„Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2024 11:31 Guðrún og Sæmundur komu að syni sínum látnum. Magnús Andri fell frá langt fyrir aldur fram vegna fíknar. Hann kemur frá góðu heimili og átti framtíðina fyrir sér en um er að ræða sjúkdóm sem erfitt er að ráða við. Foreldrar hans vilja að brugðist sé betur við þessum hópi en rætt var við þau í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni. Þau Sæmundur St. Magnússon og Guðrún Katrín Sandholt kynntust í námi á Bifröst árið 2001. „Ég kem sem sagt með barn inn í sambandið en síðan árið 2003 fæðist Magnús Andri og síðan árið 2006 María Margrét,“ segir Guðrún en fjölskyldan flytur því næst í Mosfellsbæinn og þá næst upp á Akranes þar sem þau bjuggu í tólf ár. Þar gekk fjölskyldulífið vel, allt snerist um skólann, vini og íþróttir og öllum gekk vel og leið vel. „Svo líða árin og síðasta ár var mjög erfitt fyrir okkur fjölskylduna en Magnús Andri lést úr ofskömmtun,“ segir Sæmundur en fráfall hans gerðist hratt þó svo að vandamálið eigi sér mögulega lengri sögu. „Við tökum eftir að það er eitthvað í gangi þegar hann er fjórtán eða fimmtán ára. Þá kemur í ljós að hann er byrjaður að fikta við grasneyslu. Við ákváðum að flytja með hann í bæinn þar sem við héldum að hann væri í slæmum félagsskap. En hann var í raun svolítið frakkur og það var í raun hann sem var slæmi félagsskapurinn. Við héldum að þetta myndi lagast hér í bænum. Hann fer í Iðnskólinn í húsasmíði og var þar í eina önn, var ekki alveg að fíla þetta svo að hann fer í Borgarholtsskóla og er þar í eina önn og svo fer hann að vinna. Hann var hörkuduglegur og sá alltaf um sig sjálfur fjárhagslega,“ segir Guðrún. „Hann var duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan,“ segir Sæmundur. Magnús var glaður ungur drengur. Foreldrarnir taka eftir því þegar Magnús er um átján ára að það er einhver meiri neysla í gangi. Og neyslan náði honum strax. „Hann sagði það við okkur sjálfur,“ segir Guðrún en fljótlega var hann kominn í harðari efni. „Stuttu áður en hann lést var honum vísað af fíknigeðdeild og ég hafði samband við lögfræðing um að svifta hann sjálfræði og láta setja hann inn. En þó sviptum sjálfræði færi í gegn þá var ekkert vistunarúrræði. Það hefði því ekki breytt einu eða neinu,“ segir Sæmundur. Var ekki nægilega geðveikur „Ég vann í raun mjög lítið alveg síðustu tvö árin,“ segir Guðrún en þau hjónin gáfust aldrei upp á drengnum. Aðalumræðan á heimilinu hafi alltaf verið hvernig hægt væri að bjarga stráknum. „Ég hringdi á hverjum einasta degi í þrjá mánuði og talaði inn á símsvara á Hlaðgerðarkoti og gaf upp nafn hans og kennitölu til að reyna koma honum þar inn,“ segir Guðrún en þau fengu oft ráðleggingar að loka á hann en það var aldrei inni í myndinni. En svona voru síðustu dagar hans. „Í janúar átti hann pantað sjálfviljugur í meðferð, hann vildi fara og vildi snúa við blaðinu. Hann fer inn á fíknigeðdeild og er þar í tvær vikur og í kjölfarið fær hann strax inn á Vog. Fer þar út samdægurs beint inn á fíknigeðdeild aftur og þar er honum vísað út eftir nokkra daga og hann var rosalega ósáttur við það, hann vildi vera inni. Hann treysti sér ekki heim, hann var í það rosalegum fráhvörfum. Hann fékk að vera nokkra daga í viðbót, ég barðist fyrir því. Hann var ekki nægilega geðveikur til að vera þarna inni. Hann fer heim á mánudegi og byrjar að stunda fundi og fær sponsor. Hann var í raun rosalega ánægður miðað við allt og hann vildi virkilega, þó maður hafi séð hvað þetta var ógeðslega erfitt fyrir hann,“ segir móðir hans. „En svo gerist eitthvað þennan laugardag og við finnum hann á sunnudeginum, viku eftir að hann kemur út,“ segir Sæmundur og heldur áfram. „Það er ekki hægt að lýsa því að koma að syni sínum látnum. Ef einhver hugsar að það sé erfitt þá getur hann margfaldað það með svona hundrað milljónum og þá getur maður kannski ímyndað sér hvernig það er.