Innlent

Norð­maður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Ís­lendingur milljón

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tveir Norðmenn eru milljörðum ríkari. Þó ekki þessir tveir sem njóta útivistar með hundinum sínum í norskum firði.
Tveir Norðmenn eru milljörðum ríkari. Þó ekki þessir tveir sem njóta útivistar með hundinum sínum í norskum firði. Getty

Telja má líklegt að Norðmaður nokkur hafi hoppað hæð sína í lofti þegar dregið var í Víkingalottóinu í gærkvöldi. Fyrsti vinningur hafði ekki gengið út síðan í maí og því til mikils að vinna.

Allir þrír hæstu vinningsflokkarnir gengu út þessa vikuna en bæði 1. og 2. vinningur fóru til Noregs. Sá sem hlaut 1. vinning fær rétt tæplega 3,7 milljarða en 2. vinningur hljóðaði upp á 1,560 milljónir.

Hinn al-íslenski 3. vinningur skiptist í þrennt og fær hver um sig rúmlega 1,3 milljónir. Miðarnir voru allir í áskrift að því er fram kemur á vef Lottó.

Pétur Hrafn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Íslenskrar getspár, sagði í viðtali í Morgunblaðinu í gær, áður en dregið var í Víkingalottóinu, mjög óvenjulegt að fyrsti vinningur hefði ekki gengið út frá því 15. maí.

„Norðmenn­irn­ir hafa greini­lega ekki verið jafn heppn­ir og venju­lega,“ sagði Pét­ur Hrafn. Svo fór hins vegar að tveir Norðmenn urðu milljörðum ríkari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×