp að veði. Forsætisráðherrar Norðurlandanna áttu í gær fund á Þingvöllum ásamt Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í tilefni Norðurlandaráðsþings sem fer fram í Reykjavík í vikunni. Fundur Norðurlandaráðs hefst í dag og forsætisráðherrarnir funduðu aftur í morgun. Þar var til að mynda rætt hvernig gera ætti svæðið samþættara og hvernig styðja eigi við efnahagslífið. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir aðrar sameiginlegar áskoranir hafa komið til umræðu, sér í lagi landamærin og hælisleitendakerfið. Ræddu brottfararbúðir utan landsteinanna „Ef okkur mistekst við að taka almennielga stjórn á landamærunum. Ef okkur mistekst í stríðinu við alþjóðlega glæpastarfsemi og ef okkur tekst ekki að byggja upp skilvirkt kerfi í hælisleitendamálum þá eru það lífsgæðin sem við höfum bygtt upp og eru í raun og veru einkennandi fyrir Norðurlöndin öll sem eru að veði,“ segir Bjarni. „Öll Evrópa er farin að ræða þetta. Í Bretlandi hafa menn verið með hugmyndir um að koma jafnvel upp svona brottfararbúðum - jafnvel utan landsteinanna og nú er farið að ræða þetta af fullri alvöru bæði á þessum vettvangi og eins hjá Evrópusambandinu að það verði ekki við það búið að þeir sem hafa ekki rétt til að vera innan landamæranna geri það engu að síður.“ Búðir sem þær sem Bjarni nefnir hafa verið harðlega gagnrýndar og bæði flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðið mótmælt þeim við bresk stjórnvöld. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur þá verið mjög uggandi yfir áformunum. Öryggi í Úkraínu Landamæra-, og hælisleitendamál voru ekki ein til umræðu heldur einnig öryggismál í Evrópu, sérstaklega í tengslum við Úkraínu. „Þetta var mikilvægur og góður fundur með forseta Úkarínu. Þetta er í fjórða sinn sem við hittumst, Norðurlönd og Úkraína, og það byggir upp traust og gerir það að verkum að við getum farið dýpra inn í samtalið um hvað er að gerast í Úkraínu,“ segir Jonas Störe, forsætisráðherra Noregs. „Hvernig getum við hjálpað og hvaða þýðingu hefur það fyrir NATO, fyrir Úkraínu og fyrir ástandið í Evrópu, og líka hvernig við getum verið nákvæm um það að veita Úkraínu þá aðstoð sem Úkraína þarf mest á að halda.“ Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Hælisleitendur Landamæri Tengdar fréttir Myndband: Ávarp Selenskíjs Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, ávarpaði þing Norðurlandaráðs, í Smiðju Alþingis klukkan 10:40. Ávarpið má sjá hér á Vísi. 29. október 2024 10:29 Selenskíj og Halla ræða saman á Bessastöðum Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. 29. október 2024 09:06 Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Fleiri fréttir Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Sjá meira
Forsætisráðherrar Norðurlandanna áttu í gær fund á Þingvöllum ásamt Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í tilefni Norðurlandaráðsþings sem fer fram í Reykjavík í vikunni. Fundur Norðurlandaráðs hefst í dag og forsætisráðherrarnir funduðu aftur í morgun. Þar var til að mynda rætt hvernig gera ætti svæðið samþættara og hvernig styðja eigi við efnahagslífið. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir aðrar sameiginlegar áskoranir hafa komið til umræðu, sér í lagi landamærin og hælisleitendakerfið. Ræddu brottfararbúðir utan landsteinanna „Ef okkur mistekst við að taka almennielga stjórn á landamærunum. Ef okkur mistekst í stríðinu við alþjóðlega glæpastarfsemi og ef okkur tekst ekki að byggja upp skilvirkt kerfi í hælisleitendamálum þá eru það lífsgæðin sem við höfum bygtt upp og eru í raun og veru einkennandi fyrir Norðurlöndin öll sem eru að veði,“ segir Bjarni. „Öll Evrópa er farin að ræða þetta. Í Bretlandi hafa menn verið með hugmyndir um að koma jafnvel upp svona brottfararbúðum - jafnvel utan landsteinanna og nú er farið að ræða þetta af fullri alvöru bæði á þessum vettvangi og eins hjá Evrópusambandinu að það verði ekki við það búið að þeir sem hafa ekki rétt til að vera innan landamæranna geri það engu að síður.“ Búðir sem þær sem Bjarni nefnir hafa verið harðlega gagnrýndar og bæði flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðið mótmælt þeim við bresk stjórnvöld. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur þá verið mjög uggandi yfir áformunum. Öryggi í Úkraínu Landamæra-, og hælisleitendamál voru ekki ein til umræðu heldur einnig öryggismál í Evrópu, sérstaklega í tengslum við Úkraínu. „Þetta var mikilvægur og góður fundur með forseta Úkarínu. Þetta er í fjórða sinn sem við hittumst, Norðurlönd og Úkraína, og það byggir upp traust og gerir það að verkum að við getum farið dýpra inn í samtalið um hvað er að gerast í Úkraínu,“ segir Jonas Störe, forsætisráðherra Noregs. „Hvernig getum við hjálpað og hvaða þýðingu hefur það fyrir NATO, fyrir Úkraínu og fyrir ástandið í Evrópu, og líka hvernig við getum verið nákvæm um það að veita Úkraínu þá aðstoð sem Úkraína þarf mest á að halda.“
Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Hælisleitendur Landamæri Tengdar fréttir Myndband: Ávarp Selenskíjs Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, ávarpaði þing Norðurlandaráðs, í Smiðju Alþingis klukkan 10:40. Ávarpið má sjá hér á Vísi. 29. október 2024 10:29 Selenskíj og Halla ræða saman á Bessastöðum Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. 29. október 2024 09:06 Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Fleiri fréttir Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Sjá meira
Myndband: Ávarp Selenskíjs Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, ávarpaði þing Norðurlandaráðs, í Smiðju Alþingis klukkan 10:40. Ávarpið má sjá hér á Vísi. 29. október 2024 10:29
Selenskíj og Halla ræða saman á Bessastöðum Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. 29. október 2024 09:06
Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18