“ Þau vilja ekki að aðrir foreldrar lendi í sömu stöðu. Styrktartónleikar til minningar um Magnús voru haldnir í Langholtskirkju í gær. Ísland í dag Fíkn Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Foreldrar hans vilja að brugðist sé betur við þessum hópi en rætt var við þau í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni. Þau Sæmundur St. Magnússon og Guðrún Katrín Sandholt kynntust í námi á Bifröst árið 2001. „Ég kem sem sagt með barn inn í sambandið en síðan árið 2003 fæðist Magnús Andri og síðan árið 2006 María Margrét,“ segir Guðrún en fjölskyldan flytur því næst í Mosfellsbæinn og þá næst upp á Akranes þar sem þau bjuggu í tólf ár. Þar gekk fjölskyldulífið vel, allt snerist um skólann, vini og íþróttir og öllum gekk vel og leið vel. „Svo líða árin og síðasta ár var mjög erfitt fyrir okkur fjölskylduna en Magnús Andri lést úr ofskömmtun,“ segir Sæmundur en fráfall hans gerðist hratt þó svo að vandamálið eigi sér mögulega lengri sögu. „Við tökum eftir að það er eitthvað í gangi þegar hann er fjórtán eða fimmtán ára. Þá kemur í ljós að hann er byrjaður að fikta við grasneyslu. Við ákváðum að flytja með hann í bæinn þar sem við héldum að hann væri í slæmum félagsskap. En hann var í raun svolítið frakkur og það var í raun hann sem var slæmi félagsskapurinn. Við héldum að þetta myndi lagast hér í bænum. Hann fer í Iðnskólinn í húsasmíði og var þar í eina önn, var ekki alveg að fíla þetta svo að hann fer í Borgarholtsskóla og er þar í eina önn og svo fer hann að vinna. Hann var hörkuduglegur og sá alltaf um sig sjálfur fjárhagslega,“ segir Guðrún. „Hann var duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan,“ segir Sæmundur. Magnús var glaður ungur drengur. Foreldrarnir taka eftir því þegar Magnús er um átján ára að það er einhver meiri neysla í gangi. Og neyslan náði honum strax. „Hann sagði það við okkur sjálfur,“ segir Guðrún en fljótlega var hann kominn í harðari efni. „Stuttu áður en hann lést var honum vísað af fíknigeðdeild og ég hafði samband við lögfræðing um að svifta hann sjálfræði og láta setja hann inn. En þó sviptum sjálfræði færi í gegn þá var ekkert vistunarúrræði. Það hefði því ekki breytt einu eða neinu,“ segir Sæmundur. Var ekki nægilega geðveikur „Ég vann í raun mjög lítið alveg síðustu tvö árin,“ segir Guðrún en þau hjónin gáfust aldrei upp á drengnum. Aðalumræðan á heimilinu hafi alltaf verið hvernig hægt væri að bjarga stráknum. „Ég hringdi á hverjum einasta degi í þrjá mánuði og talaði inn á símsvara á Hlaðgerðarkoti og gaf upp nafn hans og kennitölu til að reyna koma honum þar inn,“ segir Guðrún en þau fengu oft ráðleggingar að loka á hann en það var aldrei inni í myndinni. En svona voru síðustu dagar hans. „Í janúar átti hann pantað sjálfviljugur í meðferð, hann vildi fara og vildi snúa við blaðinu. Hann fer inn á fíknigeðdeild og er þar í tvær vikur og í kjölfarið fær hann strax inn á Vog. Fer þar út samdægurs beint inn á fíknigeðdeild aftur og þar er honum vísað út eftir nokkra daga og hann var rosalega ósáttur við það, hann vildi vera inni. Hann treysti sér ekki heim, hann var í það rosalegum fráhvörfum. Hann fékk að vera nokkra daga í viðbót, ég barðist fyrir því. Hann var ekki nægilega geðveikur til að vera þarna inni. Hann fer heim á mánudegi og byrjar að stunda fundi og fær sponsor. Hann var í raun rosalega ánægður miðað við allt og hann vildi virkilega, þó maður hafi séð hvað þetta var ógeðslega erfitt fyrir hann,“ segir móðir hans. „En svo gerist eitthvað þennan laugardag og við finnum hann á sunnudeginum, viku eftir að hann kemur út,“ segir Sæmundur og heldur áfram. „Það er ekki hægt að lýsa því að koma að syni sínum látnum. Ef einhver hugsar að það sé erfitt þá getur hann margfaldað það með svona hundrað milljónum og þá getur maður kannski ímyndað sér hvernig það er.“ Þau vilja ekki að aðrir foreldrar lendi í sömu stöðu. Styrktartónleikar til minningar um Magnús voru haldnir í Langholtskirkju í gær.
Ísland í dag Fíkn Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira