„Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Smári Jökull Jónsson skrifar 31. október 2024 21:34 Ísak Wium er þjálfari ÍR í Bónus-deildinni. Vísir/Pawel Ísak Wium þjálfari ÍR sagði lengsta góða kafla liðsins í vetur ekki hafa dugað gegn Álftnesingum í kvöld. ÍR tapaði sínum fimmta leik í röð eftir skelfilegan fjórða leikhluta. „Ég get ekki alltaf mætt í viðtöl og sagt að þetta sé einn af þessum dögum. Mér fannst við fá fullt af opnum skotum í byrjun fjórða leikhluta. Oscar [Jörgensen] fær fjögur og með byssu á höfðinu á mér mætti hann taka öll þriggja stiga skot. Hann fær fjögur og klikkar á þeim öllum,“ sagði Ísak Wium þjálfari ÍR í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. ÍR hóf fjórða leikhluta með sjö stiga forskot en fljótlega kom áhlaup frá heimamönnum á meðan ekkert fór niður hjá ÍR. „Þeir skora hinu megin á móti og það datt svolítið botninn úr þessu sjálfstraustlega. Mér fannst við heilt yfir spila þrjá góða leikhluta en það eru alls konar litlir hlutir sem valda því að við vinnum ekki í kvöld. Það er kannski framför frá síðustu leikjum þegar var fullt af risastórum hlutum sem við höfum reynt að leysa og gert vel.“ ÍR skoraði 30 stig í öðrum leikhluta og 28 stig í þeim þriðja. Ísak var ánægður með sóknarleikinn á þessum kafla. „Sóknarlega vorum við ógeðslega góðir í tvo leikhluta, ógeðslega góðir. Boltahreyfingin til fyrirmyndar og svo hættir það og ég get ekki alveg sagt þér skýringuna á því. Ég tek tvö leikhlé og eina sem við tölum um eru ákveðnir hlutir sem við gerum en ganga samt ekki upp.“ ÍR hefur tapað öllum leikjum sínum í Bónus-deildinni á tímabilinu og Ísak viðurkenndi að það hefði áhrif á menn á ögurstundu í leiknum. „Hundrað prósent, maður finnur það bara sjálfur. Við höfum alveg sýnt rispur og þurfum að tengja þær saman. Við höfum aldrei átt séns á útivelli í vetur þannig að þetta er fyrsti útileikurinn og lengsti kaflinn sem við spilum vel. Það dugir ekki til og við þurfum að reyna að greina þær ástæður.“ Bónus-deild karla UMF Álftanes ÍR Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
„Ég get ekki alltaf mætt í viðtöl og sagt að þetta sé einn af þessum dögum. Mér fannst við fá fullt af opnum skotum í byrjun fjórða leikhluta. Oscar [Jörgensen] fær fjögur og með byssu á höfðinu á mér mætti hann taka öll þriggja stiga skot. Hann fær fjögur og klikkar á þeim öllum,“ sagði Ísak Wium þjálfari ÍR í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. ÍR hóf fjórða leikhluta með sjö stiga forskot en fljótlega kom áhlaup frá heimamönnum á meðan ekkert fór niður hjá ÍR. „Þeir skora hinu megin á móti og það datt svolítið botninn úr þessu sjálfstraustlega. Mér fannst við heilt yfir spila þrjá góða leikhluta en það eru alls konar litlir hlutir sem valda því að við vinnum ekki í kvöld. Það er kannski framför frá síðustu leikjum þegar var fullt af risastórum hlutum sem við höfum reynt að leysa og gert vel.“ ÍR skoraði 30 stig í öðrum leikhluta og 28 stig í þeim þriðja. Ísak var ánægður með sóknarleikinn á þessum kafla. „Sóknarlega vorum við ógeðslega góðir í tvo leikhluta, ógeðslega góðir. Boltahreyfingin til fyrirmyndar og svo hættir það og ég get ekki alveg sagt þér skýringuna á því. Ég tek tvö leikhlé og eina sem við tölum um eru ákveðnir hlutir sem við gerum en ganga samt ekki upp.“ ÍR hefur tapað öllum leikjum sínum í Bónus-deildinni á tímabilinu og Ísak viðurkenndi að það hefði áhrif á menn á ögurstundu í leiknum. „Hundrað prósent, maður finnur það bara sjálfur. Við höfum alveg sýnt rispur og þurfum að tengja þær saman. Við höfum aldrei átt séns á útivelli í vetur þannig að þetta er fyrsti útileikurinn og lengsti kaflinn sem við spilum vel. Það dugir ekki til og við þurfum að reyna að greina þær ástæður.“
Bónus-deild karla UMF Álftanes ÍR Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik