Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2024 10:08 Bergþór Ólason skýtur á Bjarna og Sigurð Inga sem hafa vakið athygli fyrir graskersútskurð annars vegar og eldræðu lesna af spjaldtölvu í beinni útsendingu. Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins hæðist að Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra og Sigurði Inga Jóhannssyni fjármálaráðherra, formönnum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, í pistli í Morgunblaðinu í dag. Bjarni hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum þar sem hann klæðist lopapeysu, sker út grasker þar sem stóð „Vinstri stjórn“, það hræðilegasta sem gæti komið fyrir íslensku þjóðina að hans sögn. Bjarni birti þessa mynd á Facebook í síðustu viku.BJarni Ben „Því er ég sammála – en gallinn er hins vegar sá að formaður Sjálfstæðisflokksins bauð íslensku þjóðinni sjálfur upp á vinstristjórn síðastliðin sjö ár og tók svo við stjórnartaumunum í þeirri sömu vinstristjórn undir lokin. Afrakstur þessara sjö ára af vinstristjórn í boði Sjálfstæðisflokksins er auðvitað öllum kunnur – orkuskortur, óstjórn í útlendingamálum, útþanið ríkisbákn og óráðsía í ríkisfjármálum sem skilar í dag háum vöxtum og langvinnri verðbólgu. En svo til að taka af allan vafa um fótfestuleysið skelltu þeir loftmenni á þak Valhallar sem dansar um eins og lauf í vindi – svolítið eins og þingflokkurinn á köflum síðustu ár.“ Þá líkir Bergþór Sigurði Inga við strút sem stingi höfðinu í sandinn þegar hætta steðjar að. „Hann ákvað á dögunum að gagnrýna eigið ráðaleysi við stjórn landsins hvað varðar aðlögun þeirra sem hingað flytjast frá öðrum löndum. Hann var reyndar ekki búinn að læra nýju frasana frá auglýsingastofunni utan að og las þá því upp af snjallsímanum sínum í beinni. Formaðurinn sagði að ef útlendingavandi væri yfir höfuð til staðar, þá fælist hann í því að okkur hefði meðal annars ekki tekist að kenna þeim sem hingað koma íslensku. Þarna gleymdi hann, eða auglýsingastofan, eflaust að Framsóknarflokkurinn hefur haldið á menntamálum í meginatriðum á líftíma vinstristjórnarinnar síðustu sjö ár.“ Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Bjarni hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum þar sem hann klæðist lopapeysu, sker út grasker þar sem stóð „Vinstri stjórn“, það hræðilegasta sem gæti komið fyrir íslensku þjóðina að hans sögn. Bjarni birti þessa mynd á Facebook í síðustu viku.BJarni Ben „Því er ég sammála – en gallinn er hins vegar sá að formaður Sjálfstæðisflokksins bauð íslensku þjóðinni sjálfur upp á vinstristjórn síðastliðin sjö ár og tók svo við stjórnartaumunum í þeirri sömu vinstristjórn undir lokin. Afrakstur þessara sjö ára af vinstristjórn í boði Sjálfstæðisflokksins er auðvitað öllum kunnur – orkuskortur, óstjórn í útlendingamálum, útþanið ríkisbákn og óráðsía í ríkisfjármálum sem skilar í dag háum vöxtum og langvinnri verðbólgu. En svo til að taka af allan vafa um fótfestuleysið skelltu þeir loftmenni á þak Valhallar sem dansar um eins og lauf í vindi – svolítið eins og þingflokkurinn á köflum síðustu ár.“ Þá líkir Bergþór Sigurði Inga við strút sem stingi höfðinu í sandinn þegar hætta steðjar að. „Hann ákvað á dögunum að gagnrýna eigið ráðaleysi við stjórn landsins hvað varðar aðlögun þeirra sem hingað flytjast frá öðrum löndum. Hann var reyndar ekki búinn að læra nýju frasana frá auglýsingastofunni utan að og las þá því upp af snjallsímanum sínum í beinni. Formaðurinn sagði að ef útlendingavandi væri yfir höfuð til staðar, þá fælist hann í því að okkur hefði meðal annars ekki tekist að kenna þeim sem hingað koma íslensku. Þarna gleymdi hann, eða auglýsingastofan, eflaust að Framsóknarflokkurinn hefur haldið á menntamálum í meginatriðum á líftíma vinstristjórnarinnar síðustu sjö ár.“
Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira