Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2024 09:17 Árleg loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna fer fram í Bakú í Aserbaídsjan í ár. Aserar eru umfamgsmiklir framleiðendur olíu og gass. Vísir/Getty Í hátt í fimmtíu manna sendinefnd Íslands á loftslagsráðstefnu í Aserbaídsjan verður enginn kjörinn fulltrúi, hvorki ráðherra, þingmaður né sveitarstjórnarmaður. Ráðstefnunni lýkur átta dögum fyrir alþingiskosningar. COP29-loftslagsráðstefnan fer fram í borginni Bakú við Kaspíahaf dagana 11. til 22. nóvember. Alls eru 46 skráðir á ráðstefnuna í gegnum aðgang Íslands samkvæmt skriflegu svari umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Opinber sendinefnd Íslands er skipuð tíu manns. Helmingur þeirra kemur úr umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, þar á meðal formaður hennar, Helga Barðadóttir. Þrír fulltrúar koma frá utanríkisráðuneytinu en auk þeirra verður sérfræðingur frá Umhverfisstofnun og fulltrúi Landssambands ungmennafélaga með í för. Aðeins tveir fulltrúar frá umhverfisráðuneytinu sitja alla ráðstefnuna en aðrir verða þar skemur. Fjórir fulltrúar frá opinberum aðilum og frjálsum félagasamtökum ferðast til Bakú, þar á meðal þrír frá umhverfissamtökunum Ungum umhverfissinnum og Landvernd. Tinna Hallgrímsdóttir, fulltrúi Seðlabanka Íslands, var áður forseti Ungra umhverfissinna. Fjölmennasti hópurinn frá Íslandi á ráðstefnunni er tuttugu manna viðskiptasendinefnd. Hún er skipuð fulltrúum orkufyrirtækja, verkfræðistofa og kolefnisbindingarfyrirtækja. Til viðbótar eru níu sjálfboðaliðar sem vinna í skála á vegun átaks um verndun freðhvolfs jarðar. Ísland fer með formennsku í því átaki ásamt Síle. Sjálfboðaliðarnar sem vinna í skálanum er ungt vísindafólk sem ráðuneytið segir ekki hafa greiðan aðgang að ráðstefnunni nema með skráningu í gegnum aðildarríki loftslagssamningsins. Skýrt sé að sjálfboðaliðarnir komi ekki fram í nafni Íslands. Þá eru tvö sæti á ráðstefnunni tekin frá fyrir fulltrúa Atlantshafsbandalagsins að beiðni utanríkisráðuneytisins. Ekki kemur fram hverjir þeir verða í svari ráðuneytisins. Að neðan má sjá nöfn þeirra sem mæta frá Íslandi á COP29: Opinber sendinefnd: Helga Barðadóttir, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti Magnus Agnesar Sigurðsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti Stefán Guðmundsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti Steinunn Sigurðardóttir, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti Elín Björk Jónasdóttir, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti Elín Rósa Sigurðardóttir, utanríkisráðuneyti Maria Erla Marelsdóttir, utanríkisráðuneyti Brynhildur Sörensen, utanríkisráðuneyti Nicole Keller, Umhverfisstofun Viktor Pétur Finnsson, Landssamband ungmennafélaga Opinberir aðilar og frjáls félagasamtök: Tinna Hallgrímsdóttir, Seðlabankinn Hrefna Guðmundsdóttir, Ungir unghverfissinnar Laura Sólveig Lefort Scheefer, Ungir unghverfissinnar Þorgerður María Þorbjarnardóttir, Landvernd Viðskiptasendinefnd: Nótt Thorberg, Grænvangur Ríkarður Ríkarðsson, Landsvirkjun Viktoría Alfreðsdóttir, Grænvangur Edda Sif Pind Aradóttir, Carbfix Helga Jóhanna Bjarnadóttir, EFLA Carine Chatenay, Verkís Ólafur Teitur Guðnason, Carbfix Haukur Þór Haraldsson, Verkís Árni Hrannar Haraldsson, Orka náttúrunnar Birta Kristín Helgadóttir, EFLA Bjarni Herrera, Accrona Kristjana María Kristjánsdóttir, CRI Hans Orri Kristjánsson, Grænvangur Caroline Ott, Climeworks Arna Pálsdóttir, OR Hjálmar Helgi Rögnvaldsson, Orka náttúrunnar Lotte Rosenberg, CRI Adrian Matthias Siegrist, Climeworks Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir, Carbfix Snorri Þorkelsson, Orkuveitan Egill Viðarsson, Verkís hf. Sjálfboðaliðar sem vinna í skála International Cryosphere Initiative Josep María Bonsoms García Shaakir Shabir Dar Christina Sophia Claudia Draeger Amy Diane Imdieke Shivaprakash Muruganandham Arash Rafat Emma Renee Robertson Sarah Elise Sapper Ella Fernie Wood Alþingi Alþingiskosningar 2024 Loftslagsmál Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Aserbaídsjan Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Sjá meira
COP29-loftslagsráðstefnan fer fram í borginni Bakú við Kaspíahaf dagana 11. til 22. nóvember. Alls eru 46 skráðir á ráðstefnuna í gegnum aðgang Íslands samkvæmt skriflegu svari umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Opinber sendinefnd Íslands er skipuð tíu manns. Helmingur þeirra kemur úr umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, þar á meðal formaður hennar, Helga Barðadóttir. Þrír fulltrúar koma frá utanríkisráðuneytinu en auk þeirra verður sérfræðingur frá Umhverfisstofnun og fulltrúi Landssambands ungmennafélaga með í för. Aðeins tveir fulltrúar frá umhverfisráðuneytinu sitja alla ráðstefnuna en aðrir verða þar skemur. Fjórir fulltrúar frá opinberum aðilum og frjálsum félagasamtökum ferðast til Bakú, þar á meðal þrír frá umhverfissamtökunum Ungum umhverfissinnum og Landvernd. Tinna Hallgrímsdóttir, fulltrúi Seðlabanka Íslands, var áður forseti Ungra umhverfissinna. Fjölmennasti hópurinn frá Íslandi á ráðstefnunni er tuttugu manna viðskiptasendinefnd. Hún er skipuð fulltrúum orkufyrirtækja, verkfræðistofa og kolefnisbindingarfyrirtækja. Til viðbótar eru níu sjálfboðaliðar sem vinna í skála á vegun átaks um verndun freðhvolfs jarðar. Ísland fer með formennsku í því átaki ásamt Síle. Sjálfboðaliðarnar sem vinna í skálanum er ungt vísindafólk sem ráðuneytið segir ekki hafa greiðan aðgang að ráðstefnunni nema með skráningu í gegnum aðildarríki loftslagssamningsins. Skýrt sé að sjálfboðaliðarnir komi ekki fram í nafni Íslands. Þá eru tvö sæti á ráðstefnunni tekin frá fyrir fulltrúa Atlantshafsbandalagsins að beiðni utanríkisráðuneytisins. Ekki kemur fram hverjir þeir verða í svari ráðuneytisins. Að neðan má sjá nöfn þeirra sem mæta frá Íslandi á COP29: Opinber sendinefnd: Helga Barðadóttir, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti Magnus Agnesar Sigurðsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti Stefán Guðmundsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti Steinunn Sigurðardóttir, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti Elín Björk Jónasdóttir, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti Elín Rósa Sigurðardóttir, utanríkisráðuneyti Maria Erla Marelsdóttir, utanríkisráðuneyti Brynhildur Sörensen, utanríkisráðuneyti Nicole Keller, Umhverfisstofun Viktor Pétur Finnsson, Landssamband ungmennafélaga Opinberir aðilar og frjáls félagasamtök: Tinna Hallgrímsdóttir, Seðlabankinn Hrefna Guðmundsdóttir, Ungir unghverfissinnar Laura Sólveig Lefort Scheefer, Ungir unghverfissinnar Þorgerður María Þorbjarnardóttir, Landvernd Viðskiptasendinefnd: Nótt Thorberg, Grænvangur Ríkarður Ríkarðsson, Landsvirkjun Viktoría Alfreðsdóttir, Grænvangur Edda Sif Pind Aradóttir, Carbfix Helga Jóhanna Bjarnadóttir, EFLA Carine Chatenay, Verkís Ólafur Teitur Guðnason, Carbfix Haukur Þór Haraldsson, Verkís Árni Hrannar Haraldsson, Orka náttúrunnar Birta Kristín Helgadóttir, EFLA Bjarni Herrera, Accrona Kristjana María Kristjánsdóttir, CRI Hans Orri Kristjánsson, Grænvangur Caroline Ott, Climeworks Arna Pálsdóttir, OR Hjálmar Helgi Rögnvaldsson, Orka náttúrunnar Lotte Rosenberg, CRI Adrian Matthias Siegrist, Climeworks Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir, Carbfix Snorri Þorkelsson, Orkuveitan Egill Viðarsson, Verkís hf. Sjálfboðaliðar sem vinna í skála International Cryosphere Initiative Josep María Bonsoms García Shaakir Shabir Dar Christina Sophia Claudia Draeger Amy Diane Imdieke Shivaprakash Muruganandham Arash Rafat Emma Renee Robertson Sarah Elise Sapper Ella Fernie Wood
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Loftslagsmál Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Aserbaídsjan Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Sjá meira