Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2024 09:31 Bernardo Silva ræðir málin við knattspyrnustjórann Pep Guardiola í leiknum í Lissabon í gærkvöldi. Getty/Gualter Fatia Manchester City tapaði ekki aðeins þriðja leik sínum í röð í gærkvöldi heldur steinlá liðið 4-1 á móti portúgalska liðinu Sporting CP frá Lissabon. Portúgalinn Bernardo Silva bar fyrirliðabandið hjá Manchester City í leiknum í gær og hann var þungur eftir leikinn. „Í byrjun seinni hálfleiksins þá gáfum við þeim bara of mörg tækifæri til að skora,“ sagði Bernardo Silva en City menn komust yfir snemma leiks. Það var staðan 1-1 í hálfleik en eftir aðeins fjögurra mínútna leik í síðari hálfleik var staðan orðin 3-1 fyrir Sporting. „Þetta eru vonbrigði því við erum á dimmum stað akkúrat núna. Það gengur ekkert upp hjá okkur ekki einu sinni þegar við erum að spila vel,“ sagði Silva. Þurfum auðvitað að horfa inn á við „Við þurfum auðvitað að horfa inn á við, skoða það sem við erum ekki að gera vel og byrja mjög fljótt að gera betur. Annars verður mjög erfitt fyrir okkur að koma til baka eftir alla þessa tapleiki,“ sagði Silva. City er að glíma við meiðsli margra lykilmanna sem hefur ekki auðveldað hlutina fyrir lærisveina Pep Guardiola. Þrjú töp í röð á einni viku. Liðið datt út úr deildabikarnum á móti Tottenham í síðustu viku og tapaði á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Liðið hafði þá leikið 32 deildarleiki í röð án taps. Þetta er fyrsta sinn frá árinu 2018 sem City tapar þremur leikjum í röð í öllum keppnum. Man ekki eftir svona „Svona er bara fótboltinn. Það er erfitt að finna ástæðurnar fyrir því hvað er að gerast hjá okkur núna. Ég man ekki eftir svona á sjö og hálfu ári mínu hjá félaginu. Það er eins og ekkert gangi upp hjá okkur,“ sagði Silva. „Auðvitað þurfum við að gera betur. Meiddu mennirnir þurfa að koma til baka sem fyrst því við þurfum á þeim að halda. Þetta er ekki nógu gott,“ sagði Silva. Rodri, Jack Grealish, Rúben Dias og John Stones eru allir frá vegna meiðsla og hinn nítján ára gamli Jahmai Simpson-Pusey var í byrjunarliðinu. Næsti leikur Manchester City er síðan á móti Brighton and Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni um helgina. "We're in a bit of a dark place right now, and everything looks to be going in the wrong way."Bernardo Silva reflects on Man City's poor form in recent weeks 🗣🎙 @Becky_Ives_📺 @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/nDagytioOT— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 5, 2024 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Sjá meira
Portúgalinn Bernardo Silva bar fyrirliðabandið hjá Manchester City í leiknum í gær og hann var þungur eftir leikinn. „Í byrjun seinni hálfleiksins þá gáfum við þeim bara of mörg tækifæri til að skora,“ sagði Bernardo Silva en City menn komust yfir snemma leiks. Það var staðan 1-1 í hálfleik en eftir aðeins fjögurra mínútna leik í síðari hálfleik var staðan orðin 3-1 fyrir Sporting. „Þetta eru vonbrigði því við erum á dimmum stað akkúrat núna. Það gengur ekkert upp hjá okkur ekki einu sinni þegar við erum að spila vel,“ sagði Silva. Þurfum auðvitað að horfa inn á við „Við þurfum auðvitað að horfa inn á við, skoða það sem við erum ekki að gera vel og byrja mjög fljótt að gera betur. Annars verður mjög erfitt fyrir okkur að koma til baka eftir alla þessa tapleiki,“ sagði Silva. City er að glíma við meiðsli margra lykilmanna sem hefur ekki auðveldað hlutina fyrir lærisveina Pep Guardiola. Þrjú töp í röð á einni viku. Liðið datt út úr deildabikarnum á móti Tottenham í síðustu viku og tapaði á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Liðið hafði þá leikið 32 deildarleiki í röð án taps. Þetta er fyrsta sinn frá árinu 2018 sem City tapar þremur leikjum í röð í öllum keppnum. Man ekki eftir svona „Svona er bara fótboltinn. Það er erfitt að finna ástæðurnar fyrir því hvað er að gerast hjá okkur núna. Ég man ekki eftir svona á sjö og hálfu ári mínu hjá félaginu. Það er eins og ekkert gangi upp hjá okkur,“ sagði Silva. „Auðvitað þurfum við að gera betur. Meiddu mennirnir þurfa að koma til baka sem fyrst því við þurfum á þeim að halda. Þetta er ekki nógu gott,“ sagði Silva. Rodri, Jack Grealish, Rúben Dias og John Stones eru allir frá vegna meiðsla og hinn nítján ára gamli Jahmai Simpson-Pusey var í byrjunarliðinu. Næsti leikur Manchester City er síðan á móti Brighton and Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni um helgina. "We're in a bit of a dark place right now, and everything looks to be going in the wrong way."Bernardo Silva reflects on Man City's poor form in recent weeks 🗣🎙 @Becky_Ives_📺 @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/nDagytioOT— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 5, 2024
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn