Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir og Gunnar Hersveinn skrifa 8. nóvember 2024 08:01 Nú marrar í malbikinu undan nöglum vetrardekkja, í níu stiga hita í nóvember. Yfir Esjunni svífur ekki lengur sólroðið ský, heldur brúnleitt mengunarský af svifrykinu sem nagladekkin losa af götunum. Margar leiðir eru færar til að losna við þennan ófögnuð, sem ógnar heilsu borgarbúa, loftslaginu og umhverfinu öllu. Nokkur dekkjaverkstæði fullyrða að betri lausnir finnist nú í annarskonar vetrardekkjum en þeim gamaldags negldu dekkjum sem við mörg erum vönust. Bíll á nöglum mengar allt að 40 sinnum meira en bíll sem ekki er á nöglum. Það er sinnum, ekki 20-40% meira heldur 2000% meira. Þrátt fyrir að nú sé vetur, hálka líkleg í efri byggðum á morgnana, Hellisheiðin varasöm og hálka í roki á Kjalarnesinu, þá finnast margar ólíkar leiðir til að forðast nagladekkin sem líka eru skaðleg. Það er ekki sjálfgefið að aka á nöglum þótt almanakið leyfi það frá 1. nóvember til 15. apríl. Sífellt betri naglalaus dekk eru í boði, vetrardekkjakönnun 2024 sem FÍB hefur birt staðfestir það. Þar fá valin naglalaus dekk mjög góða umsögn og háa einkunn. Fyrir þá sem enn treysta á nagla þegar farið er um hála fjallvegi má benda á möguleikann á skammtímaleigu vetrardekkja sem hægt er að nýta fyrir stakar ferðir. Landvernd og Reykjavíkurborg taka nú höndum saman í átaki gegn nöglum á götum borgarinnar. Við hvetjum fólk til að taka upplýsta ákvörðun áður en nagladekkin eru sett undir. Að fólk kynni sér aðra kosti og reyni í lengstu lög að komast hjá því að spæna upp malbikið. Því það er skaðlegt á svo margan hátt. Það er dýrt, það er veldur loftmengun, ertingu í öndunarvegum og er heilsuspillandi. Nagladekk skila ekki meira öryggi en góð, vönduð og margprófuð naglalaus vetrardekk. Nagladekk eru ekki aðeins slæm fyrir loftgæðin á höfuðborgarsvæðinu heldur skapa þau hávaða og kostnaður við viðhald gatna hækkar. Skemmdir í malbiki draga líka verulega úr viðunandi akstursskilyrðum. Naglar í dekkjum hjálpa til dæmis ekki til við akstur í snjó heldur aðeins við ákveðin skilyrði við ísingu á götum. Hlutfallið milli negldra og ónegldra dekkja í janúar 2024 var þannig að 40,3% ökutækja voru á negldum dekkjum í Reykjavík. Þetta er alltof há tala á svæði þar sem vetrarþjónusta gatna er góð og hægt að nýta almenningssamgöngur til að fara á milli staða. Nú sem aldrei fyrr er ástæða til að velja góð vetrardekk og sleppa nöglunum. Gerum þetta saman – loftgæði eru lífsgæði! Aðrir og betri hjólbarðar eru þegar á markmiði og nefna má að innviðir fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur hafa stórbatnað á höfuðborgarsvæðinu. Höfundar starfa fyrir Landvernd og Reykjavíkurborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Nagladekk Umhverfismál Samgöngur Reykjavík Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Nú marrar í malbikinu undan nöglum vetrardekkja, í níu stiga hita í nóvember. Yfir Esjunni svífur ekki lengur sólroðið ský, heldur brúnleitt mengunarský af svifrykinu sem nagladekkin losa af götunum. Margar leiðir eru færar til að losna við þennan ófögnuð, sem ógnar heilsu borgarbúa, loftslaginu og umhverfinu öllu. Nokkur dekkjaverkstæði fullyrða að betri lausnir finnist nú í annarskonar vetrardekkjum en þeim gamaldags negldu dekkjum sem við mörg erum vönust. Bíll á nöglum mengar allt að 40 sinnum meira en bíll sem ekki er á nöglum. Það er sinnum, ekki 20-40% meira heldur 2000% meira. Þrátt fyrir að nú sé vetur, hálka líkleg í efri byggðum á morgnana, Hellisheiðin varasöm og hálka í roki á Kjalarnesinu, þá finnast margar ólíkar leiðir til að forðast nagladekkin sem líka eru skaðleg. Það er ekki sjálfgefið að aka á nöglum þótt almanakið leyfi það frá 1. nóvember til 15. apríl. Sífellt betri naglalaus dekk eru í boði, vetrardekkjakönnun 2024 sem FÍB hefur birt staðfestir það. Þar fá valin naglalaus dekk mjög góða umsögn og háa einkunn. Fyrir þá sem enn treysta á nagla þegar farið er um hála fjallvegi má benda á möguleikann á skammtímaleigu vetrardekkja sem hægt er að nýta fyrir stakar ferðir. Landvernd og Reykjavíkurborg taka nú höndum saman í átaki gegn nöglum á götum borgarinnar. Við hvetjum fólk til að taka upplýsta ákvörðun áður en nagladekkin eru sett undir. Að fólk kynni sér aðra kosti og reyni í lengstu lög að komast hjá því að spæna upp malbikið. Því það er skaðlegt á svo margan hátt. Það er dýrt, það er veldur loftmengun, ertingu í öndunarvegum og er heilsuspillandi. Nagladekk skila ekki meira öryggi en góð, vönduð og margprófuð naglalaus vetrardekk. Nagladekk eru ekki aðeins slæm fyrir loftgæðin á höfuðborgarsvæðinu heldur skapa þau hávaða og kostnaður við viðhald gatna hækkar. Skemmdir í malbiki draga líka verulega úr viðunandi akstursskilyrðum. Naglar í dekkjum hjálpa til dæmis ekki til við akstur í snjó heldur aðeins við ákveðin skilyrði við ísingu á götum. Hlutfallið milli negldra og ónegldra dekkja í janúar 2024 var þannig að 40,3% ökutækja voru á negldum dekkjum í Reykjavík. Þetta er alltof há tala á svæði þar sem vetrarþjónusta gatna er góð og hægt að nýta almenningssamgöngur til að fara á milli staða. Nú sem aldrei fyrr er ástæða til að velja góð vetrardekk og sleppa nöglunum. Gerum þetta saman – loftgæði eru lífsgæði! Aðrir og betri hjólbarðar eru þegar á markmiði og nefna má að innviðir fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur hafa stórbatnað á höfuðborgarsvæðinu. Höfundar starfa fyrir Landvernd og Reykjavíkurborg.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun