Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar 4. nóvember 2024 09:45 Svargrein við grein ungra Sjálfstæðiskvenna. Ég veit ekki hvort beri alvarlegri vott um vitsmunalega vanstillingu: að halda því fram að „sorgleg þróun í Bandaríkjunum eigi ekkert skylt við Ísland“, eða að standa í þeirri barnslegu trú að kvenréttindi séu óafturkræfur hlutur sem þurfi ekki að varðveita til að viðhalda. Við lifum á tímum stafrænnar alþjóðavæðingar þar sem hugmyndafræðileg landamæri hafa máðst út þó þau jarðfræðilegu séu enn til staðar. Að halda því fram að samfélagsleg þróun í erlendum ríkjum hafi engin áhrif á innanríkismálin er álíka fjarstæðukennt og að lýsa því yfir að tækniþróun í útlöndum hafi ekkert með tækniþróun á Íslandi að gera. Þegar kemur að menningarlegum uppvexti okkar landsmanna deila Bandaríkin og Evrópa hugmyndafræðilegu forræði, og afneitun á því sker ekki á strengina sem liggja til beggja átta. Með regluvæðingu kvenlíkamans hafa barneignir orðið að pólitísku fyrirbæri. Sumstaðar hafa stjórnvöld glæpavætt þungunarrof til að sporna gegn öldrun þjóða, með þeim afleiðingum að konur flykkist í ófrjósemisaðgerðir í mótmælaskyni. Annarsstaðar hafa hafa stjórnvöld þvingað konur í ófrjósemisaðgerðir til að sporna gegn mannfjölgun, með afleiðingum sem óhugsandi er að binda í orð. Afskiptasemi stjórnvalda á sjálfsumboði kvenna á sér margskonar birtingarmyndir sem fylgja engri línulegri þróun - kvenréttindi eru fengin og hrifsuð í burtu, frelsið kemur og fer, ekki bara í framandi löndum heldur einnig í Evrópu og Bandaríkjunum. Þó hérlendis ríki víðtæk sátt um rétt kvenna til þungunarrofs eru þau réttindi ekki orðin aldargömul, og nú þegar þessi réttindi eru skert og afnumin í náskyldum löndum er ekki nema von að stjórnmálamenn haldi áfram að berjast fyrir þeim án þess að vera sakaðir um að „skora ódýr pólitísk stig.“ Þungunarrofspólitík gengur ekki út á að vega og meta sjálfsumboð kvenna gegn hagsmunum ófæddra barna. Að tryggja ákvörðunarrétt kvenna á eigin meðgöngu er fyrst og fremst formleg traustsyfirlýsing til kvenna - nauðsynlegt mótefni gegn yfirgengilegri regluvæðingu kvenlíkamans sem á sér svo sögulega djúpar rætur að okkur hættir til að finnast hún eðlileg. Aukið þungunarrofsfrelsi fjölgar ekki þungunarrofum - en það eykur valfrelsi, styrkir sjálfsákvörðunarréttinn, og stefnir okkur í átt að auknu einstaklingsfrelsi. Í lýðræðisríkjum eru stjórnmálamenn málsvarar almennings. Því ber að taka alvarlega þegar hópur einstaklinga sem kenna sig við einn stærsta stjórnmálaflokk í landinu draga umræðuna niður á svo lágt plan að hún verður ekki einungis ómálefnaleg - heldur fáfræðileg. Hvort tilgangurinn hafi verið að höfða til óupplýstra kjósenda, eða hvort þetta hafi verið raunveruleg tilraun til að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni veit ég ekki, en ég vona fyrir hönd komandi kynslóða að þetta séu ekki þau vitsmunalegu viðmið sem við eigum að venjast. Maður vonar í það minnsta að framtíðarþingmenn beri skynbragð á þann veruleika sem mænir á þá hverju sinni. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Mist Þungunarrof Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Innflutt skautun í boði Viðreisnar Formaður Viðreisnar var stóryrt í Pallborðinu á Vísi í vikunni. Þar fullyrti hún að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki staðið vörð um frelsi einstaklinga á síðustu árum og nefndi þá sérstaklega kvenfrelsi. 2. nóvember 2024 14:01 Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason Skoðun Skoðun Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Svargrein við grein ungra Sjálfstæðiskvenna. Ég veit ekki hvort beri alvarlegri vott um vitsmunalega vanstillingu: að halda því fram að „sorgleg þróun í Bandaríkjunum eigi ekkert skylt við Ísland“, eða að standa í þeirri barnslegu trú að kvenréttindi séu óafturkræfur hlutur sem þurfi ekki að varðveita til að viðhalda. Við lifum á tímum stafrænnar alþjóðavæðingar þar sem hugmyndafræðileg landamæri hafa máðst út þó þau jarðfræðilegu séu enn til staðar. Að halda því fram að samfélagsleg þróun í erlendum ríkjum hafi engin áhrif á innanríkismálin er álíka fjarstæðukennt og að lýsa því yfir að tækniþróun í útlöndum hafi ekkert með tækniþróun á Íslandi að gera. Þegar kemur að menningarlegum uppvexti okkar landsmanna deila Bandaríkin og Evrópa hugmyndafræðilegu forræði, og afneitun á því sker ekki á strengina sem liggja til beggja átta. Með regluvæðingu kvenlíkamans hafa barneignir orðið að pólitísku fyrirbæri. Sumstaðar hafa stjórnvöld glæpavætt þungunarrof til að sporna gegn öldrun þjóða, með þeim afleiðingum að konur flykkist í ófrjósemisaðgerðir í mótmælaskyni. Annarsstaðar hafa hafa stjórnvöld þvingað konur í ófrjósemisaðgerðir til að sporna gegn mannfjölgun, með afleiðingum sem óhugsandi er að binda í orð. Afskiptasemi stjórnvalda á sjálfsumboði kvenna á sér margskonar birtingarmyndir sem fylgja engri línulegri þróun - kvenréttindi eru fengin og hrifsuð í burtu, frelsið kemur og fer, ekki bara í framandi löndum heldur einnig í Evrópu og Bandaríkjunum. Þó hérlendis ríki víðtæk sátt um rétt kvenna til þungunarrofs eru þau réttindi ekki orðin aldargömul, og nú þegar þessi réttindi eru skert og afnumin í náskyldum löndum er ekki nema von að stjórnmálamenn haldi áfram að berjast fyrir þeim án þess að vera sakaðir um að „skora ódýr pólitísk stig.“ Þungunarrofspólitík gengur ekki út á að vega og meta sjálfsumboð kvenna gegn hagsmunum ófæddra barna. Að tryggja ákvörðunarrétt kvenna á eigin meðgöngu er fyrst og fremst formleg traustsyfirlýsing til kvenna - nauðsynlegt mótefni gegn yfirgengilegri regluvæðingu kvenlíkamans sem á sér svo sögulega djúpar rætur að okkur hættir til að finnast hún eðlileg. Aukið þungunarrofsfrelsi fjölgar ekki þungunarrofum - en það eykur valfrelsi, styrkir sjálfsákvörðunarréttinn, og stefnir okkur í átt að auknu einstaklingsfrelsi. Í lýðræðisríkjum eru stjórnmálamenn málsvarar almennings. Því ber að taka alvarlega þegar hópur einstaklinga sem kenna sig við einn stærsta stjórnmálaflokk í landinu draga umræðuna niður á svo lágt plan að hún verður ekki einungis ómálefnaleg - heldur fáfræðileg. Hvort tilgangurinn hafi verið að höfða til óupplýstra kjósenda, eða hvort þetta hafi verið raunveruleg tilraun til að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni veit ég ekki, en ég vona fyrir hönd komandi kynslóða að þetta séu ekki þau vitsmunalegu viðmið sem við eigum að venjast. Maður vonar í það minnsta að framtíðarþingmenn beri skynbragð á þann veruleika sem mænir á þá hverju sinni. Höfundur er listmálari.
Innflutt skautun í boði Viðreisnar Formaður Viðreisnar var stóryrt í Pallborðinu á Vísi í vikunni. Þar fullyrti hún að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki staðið vörð um frelsi einstaklinga á síðustu árum og nefndi þá sérstaklega kvenfrelsi. 2. nóvember 2024 14:01
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun