Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2024 12:02 Þorsteinn Leó Gunnarsson í kunnuglegri stöðu. Hann skoraði átta mörk í níu skotum gegn Bosníu. vísir/anton Grípa, upp, skjóta og BÚMM! Aftur og aftur og aftur. Stundum er fegurðin fólgin í því frumstæða, handboltanum í sinni hráustu mynd. Þorsteinn Leó Gunnarsson minnti okkur á það í gær. „Ég fékk bara fullt skotleyfi og ég auðvitað nýtti mér það. Þeir sögðu mér bara að vaða á þetta og fara hundrað prósent. Ég gerði það bara,“ sagði Þorsteinn eftir stórleik sinn í viðureign Íslands og Bosníu í undankeppni EM 2026 í Laugardalshöll í gærkvöldi. Kvöldið þar sem hann kynnti sig fyrir hinum almenna Íslendingi. Busaballið hans. Þetta var reyndar ekki fyrsti landsleikur Þorsteins og handboltaáhugafólk hefur fylgst með honum í nokkur ár. Hann er nú einu sinni atvinnumaður í greininni. En í gær stimplaði hann sig inn hjá Jóa á bolnum, Dúdda Liverpool og Dilla á lyftaranum (nikk til Bestu plötu manna). Eftir mikið hnoð og stirða sókn í fyrri hálfleik losaði Þorsteinn um stífluna þegar hann kom inn á í byrjun seinni hálfleiks. Þegar yfir lauk hafði hann skorað átta mörk úr níu skotum í 32-26 sigri Íslands. Strákarnir okkar skoruðu aðeins tólf mörk í fyrri hálfleik en tuttugu í þeim seinni og sigurinn var á endanum öruggur. Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson jós Þorstein lofi eftir leikinn. „Þetta var svolítið stirt sóknarlega og við vorum lengi að finna taktinn. Svo auðvitað heggur Steini [Þorsteinn Leó Gunnarsson] á ákveðinn hnút og kemur með þessi auðveldu mörk sem við þurftum á að halda. Ómar [Ingi Magnússon] og Janus [Daði Smárason] gera frábærlega að spila hann uppi, en mér fannst að þegar Steini fór að setja þessi mörk þá losnaði um alla aðra sóknarlega og við gengum á lagið,“ sagði Snorri. „Hann er búinn að vera meiddur í síðustu tveimur verkefnum, en æfði með okkur í janúar. Við erum búnir að vera aðeins að bíða eftir honum. Maður er búinn að fylgjast með honum í Porto og hann hefur gert hlutina vel þar. Hann er bara vopn sem við höfum ekkert endilega haft og gefur okkur klárlega mikla vídd sem við þurfum að nýta.“ Eins og Snorri sagði býr Þorsteinn yfir eiginleikum sem íslenska landsliðið hefur ekki haft í mörg ár. Hávaxin skytta af gamla skólanum sem getur lyft sér upp langt fyrir utan og neglt á markið. Mótvægi við hina frábæru útispilarana sem við eigum. Með tilkomu Þorsteins ættu lið ekki að geta komist upp með að negla tjaldhælunum á sex metrunum og bjóða íslenska liðinu að skjóta fyrir utan. Þorsteinn gerði þetta auðvitað ekki einn og eins og Snorri nefndi opnuðu Ómar og Janus fyrir hann hvað eftir annað og komu honum í þær stöður sem hann er bestur í. Og Þorsteinn gekk á lagið og kláraði færin sín, aftur og aftur. Útilínan Ómar-Janus-Þorsteinn leit allavega hrikalega vel út. Það er auðvitað freistandi að fara fram úr sér eftir þessa góðu frumraun en vísara að stíga varlega til jarðar. Andstæðingurinn var ekki sá besti, þrátt fyrir að vera með heimsklassa markvörð, og Þorsteinn mun ekki spila svona í öllum landsleikjum. En mikið ofboðslega lofaði hann góðu. Það er heldur ekki eins og Þorsteinn sé að gera þetta í fyrsta skipti. Hann var einn besti leikmaður deildarinnar hér heima áður en hann hélt til Porto þar sem hann hefur spilað stórvel og er þriðji markahæsti leikmaður portúgölsku úrvalsdeildarinnar. Og Þorsteinn var í lykilhlutverki hjá íslenska U-20 ára landsliðinu sem vann brons á HM í fyrra. Þorsteinn sýndi allavega að hann getur hjálpað íslenska liðinu á HM í janúar. Hann er vopn sem við höfum varla haft síðan í svarthvítu. Það virðist allavega vera í genunum að vera góður að kasta hlutum. Systir hans er kúluvarparinn og Ólympíufarinn Erna Sóley Gunnarsdóttir. Og megi þau gleðja íslenskt íþróttaáhugafólk sem mest á næstum árum. Utan vallar Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
„Ég fékk bara fullt skotleyfi og ég auðvitað nýtti mér það. Þeir sögðu mér bara að vaða á þetta og fara hundrað prósent. Ég gerði það bara,“ sagði Þorsteinn eftir stórleik sinn í viðureign Íslands og Bosníu í undankeppni EM 2026 í Laugardalshöll í gærkvöldi. Kvöldið þar sem hann kynnti sig fyrir hinum almenna Íslendingi. Busaballið hans. Þetta var reyndar ekki fyrsti landsleikur Þorsteins og handboltaáhugafólk hefur fylgst með honum í nokkur ár. Hann er nú einu sinni atvinnumaður í greininni. En í gær stimplaði hann sig inn hjá Jóa á bolnum, Dúdda Liverpool og Dilla á lyftaranum (nikk til Bestu plötu manna). Eftir mikið hnoð og stirða sókn í fyrri hálfleik losaði Þorsteinn um stífluna þegar hann kom inn á í byrjun seinni hálfleiks. Þegar yfir lauk hafði hann skorað átta mörk úr níu skotum í 32-26 sigri Íslands. Strákarnir okkar skoruðu aðeins tólf mörk í fyrri hálfleik en tuttugu í þeim seinni og sigurinn var á endanum öruggur. Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson jós Þorstein lofi eftir leikinn. „Þetta var svolítið stirt sóknarlega og við vorum lengi að finna taktinn. Svo auðvitað heggur Steini [Þorsteinn Leó Gunnarsson] á ákveðinn hnút og kemur með þessi auðveldu mörk sem við þurftum á að halda. Ómar [Ingi Magnússon] og Janus [Daði Smárason] gera frábærlega að spila hann uppi, en mér fannst að þegar Steini fór að setja þessi mörk þá losnaði um alla aðra sóknarlega og við gengum á lagið,“ sagði Snorri. „Hann er búinn að vera meiddur í síðustu tveimur verkefnum, en æfði með okkur í janúar. Við erum búnir að vera aðeins að bíða eftir honum. Maður er búinn að fylgjast með honum í Porto og hann hefur gert hlutina vel þar. Hann er bara vopn sem við höfum ekkert endilega haft og gefur okkur klárlega mikla vídd sem við þurfum að nýta.“ Eins og Snorri sagði býr Þorsteinn yfir eiginleikum sem íslenska landsliðið hefur ekki haft í mörg ár. Hávaxin skytta af gamla skólanum sem getur lyft sér upp langt fyrir utan og neglt á markið. Mótvægi við hina frábæru útispilarana sem við eigum. Með tilkomu Þorsteins ættu lið ekki að geta komist upp með að negla tjaldhælunum á sex metrunum og bjóða íslenska liðinu að skjóta fyrir utan. Þorsteinn gerði þetta auðvitað ekki einn og eins og Snorri nefndi opnuðu Ómar og Janus fyrir hann hvað eftir annað og komu honum í þær stöður sem hann er bestur í. Og Þorsteinn gekk á lagið og kláraði færin sín, aftur og aftur. Útilínan Ómar-Janus-Þorsteinn leit allavega hrikalega vel út. Það er auðvitað freistandi að fara fram úr sér eftir þessa góðu frumraun en vísara að stíga varlega til jarðar. Andstæðingurinn var ekki sá besti, þrátt fyrir að vera með heimsklassa markvörð, og Þorsteinn mun ekki spila svona í öllum landsleikjum. En mikið ofboðslega lofaði hann góðu. Það er heldur ekki eins og Þorsteinn sé að gera þetta í fyrsta skipti. Hann var einn besti leikmaður deildarinnar hér heima áður en hann hélt til Porto þar sem hann hefur spilað stórvel og er þriðji markahæsti leikmaður portúgölsku úrvalsdeildarinnar. Og Þorsteinn var í lykilhlutverki hjá íslenska U-20 ára landsliðinu sem vann brons á HM í fyrra. Þorsteinn sýndi allavega að hann getur hjálpað íslenska liðinu á HM í janúar. Hann er vopn sem við höfum varla haft síðan í svarthvítu. Það virðist allavega vera í genunum að vera góður að kasta hlutum. Systir hans er kúluvarparinn og Ólympíufarinn Erna Sóley Gunnarsdóttir. Og megi þau gleðja íslenskt íþróttaáhugafólk sem mest á næstum árum.
Utan vallar Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn