Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. nóvember 2024 19:11 Harris fékk einungis 224 kjörmenn af þeim 270 sem þarf til að vinna kosningarnar. Vísir/Getty Kamala Harris forsetaframbjóðandi demókrata, sem laut í lægra haldi gegn Donald Trump frambjóðanda repúblikana, er búin að ræða við þann síðarnefnda og játa ósigur. Hún sleppti því að ávarpa stuðningsmenn sína í nótt en hyggst gera það síðar í kvöld. Frá þessu greinir aðstoðarmaður innan kosningateymis Harris. Símtalið markar ákveðin endalok harðrar og heiftarlegrar kosningabaráttu þeirra tveggja. Hér að neðan má fylgjast með beinni útsendingu NBC fréttaveitunnar, þar sem Harris mun ávarpa stuðningsmenn sína og aðra kjósendur: Aðstoðarmaður Harris ítrekaði við fjölmiðla mikilvægi þess að valdaskiptin sem framundan eru verði friðsamleg og að til valda komist forseti sem verði forseti allra Bandaríkjamanna. Sem stendur hefur Donald Trump tryggt sér 292 kjörmenn af þeim 270 sem þarf til að hljóta kjör sem forseti. Nú síðast varð ljóst að hann hefði sigrað í Michigan-ríki, sem Joe Biden hafði sigrað fyrir fjórum árum síðan. Nú stefnir í að Trump verði fyrsti frambjóðandi repúblikana í tuttugu ár til þess að vinna vinsældarkosninguna, þ.e. hljóta fleiri atkvæði en frambjóðandi demókrata. Sá síðasti sem gerði það úr röðum repúblikana var George W. Bush árið 2004. Búist var við því að Harris myndi hljóta fleiri atkvæði þrátt fyrir tap, líkt og Hillary Clinton gerði árið 2016, en sem stendur er Trump með 71.930.743 atkvæði á landsvísu gegn 67.086.484 atkvæðum Harris. Búist er við því að Harris ávarpi stuðningsmenn klukkan níu í kvöld að íslenskum tíma. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Joe Biden Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Fleiri fréttir Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Sjá meira
Frá þessu greinir aðstoðarmaður innan kosningateymis Harris. Símtalið markar ákveðin endalok harðrar og heiftarlegrar kosningabaráttu þeirra tveggja. Hér að neðan má fylgjast með beinni útsendingu NBC fréttaveitunnar, þar sem Harris mun ávarpa stuðningsmenn sína og aðra kjósendur: Aðstoðarmaður Harris ítrekaði við fjölmiðla mikilvægi þess að valdaskiptin sem framundan eru verði friðsamleg og að til valda komist forseti sem verði forseti allra Bandaríkjamanna. Sem stendur hefur Donald Trump tryggt sér 292 kjörmenn af þeim 270 sem þarf til að hljóta kjör sem forseti. Nú síðast varð ljóst að hann hefði sigrað í Michigan-ríki, sem Joe Biden hafði sigrað fyrir fjórum árum síðan. Nú stefnir í að Trump verði fyrsti frambjóðandi repúblikana í tuttugu ár til þess að vinna vinsældarkosninguna, þ.e. hljóta fleiri atkvæði en frambjóðandi demókrata. Sá síðasti sem gerði það úr röðum repúblikana var George W. Bush árið 2004. Búist var við því að Harris myndi hljóta fleiri atkvæði þrátt fyrir tap, líkt og Hillary Clinton gerði árið 2016, en sem stendur er Trump með 71.930.743 atkvæði á landsvísu gegn 67.086.484 atkvæðum Harris. Búist er við því að Harris ávarpi stuðningsmenn klukkan níu í kvöld að íslenskum tíma.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Joe Biden Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Fleiri fréttir Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Sjá meira