Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar 1. nóvember 2024 10:46 Snörp og spennandi kosningabarátta er að hefjast og eru stjórnmálaflokkar í óðaönn að draga fram helstu stefnur og forgangsmál. Ýmislegt bendir til þess, eins og oft áður, að komandi kosningar muni að þónokkru leyti snúast um efnahagsmál og fjármál heimila og fyrirtækja. Verðbólga og vextir bíta fast og fólk vill svör um framtíðina. Eðlilega. Við slíkar kringumstæður skapast frjór jarðvegur fyrir ýmsar misskynsamlegar hugmyndir. Umræða um skattahækkanir á einstaklinga og fyrirtæki er nú þegar farin að láta á sér kræla og mætti skilja sem svo að möguleikarnir séu óþrjótandi á hlaðborði nýrra skatta. Á hinn bóginn vantar aldrei hugmyndir um ný ríkisútgjöld og loforð um stóraukin framlög til allra opinberra kerfa án nokkurra áætlana um hvernig nýta eigi fjármuni betur. Svo má ef til vill búast við málflutningi um hvernig aðild að ESB og upptaka evru bætir hér lífsgæði nánast á einu augabragði. Allt eru þetta þekktar hugmyndir, jafnvel settar fram sem einfaldar töfralausnir, en reynslan sýnir að þær eru hvorki raunhæfar né líklegar til árangurs. Lykilverkefni stjórnmálanna næstu misseri er að tryggja umgjörð sem styður við lækkun verðbólgu og vaxta og skapa þannig skilyrði fyrir áframhaldandi lífskjarasókn. Ég trúi því að fátt hafi meiri áhrif á heimilisbókhald meginþorra fjölskyldna og rekstur fyrirtækja. Vaxtalækkunarferli er hafið. Eingöngu með ábyrgð og aðhaldi í ríkisfjármálum og skilvirkni í ríkisrekstri mun vaxtalækkunarferlið halda áfram. Hvorki stórauknir skattar né stóraukin ríkisútgjöld hjálpa til þar. Við þurfum stöðugleika, fyrirsjáanleika og skapa aðstæður sem þrengja ekki að fólki og fyrirtækjum. Við þurfum að ýta undir enn frekari verðmætasköpun sem er grunnurinn að öflugu velferðar- og heilbrigðiskerfi, enda er nú sem fyrr nauðsynlegt að hlúa að þeim sem höllum fæti standa. Þetta eru engar töfralausnir, enda duga þær sjaldnast til að leysa flókin viðfangsefni. Gleðilega kosningabaráttu! Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðausturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Snörp og spennandi kosningabarátta er að hefjast og eru stjórnmálaflokkar í óðaönn að draga fram helstu stefnur og forgangsmál. Ýmislegt bendir til þess, eins og oft áður, að komandi kosningar muni að þónokkru leyti snúast um efnahagsmál og fjármál heimila og fyrirtækja. Verðbólga og vextir bíta fast og fólk vill svör um framtíðina. Eðlilega. Við slíkar kringumstæður skapast frjór jarðvegur fyrir ýmsar misskynsamlegar hugmyndir. Umræða um skattahækkanir á einstaklinga og fyrirtæki er nú þegar farin að láta á sér kræla og mætti skilja sem svo að möguleikarnir séu óþrjótandi á hlaðborði nýrra skatta. Á hinn bóginn vantar aldrei hugmyndir um ný ríkisútgjöld og loforð um stóraukin framlög til allra opinberra kerfa án nokkurra áætlana um hvernig nýta eigi fjármuni betur. Svo má ef til vill búast við málflutningi um hvernig aðild að ESB og upptaka evru bætir hér lífsgæði nánast á einu augabragði. Allt eru þetta þekktar hugmyndir, jafnvel settar fram sem einfaldar töfralausnir, en reynslan sýnir að þær eru hvorki raunhæfar né líklegar til árangurs. Lykilverkefni stjórnmálanna næstu misseri er að tryggja umgjörð sem styður við lækkun verðbólgu og vaxta og skapa þannig skilyrði fyrir áframhaldandi lífskjarasókn. Ég trúi því að fátt hafi meiri áhrif á heimilisbókhald meginþorra fjölskyldna og rekstur fyrirtækja. Vaxtalækkunarferli er hafið. Eingöngu með ábyrgð og aðhaldi í ríkisfjármálum og skilvirkni í ríkisrekstri mun vaxtalækkunarferlið halda áfram. Hvorki stórauknir skattar né stóraukin ríkisútgjöld hjálpa til þar. Við þurfum stöðugleika, fyrirsjáanleika og skapa aðstæður sem þrengja ekki að fólki og fyrirtækjum. Við þurfum að ýta undir enn frekari verðmætasköpun sem er grunnurinn að öflugu velferðar- og heilbrigðiskerfi, enda er nú sem fyrr nauðsynlegt að hlúa að þeim sem höllum fæti standa. Þetta eru engar töfralausnir, enda duga þær sjaldnast til að leysa flókin viðfangsefni. Gleðilega kosningabaráttu! Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun