Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Sindri Sverrisson skrifar 30. október 2024 13:02 Nikolaj Hansen þurfti að fjarlægja logandi blys af gervigrasinu í Víkinni. Nóttina fyrir leik voru mörg bretti máluð í Breiðablikslitum af óprúttnum aðila. Óspektir stuðningsmanna á úrslitaleik Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta eru komnar inn á borð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Víkingar kalla einnig eftir refsingu vegna skemmdarverka í skjóli nætur fyrir leik en ólíklegt mun vera að nefndin refsi Blikum vegna þeirra. Nóttina fyrir úrslitaleikinn komst óprúttinn aðili inn á Víkingssvæði, vopnaður málningarrúllu og grænni málningu í anda Breiðabliks. Samkvæmt frétt Fótbolta.net málaði hann um 250-300 bretti í grænum lit, af um 2.000 brettum sem komið var upp sérstaklega vegna leiksins til að sem flestir áhorfendur gætu orðið vitni að sögulegri stund. Í frétt Fótbolta.net var því jafnframt haldið fram að Víkingar ætluðu að kæra Breiðablik vegna málsins, og að tjónið næmi einni og hálfri milljón. Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, segir í samtali við Vísi í dag að enn standi til að leita til KSÍ vegna málsins. Tjónið vegna brettanna sé minna en óttast var en að málning hafi einnig farið á stóra auglýsingaseglborða sem hver um sig kosti 70-80 þúsund krónur í framleiðslu. „Þetta var tilkynnt til lögreglu og mér finnst mikilvægt að menn komist ekki upp með þetta. Það verða að vera einhver viðurlög, annars endar þetta bara í einhverri vitleysu,“ segir Haraldur við Vísi. Blysi kastað inn á völlinn Það á eftir að skýrast hvað lögregla aðhefst vegna málsins en samkvæmt upplýsingum Vísis er aftur á móti afar ólíklegt að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ refsi Breiðabliki vegna skemmdarverkanna. Þau voru unnin langt utan þess tímaramma sem alla jafna er miðað við varðandi mögulegar refsingar félaga vegna óláta stuðningsmanna á leikjum. Þó mun vera minnst á skemmdarverkin í langri atvikalýsingu eftirlitsmanns KSÍ þar sem önnur ólæti, á meðan á leik stóð, eru rakin. Þar mun meðal annars vera horft til þess að stuðningsmenn beggja liða kveiktu á blysum. Í eitt skiptið, eftir þriðja og síðasta mark Blika í 3-0 sigrinum sem tryggði þeim titilinn, þurfti Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, að fjarlægja logandi blys af gervigrasvellinum eins og sjá má hér að neðan. Klippa: Nikolaj fjarlægði blys af vellinum Aga- og úrskurðarnefnd gefur væntanlega bæði Víkingi og Breiðabliki færi á að segja sína hlið áður en hún fundar næsta þriðjudag, þar sem úrskurðar má vænta. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Nóttina fyrir úrslitaleikinn komst óprúttinn aðili inn á Víkingssvæði, vopnaður málningarrúllu og grænni málningu í anda Breiðabliks. Samkvæmt frétt Fótbolta.net málaði hann um 250-300 bretti í grænum lit, af um 2.000 brettum sem komið var upp sérstaklega vegna leiksins til að sem flestir áhorfendur gætu orðið vitni að sögulegri stund. Í frétt Fótbolta.net var því jafnframt haldið fram að Víkingar ætluðu að kæra Breiðablik vegna málsins, og að tjónið næmi einni og hálfri milljón. Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, segir í samtali við Vísi í dag að enn standi til að leita til KSÍ vegna málsins. Tjónið vegna brettanna sé minna en óttast var en að málning hafi einnig farið á stóra auglýsingaseglborða sem hver um sig kosti 70-80 þúsund krónur í framleiðslu. „Þetta var tilkynnt til lögreglu og mér finnst mikilvægt að menn komist ekki upp með þetta. Það verða að vera einhver viðurlög, annars endar þetta bara í einhverri vitleysu,“ segir Haraldur við Vísi. Blysi kastað inn á völlinn Það á eftir að skýrast hvað lögregla aðhefst vegna málsins en samkvæmt upplýsingum Vísis er aftur á móti afar ólíklegt að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ refsi Breiðabliki vegna skemmdarverkanna. Þau voru unnin langt utan þess tímaramma sem alla jafna er miðað við varðandi mögulegar refsingar félaga vegna óláta stuðningsmanna á leikjum. Þó mun vera minnst á skemmdarverkin í langri atvikalýsingu eftirlitsmanns KSÍ þar sem önnur ólæti, á meðan á leik stóð, eru rakin. Þar mun meðal annars vera horft til þess að stuðningsmenn beggja liða kveiktu á blysum. Í eitt skiptið, eftir þriðja og síðasta mark Blika í 3-0 sigrinum sem tryggði þeim titilinn, þurfti Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, að fjarlægja logandi blys af gervigrasvellinum eins og sjá má hér að neðan. Klippa: Nikolaj fjarlægði blys af vellinum Aga- og úrskurðarnefnd gefur væntanlega bæði Víkingi og Breiðabliki færi á að segja sína hlið áður en hún fundar næsta þriðjudag, þar sem úrskurðar má vænta.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira