Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2024 18:03 Frank Lampard var síðast á hliðarlínunni sem stjóri Chelsea, tímabundið vorið 2023. Getty/Jonathan Moscrop Eftir aðeins einn sigur í síðustu fimm deildarleikjum, og 3-2 tap gegn Verona um helgina, er útlit fyrir að ítalska knattspyrnufélagið Roma skipti um þjálfara í annað sinn á leiktíðinni. Króatinn Ivan Juric tók við Roma um miðjan september, eftir að Daniele De Rossi var rekinn en De Rossi hafði tekið við liðinu í janúar síðastliðnum eftir brottrekstur José Mourinho. Undir stjórn Juric hefur gengið ekki skánað nægilega mikið og Roma er núna í 11. sæti af tuttugu liðum ítölsku A-deildarinnar. Juric er þó enn þjálfari Roma en hinir bandarísku eigendur félagsins eru sagðir byrjaðir að skoða aðra möguleika. La Gazzetta dello Sport segir að á meðal þeirra kosta sem Roma sé að skoða sé Frank Lampard, sem rekinn var frá Everton í janúar 2023 eftir að hafa stýrt liðinu í tæpt ár. 🚨🟡🔴 Frank #Lampard is one of the candidates to take over as the new head coach of AS Roma – confirmed ✔️Lampard could replace Ivan Juric if the 49y/o, who is currently under heavy criticism, would be dismissed. First call: Gazzetta dello Sport.@SkySportDE 🏴 pic.twitter.com/GznXBJhpYz— Florian Plettenberg (@Plettigoal) November 4, 2024 Lampard hefur verið án starfs síðan í maí í fyrra þegar hann stýrði Chelsea í skamman tíma eftir brottrekstur Grahams Potter. Hann stýrði áður Chelsea á árunum 2019-2021 eftir að hafa byrjað stjóraferilinn vel hjá Derby. Paulo Sousa er þó sagður líklegasti kandídatinn. Portúgalinn stýrir í dag Shabab Al Ahli í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en var áður hjá Salernitana á Ítalíu og hefur einnig stýrt þar Fiorentina á árunum 2015-2017. Roma þyrfti hins vegar að greiða ákveðna upphæð til að leysa Sousa undan samningi. Roberto Mancini og Claudio Ranieri eru einnig nefndir sem mögulegir kostir en Ranieri hefur tvívegis áður verið ráðinn þjálfari Roma. Ítalski boltinn Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Sjá meira
Króatinn Ivan Juric tók við Roma um miðjan september, eftir að Daniele De Rossi var rekinn en De Rossi hafði tekið við liðinu í janúar síðastliðnum eftir brottrekstur José Mourinho. Undir stjórn Juric hefur gengið ekki skánað nægilega mikið og Roma er núna í 11. sæti af tuttugu liðum ítölsku A-deildarinnar. Juric er þó enn þjálfari Roma en hinir bandarísku eigendur félagsins eru sagðir byrjaðir að skoða aðra möguleika. La Gazzetta dello Sport segir að á meðal þeirra kosta sem Roma sé að skoða sé Frank Lampard, sem rekinn var frá Everton í janúar 2023 eftir að hafa stýrt liðinu í tæpt ár. 🚨🟡🔴 Frank #Lampard is one of the candidates to take over as the new head coach of AS Roma – confirmed ✔️Lampard could replace Ivan Juric if the 49y/o, who is currently under heavy criticism, would be dismissed. First call: Gazzetta dello Sport.@SkySportDE 🏴 pic.twitter.com/GznXBJhpYz— Florian Plettenberg (@Plettigoal) November 4, 2024 Lampard hefur verið án starfs síðan í maí í fyrra þegar hann stýrði Chelsea í skamman tíma eftir brottrekstur Grahams Potter. Hann stýrði áður Chelsea á árunum 2019-2021 eftir að hafa byrjað stjóraferilinn vel hjá Derby. Paulo Sousa er þó sagður líklegasti kandídatinn. Portúgalinn stýrir í dag Shabab Al Ahli í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en var áður hjá Salernitana á Ítalíu og hefur einnig stýrt þar Fiorentina á árunum 2015-2017. Roma þyrfti hins vegar að greiða ákveðna upphæð til að leysa Sousa undan samningi. Roberto Mancini og Claudio Ranieri eru einnig nefndir sem mögulegir kostir en Ranieri hefur tvívegis áður verið ráðinn þjálfari Roma.
Ítalski boltinn Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Sjá meira