Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2024 14:35 Slysið í Breiðamerkurjökli varð á sunnudegi en leit hélt áfram fram á mánudaginn þar sem talið var að tveggja væri enn saknað. Í ljós kom svo að einskis var í raun saknað. Vísir/Vilhelm Óvissa leiðsögumanna um hversu margir lentu undir ís þegar banaslys varð í Breiðamerkurjökli í sumar varð til þess að leit var haldið áfram þrátt fyrir að enginn hefði reynst þar undir. Skráningarlisti ferðaþjónustufyrirtækisins reyndist réttur. Ferðaþjónustufyrirtækið Ice Pic Journeys sætti töluverðri gagnrýni eftir að um tvö hundruð björgunarsveitarmenn héldu lengi áfram að leita að ferðafólki undir ís í Breiðamerkujökli þegar banaslys varð þar í ágúst á grundvelli rangra upplýsinga um hversu margir hefðu verið í ferðinni. Ráðherra ferðamála sagði það meðal annars grafalvarlegt að talning hefði ekki staðist. Bandarískur ferðamaður lést og ólétt eiginkona hans slasaðist þegar þau urðu undir ís sem hrundi úr vegg svelgs í Breiðamerkurjökli sunnudaginn 25. ágúst. Fólkið var í íshellaferð með Ice Pic Journeys þegar slysið varð. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir nú að upplýsingar sem Ice Pic Journeys veitti lögreglu um fjölda þeirra sem voru í ferðinni fljótlega eftir að slysið varð hafi verið réttar. Óvissa leiðsögumanna fyrirtækisins á vettvangi hafi orðið til þess að leitinni var haldið áfram fram á næsta dag. Töldu sig hafa séð fleiri lenda undir ísnum Lögregla sagðist á sínum tíma hafa fengið upplýsingar um að 25 manns hefðu verið í ferðinni og fjórir lent undir ísnum. Tveggja var því enn talið saknað eftir að bandaríska parinu var komið undan ísnum og hélt leit því áfram á mánudeginum. Eftir miðjan dag á mánudeginum gaf lögregla út tilkynningu þar sem kom fram að leit hefði verið hætt eftir að ljóst hefði orðið að enginn væri undir ísnum. Aðeins 23 hefðu verið í ferðinni og þau einu sem slösuðust hefðu verið bandaríska parið. „Ljóst virðist að skráning í ferðina og utanumhald hafi ekki verið nákvæmt auk misvísandi upplýsinga um fjölda í ferðinni,“ sagði í tilkynningu lögreglunnar. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.Stöð 2 Í losti og töldu sig hafa séð fleiri verða undir ísnum Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn, segir við Vísi að villan hafi legið í misræmi á milli skráningarlistans og þess sem leiðsögumennirnir sögðu lögreglu. Listinn hafi verið réttur og lögregla hafi átt gott samstarf við ferðaþjónustufyrirtækið. „Þeir voru ekki alveg vissir á því þegar til kom. Þeim fannst eins og einhverjr tveir hefðu lent undir ísnum og voru þá ekki lengur orðnir alveg nógu vissir á fjöldanum sem þeir voru með. Þeim fannst eins og þeir hefðu séð út frá sér fólk verða undir ísnum. Menn eru bara í losti þegar svona gerist og bregður. Þá verður bara eitthvað til þess að þú ert ekki viss og ferð að efast,“ segir Sveinn Kristján. Rannsóknin á slysinu er nú á lokastigum en Sveinn Kristján segist ekki treysta sér til þess að segja til um hvenær henni verði formlega lokið. Eins og áður hefur komið fram bendi ekkert til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Tengdar fréttir Ekki tímabært að velta fyrir sér manndrápi af gáleysi Rannsókn varðandi banaslys á Breiðamerkurjökli, þegar einn lést og einn slasaðist á sunnudaginn eftir íshrun, miðar vel áfram. 29. ágúst 2024 15:38 Konan sem lenti undir ísfarginu er ólétt Kona sem slasaðist alvarlega þegar hún varð fyrir ísfargi við Breiðamerkurjökul á sunnudaginn er ólétt. Samkvæmt heimildum fréttastofu er konan á batavegi og barnið sakaði ekki. 28. ágúst 2024 14:50 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækið Ice Pic Journeys sætti töluverðri gagnrýni eftir að um tvö hundruð björgunarsveitarmenn héldu lengi áfram að leita að ferðafólki undir ís í Breiðamerkujökli þegar banaslys varð þar í ágúst á grundvelli rangra upplýsinga um hversu margir hefðu verið í ferðinni. Ráðherra ferðamála sagði það meðal annars grafalvarlegt að talning hefði ekki staðist. Bandarískur ferðamaður lést og ólétt eiginkona hans slasaðist þegar þau urðu undir ís sem hrundi úr vegg svelgs í Breiðamerkurjökli sunnudaginn 25. ágúst. Fólkið var í íshellaferð með Ice Pic Journeys þegar slysið varð. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir nú að upplýsingar sem Ice Pic Journeys veitti lögreglu um fjölda þeirra sem voru í ferðinni fljótlega eftir að slysið varð hafi verið réttar. Óvissa leiðsögumanna fyrirtækisins á vettvangi hafi orðið til þess að leitinni var haldið áfram fram á næsta dag. Töldu sig hafa séð fleiri lenda undir ísnum Lögregla sagðist á sínum tíma hafa fengið upplýsingar um að 25 manns hefðu verið í ferðinni og fjórir lent undir ísnum. Tveggja var því enn talið saknað eftir að bandaríska parinu var komið undan ísnum og hélt leit því áfram á mánudeginum. Eftir miðjan dag á mánudeginum gaf lögregla út tilkynningu þar sem kom fram að leit hefði verið hætt eftir að ljóst hefði orðið að enginn væri undir ísnum. Aðeins 23 hefðu verið í ferðinni og þau einu sem slösuðust hefðu verið bandaríska parið. „Ljóst virðist að skráning í ferðina og utanumhald hafi ekki verið nákvæmt auk misvísandi upplýsinga um fjölda í ferðinni,“ sagði í tilkynningu lögreglunnar. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.Stöð 2 Í losti og töldu sig hafa séð fleiri verða undir ísnum Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn, segir við Vísi að villan hafi legið í misræmi á milli skráningarlistans og þess sem leiðsögumennirnir sögðu lögreglu. Listinn hafi verið réttur og lögregla hafi átt gott samstarf við ferðaþjónustufyrirtækið. „Þeir voru ekki alveg vissir á því þegar til kom. Þeim fannst eins og einhverjr tveir hefðu lent undir ísnum og voru þá ekki lengur orðnir alveg nógu vissir á fjöldanum sem þeir voru með. Þeim fannst eins og þeir hefðu séð út frá sér fólk verða undir ísnum. Menn eru bara í losti þegar svona gerist og bregður. Þá verður bara eitthvað til þess að þú ert ekki viss og ferð að efast,“ segir Sveinn Kristján. Rannsóknin á slysinu er nú á lokastigum en Sveinn Kristján segist ekki treysta sér til þess að segja til um hvenær henni verði formlega lokið. Eins og áður hefur komið fram bendi ekkert til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað.
Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Tengdar fréttir Ekki tímabært að velta fyrir sér manndrápi af gáleysi Rannsókn varðandi banaslys á Breiðamerkurjökli, þegar einn lést og einn slasaðist á sunnudaginn eftir íshrun, miðar vel áfram. 29. ágúst 2024 15:38 Konan sem lenti undir ísfarginu er ólétt Kona sem slasaðist alvarlega þegar hún varð fyrir ísfargi við Breiðamerkurjökul á sunnudaginn er ólétt. Samkvæmt heimildum fréttastofu er konan á batavegi og barnið sakaði ekki. 28. ágúst 2024 14:50 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Ekki tímabært að velta fyrir sér manndrápi af gáleysi Rannsókn varðandi banaslys á Breiðamerkurjökli, þegar einn lést og einn slasaðist á sunnudaginn eftir íshrun, miðar vel áfram. 29. ágúst 2024 15:38
Konan sem lenti undir ísfarginu er ólétt Kona sem slasaðist alvarlega þegar hún varð fyrir ísfargi við Breiðamerkurjökul á sunnudaginn er ólétt. Samkvæmt heimildum fréttastofu er konan á batavegi og barnið sakaði ekki. 28. ágúst 2024 14:50