„Flokkarnir urðu skíthræddir“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. október 2024 19:56 Kikka Sigurðardóttir segir Græningja komna til að vera og að flokkurinn muni veita næstu ríkisstjórn mikilvægt aðhald í umhverfismálum. Græningjar eru hættir við að bjóða fram í alþingiskosningum 30. nóvember næstkomandi. Formaður flokksins segir innkomu Græningja hafa hrætt hina flokkana og haft áhrif á lista þeirra. Flokkurinn muni bjóða fram í næstu alþingiskosningum. Frestur til að skila inn framboðum vegna kosninga til Alþingis er til hádegis á morgun, fimmtudaginn 31. október 2024, og því enn tími til að safna meðmælum. Andrés Jónsson, almannatengill og hlaðvarpsstjórnandi, kastaði því hins vegar fram í Reykjavík síðdegis í dag að Græningjar hefðu ekki náð að safna nægilega mörgum meðmælum. Fréttastofa heyrði hljóðið í Kikku Sigurðardóttur, rithöfundi og formanni Græningja, til að athuga hver staðan væri hjá flokknum. „Við ákváðum bara að hætta en við vorum komin með eitthvað af meðmælum,“ sagði Kikka og bætti við „Það er bara ein og hálf vika síðan við héldum stofnfund.“ Umhverfissinnar skyndilega birst á listum „Við erum fyrst og fremst ánægð með áhrifin sem við höfðum á aðra flokka því þeir fóru strax í að raða umhverfissinnum á sína lista og við erum spennt að sjá hvað gerist. Hvort umhverfissmálin verði eitthvað rædd í þessari kosningabaráttu,“ hún einnig. „Við förum ekki fram núna og það er í fínu lagi. Við notum þá bara veturinn til að klára það sem við ætluðum að gera í vetur, sem er að stofna deildir um allt land og vera tilbúin fyrir næstu kosningar. Við vissum alveg í upphafi að þetta myndi ekki nást en ákváðum að skella okkur fram til að sjá viðbrögðin. Við höfum fengið rosagóð viðbrögð frá fólki og flokkarnir urðu skíthræddir.“ Og komin með þingmann. „Fyrir utan það náttúrulega.“ „Þau munu lofa öllu fögru en svo verður ekkert gert“ Voruð þið nálægt því að ná meðmælafjölda í einhverju kjördæmi? „Ég hef ekki kíkt á þetta í dag einu sinni, ég er búinn að vera svo upptekinn í dag að vinna upp það sem ég gerði ekki í vikunni. En örugglega í Norðvestur- og Norðaustur- vorum við nálægt því. En það er ekki aðalmálið, það er að við erum komin fram á sviðið og við verðum þar áfram. Við verðum aðhald fyrir þau stjórnvöld sem munu taka við. Við erum umhverfisflokkur númer 1, 2 og 3 og munum alltaf berjast fyrir náttúru Íslands, loftslagsvánni og að auðlindir verði í eigu þjóðarinnar. Það er enginn búinn að vera að hugsa um þetta síðustu sjö árin. Við erum nauðsynleg. Þó við komum ekki núna, munum við koma næst. Þau munu lofa öllu fögru en svo verður ekkert gert. Því miður.“ Alþingiskosningar 2024 Umhverfismál Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Frestur til að skila inn framboðum vegna kosninga til Alþingis er til hádegis á morgun, fimmtudaginn 31. október 2024, og því enn tími til að safna meðmælum. Andrés Jónsson, almannatengill og hlaðvarpsstjórnandi, kastaði því hins vegar fram í Reykjavík síðdegis í dag að Græningjar hefðu ekki náð að safna nægilega mörgum meðmælum. Fréttastofa heyrði hljóðið í Kikku Sigurðardóttur, rithöfundi og formanni Græningja, til að athuga hver staðan væri hjá flokknum. „Við ákváðum bara að hætta en við vorum komin með eitthvað af meðmælum,“ sagði Kikka og bætti við „Það er bara ein og hálf vika síðan við héldum stofnfund.“ Umhverfissinnar skyndilega birst á listum „Við erum fyrst og fremst ánægð með áhrifin sem við höfðum á aðra flokka því þeir fóru strax í að raða umhverfissinnum á sína lista og við erum spennt að sjá hvað gerist. Hvort umhverfissmálin verði eitthvað rædd í þessari kosningabaráttu,“ hún einnig. „Við förum ekki fram núna og það er í fínu lagi. Við notum þá bara veturinn til að klára það sem við ætluðum að gera í vetur, sem er að stofna deildir um allt land og vera tilbúin fyrir næstu kosningar. Við vissum alveg í upphafi að þetta myndi ekki nást en ákváðum að skella okkur fram til að sjá viðbrögðin. Við höfum fengið rosagóð viðbrögð frá fólki og flokkarnir urðu skíthræddir.“ Og komin með þingmann. „Fyrir utan það náttúrulega.“ „Þau munu lofa öllu fögru en svo verður ekkert gert“ Voruð þið nálægt því að ná meðmælafjölda í einhverju kjördæmi? „Ég hef ekki kíkt á þetta í dag einu sinni, ég er búinn að vera svo upptekinn í dag að vinna upp það sem ég gerði ekki í vikunni. En örugglega í Norðvestur- og Norðaustur- vorum við nálægt því. En það er ekki aðalmálið, það er að við erum komin fram á sviðið og við verðum þar áfram. Við verðum aðhald fyrir þau stjórnvöld sem munu taka við. Við erum umhverfisflokkur númer 1, 2 og 3 og munum alltaf berjast fyrir náttúru Íslands, loftslagsvánni og að auðlindir verði í eigu þjóðarinnar. Það er enginn búinn að vera að hugsa um þetta síðustu sjö árin. Við erum nauðsynleg. Þó við komum ekki núna, munum við koma næst. Þau munu lofa öllu fögru en svo verður ekkert gert. Því miður.“
Alþingiskosningar 2024 Umhverfismál Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira