„Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. október 2024 13:32 Vinstri græn og Píratar gætu þurrkast út af Alþingi verði niðurstaða nýrrar könnunar að veruleika. Svandís Svavarsdóttir formaður VG segir mikilvægt að hugfallast ekki. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir oddviti Pírata í Kraganum segist taka niðurstöðuna alvarlega. Vísir Formaður Vinstri grænna segir að mikilvægt að láta ekki hugfallast yfir gengi flokksins í skoðanakönnunum. Í nýrri könnun Maskínu er flokkurinn á útleið af þingi. Fylgi Pírata hrynur milli kannanna og mælist nú 4,5 prósent á landsvísu. Oddviti þeirra í Kraganum segir það alvarlegt en kosningabaráttan sé rétt að hefjast Þrátt fyrir að Vinstri græn hafi kynnt framboðslista í öllum kjördæmum fyrir komandi alþingiskosningar er það ekki að hafa jákvæð áhrif á fylgi flokksins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Maskínu sem var birt í gær. Þar mælist fylgið 3,8 prósent á landsvísu og dalar milli kannanna. Erindið er algjörlega skýrt Svandís Svavarsdóttir hvetur félaga sína í Vinstri grænum. „Ég held að skipti máli á þessum tímapunkti að láta ekki hugfallast. Við erum í raun að sjá alla listanna raðast upp og ekki allir flokkar búnir að birta alla lista. Við erum að sjá kosningaáherslur verða til. Við sjáum að myndin er ekki alveg skýr af hinu pólitíska landslagi. Við í VG erum mjög ánægð með okkar lista. Þeir eru blanda af reynslu og nýju fólki. Erindið er algjörlega skýrt, við höfum ákveðna sérstöðu í íslenskri pólitík sem við teljum mikilvægt að tala fyrir,“ segir Svandís. Sérstaðan VG sé áhersla á kvenfrelsi, náttúruvernd, mikilvægi þess að almannaþjónusta sé á forsendum almennings, verðbólga og vextir. Aðspurð hvort Græningjar, takist þeim að bjóða fram, muni hafa áhrif á fylgi VG í komandi alþingiskosningum svarar Svandís: „Ég tel að við í Vinstri grænum séum afar vel mönnuð í grænu pólitíkinni og hvernig við tvinnum hana saman við félagslegt réttlæti og jöfnuð.“ Svandís ekki á þingi samkvæmt könnun Maskínu Svandís er oddviti VG í Reykjavík Suður og Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður í öðru sæti en þar mælist fylgi flokksins einungis 3,5 prósent samkvæmt könnun Maskínu og fengi engan mann á þing. Svandís segir of snemmt að draga ályktanir af stöðu einstakra kjördæma í könnuninni. „Það eru lágar tölur bak við þetta og ég held að við eigum ekki að draga of miklar ályktanir þegar könnunin er skipti upp í kjördæmi. Okkur er hins vegar alveg ljóst að vera okkar í ríkisstjórn hefur auðvitað haft mikil áhrif á fylgi okkar og þann trúverðugleika sem við byggjum á. Þetta er viðfangsefnið fram undan,“ segir hún. Píratar taki niðurstöðuna alvarlega Verði niðurstaða síðustu könnunar Maskínu að veruleika eru Píratar líka að mestu að detta út af þingi en þeir mælast með 4,5 prósent á landsvísu en voru með 6,8 prósent í síðustu könnun. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er oddviti Pírata í Kraganum. „Við tökum þessa niðurstöðu mjög alvarlega og stefnum miklu hærra. Við erum með úrvalslið frambjóðenda sem verða kynntir í dag og á morgun. Mikilvæg stefnumál sem eiga fullt erindi við kjósendur og verða kynnt síðar í vikunni. Kosningabaráttan er rétt að byrja þannig að við horfum bjartsýnum augum til kosninga,“ segir Þórhildur Sunna. Eigum áfram erindi Hún telur að Píratar hafi verið einn öflugasti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi síðustu ár og eigi mikið inni. „Píratar hafa tekið hlutverki sínu í stjórnarandstöðunni mjög alvarlega. Við höfum veitt ríkisstjórninni virkt aðhald alla okkar tíð á þingi. Á síðasta kjörtímabili höfum við bent á aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóðarmorðinu á Gaza, algjöru metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum ásamt því að taka baráttu fyrir mannréttindum sem aðrir flokkar virðast hættir afskiptum af. Þá höfum við kafað ofan í hvert spillingarmáli ríkisstjórnarinnar á fætur öðru. Við birtum Lindarhvolsskýrsluna og krufðum Íslandsbankasöluna og sendiherraskipan Bjarna Benediktssonar svo fátt eitt sé nefnt. Það er ekki alltaf vinsælt en við gerum það vegna þess að við stöndum með hagsmunum almennings og tökum hlutverk okkar alvarlega. Við eigum svo sannarlega erindi áfram á þingi,“ segir Þórhildur Sunna. Vinstri græn Píratar Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira
