Sport

Dag­skráin í dag: Stór­leikir í Mílanó og París

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bukayo Saka og félagar í Arsenal mæta Inter í Mílanó.
Bukayo Saka og félagar í Arsenal mæta Inter í Mílanó. Stuart MacFarlane/Getty Images

Það er svo sannarlega nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Alls eru 12 beinar útsendingar á dagskrá.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 12.55 er leikur Feyenoord og Salzburg í UEFA Youth League á dagskrá. Klukkan 14.55 er viðureign París Saint-Germain og Atlético Madríd í sömu keppni á dagskrá.

Klukkan 19.30 er Meistaradeildarmessan á dagskrá. Þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni. Klukkan 22.00 eru Meistaradeildarmörkin á dagskrá, þar verður farið yfir leiki kvöldsins.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 17.35 er leikur Club Brugge og Aston Villa í Meistaradeild Evrópu karla. Klukkan 19.50 er stórleikur Inter og Arsenal á dagskrá.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 19.50 mætast PSG og Atl. Madríd í Meistaradeildinni.

Á miðnætti er Lotte Championshp-mótði í golfi á dagskrá. Það er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Stöð 2 Sport 5

Feyenoord tekur á móti Salzburg klukkan 19.50.

Vodafone Sport

Klukkan 17.35 er leikur Shakhtar Donetsk og Young Boys í Meistaradeildinni á dagskrá. Klukkan 19.50 er komið að leik Rauðu stjörnunnar og Barcelona.

Klukkan 00.05 er leikur Capitals og Predators í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×