Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2024 07:03 Ruud van Nistelrooy sá leikmenn Man United loks nýta færin. Eitthvað sem hann gerði vel sem leikmaður. Nathan Stirk/Getty Images „Ég verð að segja að við vorum með heppnina með okkur í liði á köflum,“ sagði Ruud van Nistelrooy, tímabundinn þjálfari Manchester United eftir 5-2 sigur liðsins á Leicester City í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins. Rauðu djöflarnir mæta Tottenham Hotpsur í 8-liða úrslitum. Nistelrooy stýrði liðinu í fyrsta sinn eftir að samlandi hans Erik ten Hag var látinn taka poka sinn. Rúben Amorim er sagður vera hvað líklegastur til að taka við af Ten Hag en hvenær nákvæmlega er ekki vitað. Þangað til stýrir Nistelrooy skútunni. „Ég er mjög glaður fyrir hönd Casemiro, Alejandro Garnacho og Bruno Fernandes,“ bætti Nistelrooy við en þeir skoruðu mörk liðsins í gærkvöldi. „Ég gæti ekki beðið um meira. Casemiro, hvernig hann hefur verið á æfingum og hjálpað liðinu. Hann er mikil fyrirmynd og við erum ánægður með að hafa hann í okkar liði. Honum var nánast kennt um tapið gegn Liverpool, það er bæði óréttlátt og ósatt. Hann er fyrirmyndfyrir okkur, hluti af fagnaðarlátum mínum var beint til hans.“ „Ég hafði ekki áhyggjur af Bruno, ég sé hann á æfingum alla daga. Ég sé hversu tilbúinn og viljugur hann er til að hjálpa liðinu. Hann er með mikið á sínum herðum. Hann ber ábyrgð á öllu í félaginu. Í dag var hann frjáls. Ég sagði honum að spila vel og njóta þess. Vonandi fáum við meira af því sama.“ „Fimm mörk en við sköpuðum einnig færi gegn West Ham United og Fenerbahce, þar nýttum við þá einfaldlega ekki. Allt í einu var heppnin með okkur í liði og það gerði þetta að frábæru kvöldi.“ „Það er alltaf markmiðið að bregðast við og sækja. Leikmennirnir brugðust við eftir mörk Leicester og spiluðu frábærlega, þeir eiga allt hrós skilið. Ég er glaður að áhorfendur fóru glaðir heim,“ sagði Ruud að lokum. Næsti leikur Man Utd er öllu erfiðari en liðið tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn kemur. Hér að neðan má sjá 8-liða úrslit enska deildarbikarsins: Tottenham - Man United Arsenal - Crystal Palace Newcastle United - Brentford Southampton - Liverpool Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Sjá meira
Nistelrooy stýrði liðinu í fyrsta sinn eftir að samlandi hans Erik ten Hag var látinn taka poka sinn. Rúben Amorim er sagður vera hvað líklegastur til að taka við af Ten Hag en hvenær nákvæmlega er ekki vitað. Þangað til stýrir Nistelrooy skútunni. „Ég er mjög glaður fyrir hönd Casemiro, Alejandro Garnacho og Bruno Fernandes,“ bætti Nistelrooy við en þeir skoruðu mörk liðsins í gærkvöldi. „Ég gæti ekki beðið um meira. Casemiro, hvernig hann hefur verið á æfingum og hjálpað liðinu. Hann er mikil fyrirmynd og við erum ánægður með að hafa hann í okkar liði. Honum var nánast kennt um tapið gegn Liverpool, það er bæði óréttlátt og ósatt. Hann er fyrirmyndfyrir okkur, hluti af fagnaðarlátum mínum var beint til hans.“ „Ég hafði ekki áhyggjur af Bruno, ég sé hann á æfingum alla daga. Ég sé hversu tilbúinn og viljugur hann er til að hjálpa liðinu. Hann er með mikið á sínum herðum. Hann ber ábyrgð á öllu í félaginu. Í dag var hann frjáls. Ég sagði honum að spila vel og njóta þess. Vonandi fáum við meira af því sama.“ „Fimm mörk en við sköpuðum einnig færi gegn West Ham United og Fenerbahce, þar nýttum við þá einfaldlega ekki. Allt í einu var heppnin með okkur í liði og það gerði þetta að frábæru kvöldi.“ „Það er alltaf markmiðið að bregðast við og sækja. Leikmennirnir brugðust við eftir mörk Leicester og spiluðu frábærlega, þeir eiga allt hrós skilið. Ég er glaður að áhorfendur fóru glaðir heim,“ sagði Ruud að lokum. Næsti leikur Man Utd er öllu erfiðari en liðið tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn kemur. Hér að neðan má sjá 8-liða úrslit enska deildarbikarsins: Tottenham - Man United Arsenal - Crystal Palace Newcastle United - Brentford Southampton - Liverpool
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Sjá meira