Jürgen Klopp: Ég vil ekki stíga á neinar tær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2024 10:32 Jürgen Klopp byrjar í nýja starfinu í janúar en hann segist elska öll gömlu félögin sín. Getty/ Bernd von Jutrczenka Jürgen Klopp hefur komið fram og varið þá ákvörðun sína að taka við starfi hjá Red Bull fótboltasamsteypunni. Hann hefur fengið hörð viðbrögð og mikla gagnrýni í heimalandi sínu ekki síst frá stuðningsmönnum hans gömlu félaga í heimalandinu, Mainz og Dortmund. Klopp verður yfirmaður fótboltamála hjá Red Bull en fyrirtækið á fótboltafélög út um allan heima, þar á meðal í bæði Þýskalandi og Austurríki. Hann hafði áður talað gegn því að sami aðili eigi mörg fótboltafélög. Það þykir því mörgum hann hafa verið að svíkja málstaðinn. Klopp hefur störf í janúar en þetta er hans fyrsta starf síðan að hann hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool síðasta vor. Hann var hjá Liverpool í níu ár. „Ég vil ekki stíga á neinar tær, alls ekki. Ég elska öll gömlu félögin mín,“ sagði Jürgen Klopp í viðtali í hlaðvarpsþætti Toni Kroos. ESPN segir frá. Klopp hélt því líka fram að það yrðu aldrei allir ánægðir sama hvert nýja starfið hans yrði. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég hefði getað gert til að gera alla ánægða,“ sagði Klopp. „Ég er 57 ára gamall og get því enn unnið í nokkur ár í viðbót. Ég sé mig samt ekki aftur á hliðarlínunni eins og staðan er núna. Það var samt alltaf á hreinu að ég ætlaði aldrei að gera ekki neitt,“ sagði Klopp. „Þegar möguleikinn á þessu starfi hjá Red Bull kom inn í myndina þá fannst mér það framúrskarandi kostur,“ sagði Klopp. Klopp segir nýja starfið fyrst og fremst snúast um ráðgjöf og að vinna með þjálfurunum liðanna sem spila undir Red Bull regnhlífinni. „Ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að þjálfarinn sé sá einmanalegasti hjá hverju félagi,“ sagði Klopp. Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira
Klopp verður yfirmaður fótboltamála hjá Red Bull en fyrirtækið á fótboltafélög út um allan heima, þar á meðal í bæði Þýskalandi og Austurríki. Hann hafði áður talað gegn því að sami aðili eigi mörg fótboltafélög. Það þykir því mörgum hann hafa verið að svíkja málstaðinn. Klopp hefur störf í janúar en þetta er hans fyrsta starf síðan að hann hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool síðasta vor. Hann var hjá Liverpool í níu ár. „Ég vil ekki stíga á neinar tær, alls ekki. Ég elska öll gömlu félögin mín,“ sagði Jürgen Klopp í viðtali í hlaðvarpsþætti Toni Kroos. ESPN segir frá. Klopp hélt því líka fram að það yrðu aldrei allir ánægðir sama hvert nýja starfið hans yrði. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég hefði getað gert til að gera alla ánægða,“ sagði Klopp. „Ég er 57 ára gamall og get því enn unnið í nokkur ár í viðbót. Ég sé mig samt ekki aftur á hliðarlínunni eins og staðan er núna. Það var samt alltaf á hreinu að ég ætlaði aldrei að gera ekki neitt,“ sagði Klopp. „Þegar möguleikinn á þessu starfi hjá Red Bull kom inn í myndina þá fannst mér það framúrskarandi kostur,“ sagði Klopp. Klopp segir nýja starfið fyrst og fremst snúast um ráðgjöf og að vinna með þjálfurunum liðanna sem spila undir Red Bull regnhlífinni. „Ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að þjálfarinn sé sá einmanalegasti hjá hverju félagi,“ sagði Klopp.
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira