Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 09:45 Þak yfir höfuðið eru mannréttindi og þörfin fyrir meira húsnæði er brýn. Fyrsta skref í átt að lausn er að skilja hvar pottur er brotinn - og hvar ekki. Þegar rætt er um þá húsnæðiskrísu sem við stöndum sannarlega frammi fyrir draga andstæðingar meirihlutans í Reykjavík umræðuna fljótt ofan í þann skurð að staðan sé mestmegnis upp komin vegna vangetu meirihlutans við að fjölga lóðum. Þétting byggðar er gerð að sökudólgnum og kynt undir pólariseringu og andúð í þágu einfaldra skilaboða sem eiga þó fátt skylt við raunveruleikann. Undanfarið kristallast þessi andstaða í umræðu um nauðsyn þess að byggja utan núverandi vaxtarmarka í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Nokkrir leiðtogar stjórnmálaflokkanna sem bjóða nú fram til Alþingis hafa að undanförnu tekið undir þessa gagnrýni. Skoðum aðeins staðreyndir málsins. Áður en ég dýfi mér ofan í efnistökin skal það sagt að þétting byggðar er ekkert einkamál meirihlutans í Reykjavík. Það er stefna höfuðborgarsvæðisins alls í svæðisskipulaginu þar sem fram kemur að uppbygging eigi að vera að meginefninu til inn á við, innan vaxtarmarkanna. Þétting byggðar er líka meginstefna innan borgarþróunar á heimsvísu. Vegna þess að meðvitund um skynsamlega nýtingu innviða og auðlinda er orðin almennari. Nægar lóðir innan vaxtarmarkanna Eru lóðir innan vaxtarmarkanna að klárast? Svarið er nei. Eins og kemur fram í Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2024 eru laus uppbyggingarsvæði innan vaxtarmarkanna í aðalskipulagi fyrir um 58.000 íbúðir til 2040. Það ætti að duga vel fyrir fyrirliggjandi þörf. Það tekur ekki lengri tíma að byggja þétt en dreift Tekur of langan tíma að byggja þétt en dreift? Svarið er nei. Samkvæmt greiningu á íbúðarbyggingarverkefnum á tímabilinu 2013 til 2017 í Reykjavík er meðalhraði uppbyggingar svipaður á þétttingarreitum og í dreifðari byggð, mögulega eilítið styttri á þéttingarreitum. Þétting byggðar hækkar ekki húsnæðisverð Hækkar þétting byggðar húsnæðisverð? Svarið er nei. Rannsókn á þessu gefur vísbendingar um að sé frekar gisnari byggð sem ýtir undir hækkun leiguverðs og dregur úr aðgengi að húsnæði á viðráðanlegu verði. Lóðaverð í þéttri byggð ekki fyrirstaða þegar kemur að uppbyggingu Er lóðaverð í þéttri byggð fyrirstaða þegar kemur að uppbyggingu? Svarið er nei. Dæmin sanna (eins og við Ártúnshöfða og Orkureit) að markaðurinn metur lóðirnar oft mun dýrari en þær eru seldar á í grunninn, þar með eru þær ekki of dýrar heldur ef til vill þvert á móti. Kaup og sala á lóðum í þéttri byggð hækka stundum töluvert í verði áður en skóflu er svo mikið sem stungið niður. Svona lóðabrask er ekki ásættanlegt, tefur fyrir uppbyggingu og getur hækkað íbúðaverð. Skýrar aðgerðir þarf til að sporna við þessu og tímatakmarkanir á uppbyggingarheimildum sem verið er að innleiða er jákvætt skref. En það breytir því ekki að lóðaverð í þéttri byggð virðist engin fyrirstaða fyrir áhuga fjárfesta og uppbyggingaraðila á lóðunum. Ódýrari lóðir kosta - spurningin er bara hver borgar! Ódýrari lóðir fyrir uppbyggingaraðila á órofnu landi skila sér ekki til neytenda heldur þvert á móti eins og áður sagði - þær þjóna fyrst og fremst stífri arðsemiskröfu. Almenningur borgar brúsann því þessar ódýru lóðir kosta sannarlega. Spurningin er bara hver borgar. Ódýru lóðirnar eru niðurgreiddar af skattgreiðendum sem þurfa að greiða miklu hærri innviðakostnað fyrir slíka uppbyggingu og við erum að tala um grófa greiningu upp á nærri fimmfalt hærri kostnað í dreifðri byggð en þéttri. Þær eru niðurgreiddar af fólkinu sem flytur inn og lifir við lakari lífsgæði og þarf að ferðast miklu lengur á hverjum degi. Þær eru niðurgreiddar af leikskólabörnum sem fá ekki að fara út þegar loftgæði eru lök og svo af framtíðarkynslóðum því mengun eykst í takt við lengri ferðalög og að brotið sé nýtt land. Rannsakendur á viðfangsefninu hafa í raun mælt með því að talsmenn lægri húsnæðiskostnaðar leggi áherslu á þéttingu byggðar í skipulagi. Eru vaxtarmörkin vandinn og nauðsyn þess að umturna þeim eins brýn og af er látið? Svarið er nei. Hlutverk Samtaka iðnaðarins er að standa vörð um hag uppbyggingaraðila sem vilja ódýrar lóðir og sem mestan gróða af sínum framkvæmdum og því er fyrirsjáanlegt að samtökin tali fyrir dreifingu byggðar og tilfærslu vaxtarmarkanna. Hlutverk uppbyggingaraðilanna er að skaffa sér og fjárfestunum eins mikinn gróða og hægt er í eigin vasa. Af hverju stjórnmálaleiðtogar úr hinum ýmsu áttum hafa ákveðið að leggjast á árarnar með þeim skil ég ekki. Hlutverk kjörinna fulltrúa er nefnilega að standa með almenningi. Ekki með sérhagsmunum. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn og frambjóðandi í Reykjavíkurkjördæmi suður til alþingiskosninga og skipar þar 2. sæti á lista Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Píratar Borgarstjórn Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þak yfir höfuðið eru mannréttindi og þörfin fyrir meira húsnæði er brýn. Fyrsta skref í átt að lausn er að skilja hvar pottur er brotinn - og hvar ekki. Þegar rætt er um þá húsnæðiskrísu sem við stöndum sannarlega frammi fyrir draga andstæðingar meirihlutans í Reykjavík umræðuna fljótt ofan í þann skurð að staðan sé mestmegnis upp komin vegna vangetu meirihlutans við að fjölga lóðum. Þétting byggðar er gerð að sökudólgnum og kynt undir pólariseringu og andúð í þágu einfaldra skilaboða sem eiga þó fátt skylt við raunveruleikann. Undanfarið kristallast þessi andstaða í umræðu um nauðsyn þess að byggja utan núverandi vaxtarmarka í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Nokkrir leiðtogar stjórnmálaflokkanna sem bjóða nú fram til Alþingis hafa að undanförnu tekið undir þessa gagnrýni. Skoðum aðeins staðreyndir málsins. Áður en ég dýfi mér ofan í efnistökin skal það sagt að þétting byggðar er ekkert einkamál meirihlutans í Reykjavík. Það er stefna höfuðborgarsvæðisins alls í svæðisskipulaginu þar sem fram kemur að uppbygging eigi að vera að meginefninu til inn á við, innan vaxtarmarkanna. Þétting byggðar er líka meginstefna innan borgarþróunar á heimsvísu. Vegna þess að meðvitund um skynsamlega nýtingu innviða og auðlinda er orðin almennari. Nægar lóðir innan vaxtarmarkanna Eru lóðir innan vaxtarmarkanna að klárast? Svarið er nei. Eins og kemur fram í Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2024 eru laus uppbyggingarsvæði innan vaxtarmarkanna í aðalskipulagi fyrir um 58.000 íbúðir til 2040. Það ætti að duga vel