Þrátt fyrir að Vinstri græn hafi kynnt framboðslista í öllum kjördæmum fyrir komandi alþingiskosningar er það ekki að hafa jákvæð áhrif á fylgi flokksins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Maskínu sem var birt í gær. Þar mælist fylgið 3,8 prósent á landsvísu og dalar milli kannanna. Erindið er algjörlega skýrt Svandís Svavarsdóttir hvetur félaga sína í Vinstri grænum. „Ég held að skipti máli á þessum tímapunkti að láta ekki hugfallast. Við erum í raun að sjá alla listanna raðast upp og ekki allir flokkar búnir að birta alla lista. Við erum að sjá kosningaáherslur verða til. Við sjáum að myndin er ekki alveg skýr af hinu pólitíska landslagi. Við í VG erum mjög ánægð með okkar lista. Þeir eru blanda af reynslu og nýju fólki. Erindið er algjörlega skýrt, við höfum ákveðna sérstöðu í íslenskri pólitík sem við teljum mikilvægt að tala fyrir,“ segir Svandís. Sérstaðan VG sé áhersla á kvenfrelsi, náttúruvernd, mikilvægi þess að almannaþjónusta sé á forsendum almennings, verðbólga og vextir. Aðspurð hvort Græningjar, takist þeim að bjóða fram, muni hafa áhrif á fylgi VG í komandi alþingiskosningum svarar Svandís: „Ég tel að við í Vinstri grænum séum afar vel mönnuð í grænu pólitíkinni og hvernig við tvinnum hana saman við félagslegt réttlæti og jöfnuð.“ Svandís ekki á þingi samkvæmt könnun Maskínu Svandís er oddviti VG í Reykjavík Suður og Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður í öðru sæti en þar mælist fylgi flokksins einungis 3,5 prósent samkvæmt könnun Maskínu og fengi engan mann á þing. Svandís segir of snemmt að draga ályktanir af stöðu einstakra kjördæma í könnuninni. „Það eru lágar tölur bak við þetta og ég held að við eigum ekki að draga of miklar ályktanir þegar könnunin er skipti upp í kjördæmi. Okkur er hins vegar alveg ljóst að vera okkar í ríkisstjórn hefur auðvitað haft mikil áhrif á fylgi okkar og þann trúverðugleika sem við byggjum á. Þetta er viðfangsefnið fram undan,“ segir hún. Píratar taki niðurstöðuna alvarlega Verði niðurstaða síðustu könnunar Maskínu að veruleika eru Píratar líka að mestu að detta út af þingi en þeir mælast með 4,5 prósent á landsvísu en voru með 6,8 prósent í síðustu könnun. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er oddviti Pírata í Kraganum. „Við tökum þessa niðurstöðu mjög alvarlega og stefnum miklu hærra. Við erum með úrvalslið frambjóðenda sem verða kynntir í dag og á morgun. Mikilvæg stefnumál sem eiga fullt erindi við kjósendur og verða kynnt síðar í vikunni. Kosningabaráttan er rétt að byrja þannig að við horfum bjartsýnum augum til kosninga,“ segir Þórhildur Sunna. Eigum áfram erindi Hún telur að Píratar hafi verið einn öflugasti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi síðustu ár og eigi mikið inni. „Píratar hafa tekið hlutverki sínu í stjórnarandstöðunni mjög alvarlega. Við höfum veitt ríkisstjórninni virkt aðhald alla okkar tíð á þingi. Á síðasta kjörtímabili höfum við bent á aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóðarmorðinu á Gaza, algjöru metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum ásamt því að taka baráttu fyrir mannréttindum sem aðrir flokkar virðast hættir afskiptum af. Þá höfum við kafað ofan í hvert spillingarmáli ríkisstjórnarinnar á fætur öðru. Við birtum Lindarhvolsskýrsluna og krufðum Íslandsbankasöluna og sendiherraskipan Bjarna Benediktssonar svo fátt eitt sé nefnt. Það er ekki alltaf vinsælt en við gerum það vegna þess að við stöndum með hagsmunum almennings og tökum hlutverk okkar alvarlega. Við eigum svo sannarlega erindi áfram á þingi,“ segir Þórhildur Sunna.
Vinstri græn Píratar Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira