Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Sindri Sverrisson skrifar 2. nóvember 2024 15:11 Ruben Amorim tekur við Manchester United 11. nóvember en Åge Hareide efast um að Portúgalinn hafi það sem til þarf. Samsett/Getty Åge Hareide, klandsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segir að nýr stjóri Manchester United, Ruben Amorim, sé einfaldlega of ungur fyrir starfið. Hinn 39 ára gamli Amorim hefur gert frábæra hluti með Sporting Lissabon og unnið tvo Portúgalsmeistaratitla, en eftir níu daga tekur hann við sem knattspyrnustjóri United. Hareide hafði mælt með því að United leitaði aftur til Ole Gunnars Solskjær, sem Hareide þekkir og þjálfaði hjá Molde undir lok síðustu aldar. Forráðamenn United voru hins vegar með Amorim efstan á blaði og varð að ósk sinni með því að fá hann til félagsins. „Mér finnst hann kannski of ungur. Þetta er án vafa eitt erfiðasta starfið í evrópskum fótbolta og þó að hann hafi staðið sig vel hjá Sporting þá hefur hann verið svolítið undir ratsjánni,“ sagði Hareide sem er fótboltasérfræðingur norska ríkismiðilsins NRK. „Hann hefur sýnt hæfileika í Sporting. En portúgalska deildin snýst um fjögur lið, ef við erum sanngjarnir. Núna er hann að fara í ensku úrvalsdeildina sem er eitthvað allt annað,“ sagði Hareide. Sá yngsti síðan Matt Busby tók við Amorim verður yngsti stjóri United í 79 ár, eða frá því að sjálfur Sir Matt Busby var ráðinn til félagsins árið 1945, þá 36 ára gamall. NRK fékk annan sérfræðing, Kristoffer Lökberg, til að tjá sig einnig um komu Portúgalans. „Þetta er ungur stjóri, yngri en 40 ára. Það er eitt og sér sérstakt í svona stóru starfi. En hann hefur sýnt í Sporting að hann getur unnið titla,“ sagði Lökberg. „Það er jákvætt hvað þetta gekk hratt. Það bendir til þess að stjórnendur hafi verið með skýra áætlun. Að því sögðu er hlægilegt að Ten Hag hafi fengið að halda áfram svona lengi. Þetta hefur legið í loftinu í marga mánuði,“ sagði Lökberg en Erik ten Hag hélt starfi sínu í sumar og var svo rekinn á mánudaginn síðasta. Ruud van Nistelrooy stýrir United nú tímabundið og verður því við stjórnvölinn á morgun þegar United mætir Chelsea. Enski boltinn Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjá meira
Hinn 39 ára gamli Amorim hefur gert frábæra hluti með Sporting Lissabon og unnið tvo Portúgalsmeistaratitla, en eftir níu daga tekur hann við sem knattspyrnustjóri United. Hareide hafði mælt með því að United leitaði aftur til Ole Gunnars Solskjær, sem Hareide þekkir og þjálfaði hjá Molde undir lok síðustu aldar. Forráðamenn United voru hins vegar með Amorim efstan á blaði og varð að ósk sinni með því að fá hann til félagsins. „Mér finnst hann kannski of ungur. Þetta er án vafa eitt erfiðasta starfið í evrópskum fótbolta og þó að hann hafi staðið sig vel hjá Sporting þá hefur hann verið svolítið undir ratsjánni,“ sagði Hareide sem er fótboltasérfræðingur norska ríkismiðilsins NRK. „Hann hefur sýnt hæfileika í Sporting. En portúgalska deildin snýst um fjögur lið, ef við erum sanngjarnir. Núna er hann að fara í ensku úrvalsdeildina sem er eitthvað allt annað,“ sagði Hareide. Sá yngsti síðan Matt Busby tók við Amorim verður yngsti stjóri United í 79 ár, eða frá því að sjálfur Sir Matt Busby var ráðinn til félagsins árið 1945, þá 36 ára gamall. NRK fékk annan sérfræðing, Kristoffer Lökberg, til að tjá sig einnig um komu Portúgalans. „Þetta er ungur stjóri, yngri en 40 ára. Það er eitt og sér sérstakt í svona stóru starfi. En hann hefur sýnt í Sporting að hann getur unnið titla,“ sagði Lökberg. „Það er jákvætt hvað þetta gekk hratt. Það bendir til þess að stjórnendur hafi verið með skýra áætlun. Að því sögðu er hlægilegt að Ten Hag hafi fengið að halda áfram svona lengi. Þetta hefur legið í loftinu í marga mánuði,“ sagði Lökberg en Erik ten Hag hélt starfi sínu í sumar og var svo rekinn á mánudaginn síðasta. Ruud van Nistelrooy stýrir United nú tímabundið og verður því við stjórnvölinn á morgun þegar United mætir Chelsea.
Enski boltinn Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjá meira