fyrir fyrirliggjandi þörf. Það tekur ekki lengri tíma að byggja þétt en dreift Tekur of langan tíma að byggja þétt en dreift? Svarið er nei. Samkvæmt greiningu á íbúðarbyggingarverkefnum á tímabilinu 2013 til 2017 í Reykjavík er meðalhraði uppbyggingar svipaður á þétttingarreitum og í dreifðari byggð, mögulega eilítið styttri á þéttingarreitum. Þétting byggðar hækkar ekki húsnæðisverð Hækkar þétting byggðar húsnæðisverð? Svarið er nei. Rannsókn á þessu gefur vísbendingar um að sé frekar gisnari byggð sem ýtir undir hækkun leiguverðs og dregur úr aðgengi að húsnæði á viðráðanlegu verði. Lóðaverð í þéttri byggð ekki fyrirstaða þegar kemur að uppbyggingu Er lóðaverð í þéttri byggð fyrirstaða þegar kemur að uppbyggingu? Svarið er nei. Dæmin sanna (eins og við Ártúnshöfða og Orkureit) að markaðurinn metur lóðirnar oft mun dýrari en þær eru seldar á í grunninn, þar með eru þær ekki of dýrar heldur ef til vill þvert á móti. Kaup og sala á lóðum í þéttri byggð hækka stundum töluvert í verði áður en skóflu er svo mikið sem stungið niður. Svona lóðabrask er ekki ásættanlegt, tefur fyrir uppbyggingu og getur hækkað íbúðaverð. Skýrar aðgerðir þarf til að sporna við þessu og tímatakmarkanir á uppbyggingarheimildum sem verið er að innleiða er jákvætt skref. En það breytir því ekki að lóðaverð í þéttri byggð virðist engin fyrirstaða fyrir áhuga fjárfesta og uppbyggingaraðila á lóðunum. Ódýrari lóðir kosta - spurningin er bara hver borgar! Ódýrari lóðir fyrir uppbyggingaraðila á órofnu landi skila sér ekki til neytenda heldur þvert á móti eins og áður sagði - þær þjóna fyrst og fremst stífri arðsemiskröfu. Almenningur borgar brúsann því þessar ódýru lóðir kosta sannarlega. Spurningin er bara hver borgar. Ódýru lóðirnar eru niðurgreiddar af skattgreiðendum sem þurfa að greiða miklu hærri innviðakostnað fyrir slíka uppbyggingu og við erum að tala um grófa greiningu upp á nærri fimmfalt hærri kostnað í dreifðri byggð en þéttri. Þær eru niðurgreiddar af fólkinu sem flytur inn og lifir við lakari lífsgæði og þarf að ferðast miklu lengur á hverjum degi. Þær eru niðurgreiddar af leikskólabörnum sem fá ekki að fara út þegar loftgæði eru lök og svo af framtíðarkynslóðum því mengun eykst í takt við lengri ferðalög og að brotið sé nýtt land. Rannsakendur á viðfangsefninu hafa í raun mælt með því að talsmenn lægri húsnæðiskostnaðar leggi áherslu á þéttingu byggðar í skipulagi. Eru vaxtarmörkin vandinn og nauðsyn þess að umturna þeim eins brýn og af er látið? Svarið er nei. Hlutverk Samtaka iðnaðarins er að standa vörð um hag uppbyggingaraðila sem vilja ódýrar lóðir og sem mestan gróða af sínum framkvæmdum og því er fyrirsjáanlegt að samtökin tali fyrir dreifingu byggðar og tilfærslu vaxtarmarkanna. Hlutverk uppbyggingaraðilanna er að skaffa sér og fjárfestunum eins mikinn gróða og hægt er í eigin vasa. Af hverju stjórnmálaleiðtogar úr hinum ýmsu áttum hafa ákveðið að leggjast á árarnar með þeim skil ég ekki. Hlutverk kjörinna fulltrúa er nefnilega að standa með almenningi. Ekki með sérhagsmunum. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn og frambjóðandi í Reykjavíkurkjördæmi suður til alþingiskosninga og skipar þar 2. sæti á lista Pírata
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun