„Gaman að fá að vera partur af stóru skrefi í íslenskri fótboltasögu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. október 2024 09:02 Glódís Perla Viggósdóttir fagnar hér sigri á þýska landsliðinu í sumar. Hún hefur átt marga stórleiki með Bayern München og íslenska landsliðinu á þessu ári. Getty/Hulda Margrét Glódís Perla Viggósdóttir segist vera stolt af því að vera valin besti miðvörður heims en að sama skapi ekki hrifin af einstaklingsverðlaunum í knattspyrnu. Fótbolti sé hópíþrótt. Landsliðsfyrirliðinn varð í 22. sæti í Ballon d'Or kjörinu á mánudagskvöldið. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenskur knattspyrnumaður er í kjörinu um besta knattspyrnumann heims. Engin miðvörður var ofar en hún á listanum og því er sú íslenska best í heiminum í sinni stöðu. Aitana Bonmatí, miðjumaður Spánar og Barcelona, hlaut Gullboltann kvennamegin og Spánverjinn Rodri, leikmaður Manchester City karlamegin. „Það er ótrúlega mikil heiður að vera tilnefnd til að byrja með og gaman að fá að vera partur af stóru skrefi í íslenskri fótboltasögu,“ segir Glódís í Sportpakkanum í gærkvöldi sem gat horft á athöfnina í Bandaríkjunum þar sem íslenska landsliðið var. Besta árið „Ég fylgdist með þessu í tölvunni. Við vorum að fara leggja af stað í ferðalag í Bandaríkjunum.“ Glódís Perla er bæði fyrirliði Þýskalandsmeistara Bayern München sem og fyrirliði íslenska landsliðsins. Íslensku stelpurnar voru í hópi fyrstu þjóða til að tryggja sér sæti á EM og unnu meðal annars stórsigur á Þýskalandi í sumar. Glódís Perla Viggósdóttir lyftir hér meistaraskildinum eftir sigur Bayern München í þýsku bundesligunni.Getty/Uwe Anspach „Ætli það sé ekki hægt að segja að árið hafi verið mitt besta ár og næsta ár verði enn betra og síðan áfram næstu ár.“ Íslenska landsliðið lék tvo vináttulandsleiki við Bandaríkin á dögunum og fóru þeir báðir 3-1 fyrir þær bandarísku. „Ég er gríðarlega stolt af því hvernig við tökum á þessum leikjum og náum í rauninni að gefa þeim virkilega góðan leik í báðum leikjunum. Eins og í seinni leiknum erum við með þetta svolítið í okkar höndum fram að 75. mínútu og svo eftir dómaramistök, að okkar mati, skora þær 1-0. En við látum þær ekkert vaða yfir okkur í leikjunum og það eru einkenni sem við verðum að hafa í okkar leik.“ Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn varð í 22. sæti í Ballon d'Or kjörinu á mánudagskvöldið. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenskur knattspyrnumaður er í kjörinu um besta knattspyrnumann heims. Engin miðvörður var ofar en hún á listanum og því er sú íslenska best í heiminum í sinni stöðu. Aitana Bonmatí, miðjumaður Spánar og Barcelona, hlaut Gullboltann kvennamegin og Spánverjinn Rodri, leikmaður Manchester City karlamegin. „Það er ótrúlega mikil heiður að vera tilnefnd til að byrja með og gaman að fá að vera partur af stóru skrefi í íslenskri fótboltasögu,“ segir Glódís í Sportpakkanum í gærkvöldi sem gat horft á athöfnina í Bandaríkjunum þar sem íslenska landsliðið var. Besta árið „Ég fylgdist með þessu í tölvunni. Við vorum að fara leggja af stað í ferðalag í Bandaríkjunum.“ Glódís Perla er bæði fyrirliði Þýskalandsmeistara Bayern München sem og fyrirliði íslenska landsliðsins. Íslensku stelpurnar voru í hópi fyrstu þjóða til að tryggja sér sæti á EM og unnu meðal annars stórsigur á Þýskalandi í sumar. Glódís Perla Viggósdóttir lyftir hér meistaraskildinum eftir sigur Bayern München í þýsku bundesligunni.Getty/Uwe Anspach „Ætli það sé ekki hægt að segja að árið hafi verið mitt besta ár og næsta ár verði enn betra og síðan áfram næstu ár.“ Íslenska landsliðið lék tvo vináttulandsleiki við Bandaríkin á dögunum og fóru þeir báðir 3-1 fyrir þær bandarísku. „Ég er gríðarlega stolt af því hvernig við tökum á þessum leikjum og náum í rauninni að gefa þeim virkilega góðan leik í báðum leikjunum. Eins og í seinni leiknum erum við með þetta svolítið í okkar höndum fram að 75. mínútu og svo eftir dómaramistök, að okkar mati, skora þær 1-0. En við látum þær ekkert vaða yfir okkur í leikjunum og það eru einkenni sem við verðum að hafa í okkar leik.“
Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Sjá meira