Baldur: Yrði hissa ef minn sjúkraþjálfari myndi fara í svona baráttu Andri Már Eggertsson skrifar 31. október 2024 22:11 Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með fimmta sigur liðsins Vísir/Jón Gautur Stjarnan vann sex stiga sigur gegn Grindavík 104-98. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með sigurinn en þótti það ansi sérstakt að sjúkraþjálfari Grindavíkur hafi tekið þátt í slagsmálum sem brutust út meðal leikmanna. „Við gerðum virkilega vel í þriðja leikhluta í þessum leik sem fór langt með sigurinn en Grindavík gerði vel í að koma til baka og voru góðir í fjórða leikhluta. En okkur tókst að halda þetta út og það var ánægjulegt að ná sigri,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson í viðtali eftir leik. Stjarnan var fjórum stigum yfir í hálfleik 52-48 og að mati Baldurs var lítill munur á liðunum í fyrstu tveimur leikhlutunum. „Í fyrri hálfleik var þetta bara barátta og liðin skiptust á körfum. Þeir voru að setja erfiða þrista ofan í sem þeir fengu ekki í seinni hálfleik. Við náðum öflugri vörn í þriðja leikhluta en í fjórða leikhluta var vörnin ekki góð.“ Stjarnan byrjaði síðari hálfleik á að gera sextán stig gegn aðeins þremur hjá Grindavík og Baldur var afar ánægður með hvernig hans lið byrjaði seinni hálfleikinn. „Varnarleikurinn var þéttari og þegar þeir sendu út í skot þá voru þau ekki að detta eins og í fyrri hálfleik. Við náðum nokkrum stoppum í röð og skoruðum líka. Í grunninn unnum við leikinn út af því við skoruðum 104 stig það var ekki út af varnarleiknum þar sem við fengum 98 stig á okkur.“ Það brutust út mikil læti í fjórða leikhluta þar sem það myndaðist mikill hiti á milli leikmanna Stjörnunnar og Grindavíkur. Baldri þótti það afar lélegt að sjúkraþjálfari Grindavíkur hafi farið inn í þvöguna og var að ýta við leikmönnum „Ég sá harða villu þar sem Björgvin Hafþór Ríkharðsson braut af sér og fylgdi eftir. Ég hefði viljað sjá ásetning þegar menn fara á eftir leikmönnum og það voru viðbrögð frá Hilmari Smára sem vildi verja sinn mann og þá fóru bæði lið að verja sína menn og það var einhver stemning þarna út í horni sem ég sá ekki neitt.“ „Eina sem mér fannst skrítið var að sjúkraþjálfarinn var mættur inn á völlinn í barning. Ég yrði mjög hissa ef minn sjúkraþjálfari væri kominn í baráttuna en það er mismunandi hvernig menn taka á þessum bransa,“ sagði Baldur Þór að lokum. Stjarnan Bónus-deild karla Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Sjá meira
„Við gerðum virkilega vel í þriðja leikhluta í þessum leik sem fór langt með sigurinn en Grindavík gerði vel í að koma til baka og voru góðir í fjórða leikhluta. En okkur tókst að halda þetta út og það var ánægjulegt að ná sigri,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson í viðtali eftir leik. Stjarnan var fjórum stigum yfir í hálfleik 52-48 og að mati Baldurs var lítill munur á liðunum í fyrstu tveimur leikhlutunum. „Í fyrri hálfleik var þetta bara barátta og liðin skiptust á körfum. Þeir voru að setja erfiða þrista ofan í sem þeir fengu ekki í seinni hálfleik. Við náðum öflugri vörn í þriðja leikhluta en í fjórða leikhluta var vörnin ekki góð.“ Stjarnan byrjaði síðari hálfleik á að gera sextán stig gegn aðeins þremur hjá Grindavík og Baldur var afar ánægður með hvernig hans lið byrjaði seinni hálfleikinn. „Varnarleikurinn var þéttari og þegar þeir sendu út í skot þá voru þau ekki að detta eins og í fyrri hálfleik. Við náðum nokkrum stoppum í röð og skoruðum líka. Í grunninn unnum við leikinn út af því við skoruðum 104 stig það var ekki út af varnarleiknum þar sem við fengum 98 stig á okkur.“ Það brutust út mikil læti í fjórða leikhluta þar sem það myndaðist mikill hiti á milli leikmanna Stjörnunnar og Grindavíkur. Baldri þótti það afar lélegt að sjúkraþjálfari Grindavíkur hafi farið inn í þvöguna og var að ýta við leikmönnum „Ég sá harða villu þar sem Björgvin Hafþór Ríkharðsson braut af sér og fylgdi eftir. Ég hefði viljað sjá ásetning þegar menn fara á eftir leikmönnum og það voru viðbrögð frá Hilmari Smára sem vildi verja sinn mann og þá fóru bæði lið að verja sína menn og það var einhver stemning þarna út í horni sem ég sá ekki neitt.“ „Eina sem mér fannst skrítið var að sjúkraþjálfarinn var mættur inn á völlinn í barning. Ég yrði mjög hissa ef minn sjúkraþjálfari væri kominn í baráttuna en það er mismunandi hvernig menn taka á þessum bransa,“ sagði Baldur Þór að lokum.
Stjarnan Bónus-deild karla Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Sjá meira