Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2024 06:30 Raygun sést hér keppa í breikdansi á Ólympíuleikunum í París í sumar. Getty/ Ezra Shaw Ástralski breikdansarinn Rachael Gunn hefur ákveðið að setja breikdansskóna sína upp á hillu og hætta að keppa í íþróttinni. Raygun, eins og hún er kölluð á breikdansgólfinu, tilkynnti þetta í morgunþætti Jimmy og Nath í Ástralíu í gær. BBC segir frá. Raygun var ein af stjörnum Ólympíuleikanna í París þrátt fyrir að hafa endað í síðasta sæti í sinni grein. Keppt var í breikdansi í fyrsta sinn á Ólympíuleikunum og með hreyfingum sínum þá skar Raygun sig algjörlega út úr hópnum. Úðarinn og Kengúruhoppið Hún bauð upp á danshreyfingar sem fengu nöfn eins og Úðarinn og Kengúruhoppið. Sérstök tilþrif hennar og óvenjulegur breikdans fór á mikið flug á samfélagsmiðlum og eftir leikana vissu miklu fleiri hver Raygun var heldur en þær konur sem unnu til verðlauna á leikunum. Sporin, sem hún bauð upp í París, hafa verið endalaus uppspretta gríns á netinu og þótti sumum nóg um. Raygun, sem er 37 ára ára fyrirlesari í háskóla, fór hins vegar illa út úr allri athyglinni sem hún fékk því henni fylgdi mikið og neikvætt áreiti. Sökuð um svindl Verst var þó þegar netverjar fóru að saka hana um að svindla sér inn á Ólympíuleikanna og hófu meðal annars undirskriftasöfnun gegn henni þar sem heimtað var að hún bæðist afsökunar. Gunn ætlaði að halda áfram að keppa eftir Ólympíuleikanna en breytti um skoðun þar sem allt þetta ástand tók það mikið á hana. Hún fékk mikið af ofbeldisfullum skilaboðum og það breytti litlu þótt að meðlimir áströlsku Ólympíunefndarinnar hafi ítrekað komið henni til varnar. „Ég hafði enga stjórn á því hvernig fólk sá mig eða taldi að ég væri,“ sagði Rachael Gunn í útvarpsþætti Jimmy og Nath á 2DayFM. Hún vildi ekki hætta en verður að gera það vegna utanaðkomandi ástæðna. Dansar núna bara inn í stofu „Ég ætlaði að keppa áfram, það var pottþétt, en það er allt of erfitt fyrir mig að gera það núna,“ sagði Gunn. „Það mun fylgja því allt of mikil naflaskoðun, fólk mun mynda það og setja það síðan á netið,“ sagði Gunn. „Það er svo gaman að dansa og það fær þig til að líða vel. Mér finnst líka að fólki eigi ekki að líða illa með það hvernig það dansar. Ég held áfram að dansa fyrir mig og mun breikdansa. Hér eftir verður það bara í stofunni heima með mínum maka,“ sagði Gunn. View this post on Instagram A post shared by 10 Sport (@10sportau) Dans Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Raygun skorar á fjandmenn sína í danskeppni Ástralski breikdansarinn Rachael Gunn, betur þekkt sem „Raygun“, hefur snúið vörn í sókn gegn nettröllunum sem herjuðu á hana eftir eftirminnilegan dans hennar á Ólympíuleikunum í París. 31. október 2024 07:41 Raygun best í heiminum samkvæmt heimslistanum Nýr heimlisti breikdansara hefur vakið upp eina stóra spurningu. Þarftu ekki að ná árangri til að vera bestur í heimi? 11. september 2024 07:33 Raygun þykir þetta mjög leiðinlegt Ástralski breikdansarinn Rachael „Raygun“ Gunn hefur nú veitt sitt fyrsta viðtal eftir allt fjaðrafokið á Ólympíuleikunum í París þar sem tilþrif hennar urðu heimsfræg og efni í hvern samfélagsmiðlabrandarann á fætur öðrum. 5. september 2024 06:32 Raygun á rúðuþurrkunni og brettakappinn í klósettinu Ólympíuleikarnir í París eru að baki og þeir gáfu okkur fullt af góðum minningum sem verða endast okkur á meðan við bíðum í fjögur ár eftir næstu leikum í Los Angeles. 20. ágúst 2024 06:31 Raygun segir að hatrið hafi verið hrikalegt Ástralski breikdansarinn Rachael Gunn hefur beðið um frið fyrir sig og sína eftir mjög neikvætt áreiti á hana og hennar fólk undanfarna daga. 16. ágúst 2024 06:31 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Sjá meira
Raygun, eins og hún er kölluð á breikdansgólfinu, tilkynnti þetta í morgunþætti Jimmy og Nath í Ástralíu í gær. BBC segir frá. Raygun var ein af stjörnum Ólympíuleikanna í París þrátt fyrir að hafa endað í síðasta sæti í sinni grein. Keppt var í breikdansi í fyrsta sinn á Ólympíuleikunum og með hreyfingum sínum þá skar Raygun sig algjörlega út úr hópnum. Úðarinn og Kengúruhoppið Hún bauð upp á danshreyfingar sem fengu nöfn eins og Úðarinn og Kengúruhoppið. Sérstök tilþrif hennar og óvenjulegur breikdans fór á mikið flug á samfélagsmiðlum og eftir leikana vissu miklu fleiri hver Raygun var heldur en þær konur sem unnu til verðlauna á leikunum. Sporin, sem hún bauð upp í París, hafa verið endalaus uppspretta gríns á netinu og þótti sumum nóg um. Raygun, sem er 37 ára ára fyrirlesari í háskóla, fór hins vegar illa út úr allri athyglinni sem hún fékk því henni fylgdi mikið og neikvætt áreiti. Sökuð um svindl Verst var þó þegar netverjar fóru að saka hana um að svindla sér inn á Ólympíuleikanna og hófu meðal annars undirskriftasöfnun gegn henni þar sem heimtað var að hún bæðist afsökunar. Gunn ætlaði að halda áfram að keppa eftir Ólympíuleikanna en breytti um skoðun þar sem allt þetta ástand tók það mikið á hana. Hún fékk mikið af ofbeldisfullum skilaboðum og það breytti litlu þótt að meðlimir áströlsku Ólympíunefndarinnar hafi ítrekað komið henni til varnar. „Ég hafði enga stjórn á því hvernig fólk sá mig eða taldi að ég væri,“ sagði Rachael Gunn í útvarpsþætti Jimmy og Nath á 2DayFM. Hún vildi ekki hætta en verður að gera það vegna utanaðkomandi ástæðna. Dansar núna bara inn í stofu „Ég ætlaði að keppa áfram, það var pottþétt, en það er allt of erfitt fyrir mig að gera það núna,“ sagði Gunn. „Það mun fylgja því allt of mikil naflaskoðun, fólk mun mynda það og setja það síðan á netið,“ sagði Gunn. „Það er svo gaman að dansa og það fær þig til að líða vel. Mér finnst líka að fólki eigi ekki að líða illa með það hvernig það dansar. Ég held áfram að dansa fyrir mig og mun breikdansa. Hér eftir verður það bara í stofunni heima með mínum maka,“ sagði Gunn. View this post on Instagram A post shared by 10 Sport (@10sportau)
Dans Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Raygun skorar á fjandmenn sína í danskeppni Ástralski breikdansarinn Rachael Gunn, betur þekkt sem „Raygun“, hefur snúið vörn í sókn gegn nettröllunum sem herjuðu á hana eftir eftirminnilegan dans hennar á Ólympíuleikunum í París. 31. október 2024 07:41 Raygun best í heiminum samkvæmt heimslistanum Nýr heimlisti breikdansara hefur vakið upp eina stóra spurningu. Þarftu ekki að ná árangri til að vera bestur í heimi? 11. september 2024 07:33 Raygun þykir þetta mjög leiðinlegt Ástralski breikdansarinn Rachael „Raygun“ Gunn hefur nú veitt sitt fyrsta viðtal eftir allt fjaðrafokið á Ólympíuleikunum í París þar sem tilþrif hennar urðu heimsfræg og efni í hvern samfélagsmiðlabrandarann á fætur öðrum. 5. september 2024 06:32 Raygun á rúðuþurrkunni og brettakappinn í klósettinu Ólympíuleikarnir í París eru að baki og þeir gáfu okkur fullt af góðum minningum sem verða endast okkur á meðan við bíðum í fjögur ár eftir næstu leikum í Los Angeles. 20. ágúst 2024 06:31 Raygun segir að hatrið hafi verið hrikalegt Ástralski breikdansarinn Rachael Gunn hefur beðið um frið fyrir sig og sína eftir mjög neikvætt áreiti á hana og hennar fólk undanfarna daga. 16. ágúst 2024 06:31 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Sjá meira
Raygun skorar á fjandmenn sína í danskeppni Ástralski breikdansarinn Rachael Gunn, betur þekkt sem „Raygun“, hefur snúið vörn í sókn gegn nettröllunum sem herjuðu á hana eftir eftirminnilegan dans hennar á Ólympíuleikunum í París. 31. október 2024 07:41
Raygun best í heiminum samkvæmt heimslistanum Nýr heimlisti breikdansara hefur vakið upp eina stóra spurningu. Þarftu ekki að ná árangri til að vera bestur í heimi? 11. september 2024 07:33
Raygun þykir þetta mjög leiðinlegt Ástralski breikdansarinn Rachael „Raygun“ Gunn hefur nú veitt sitt fyrsta viðtal eftir allt fjaðrafokið á Ólympíuleikunum í París þar sem tilþrif hennar urðu heimsfræg og efni í hvern samfélagsmiðlabrandarann á fætur öðrum. 5. september 2024 06:32
Raygun á rúðuþurrkunni og brettakappinn í klósettinu Ólympíuleikarnir í París eru að baki og þeir gáfu okkur fullt af góðum minningum sem verða endast okkur á meðan við bíðum í fjögur ár eftir næstu leikum í Los Angeles. 20. ágúst 2024 06:31
Raygun segir að hatrið hafi verið hrikalegt Ástralski breikdansarinn Rachael Gunn hefur beðið um frið fyrir sig og sína eftir mjög neikvætt áreiti á hana og hennar fólk undanfarna daga. 16. ágúst 2024 06:31