Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar 7. nóvember 2024 13:00 Samfylkingin er með plan Það er sama hvar maður kemur að tali við kjósendur um hvaða mál liggja þeim á hjarta í komandi kosningum. Öll nefna húsnæðismál, efnahagsmál og heilbrigðismál. Það er samhljóma þeim samtölum sem Samfylkingin hefur átt við fólkið í landinu á liðnum tveimur árum. Flokkurinn hefur farið í mikla málefnavinnu, í samráði við almenning, fagfélög, félagasamtök, sérfræðinga og fleiri. Plan Samfylkingar fyrir komandi tvö kjörtímabil er kynnt í þremur útspilum Samfylkingarinnar: Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum, Krafa um árangur í atvinnu og samgöngumálum og Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum, allt auðlesnar og innihaldsríkar áætlanir þar sem vilji til framkvæmda er rauður þráður. Útspilin endurspegla grunnhugmynd flokksins um að stöðugleiki, kröftug verðmætasköpun, öguð ríkisfjármál og skynsamleg tekjuöflun, verði grunnur að sterkri velferð og greiðslu á innviðaskuldum sem hafa fengið að safnast upp allt of lengi. Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Því var nýlega haldið fram að Samfylkingin ætli að hækka skatta um ákveðna upphæð á mann. Það er ekki rétt. Það er alls ekki þannig að Samfylkingin ætli að dreifa skattheimtu á fólkið í landinu. Við ætlum að vinna fyrir því sem þarf til að ráðast í uppbyggingu á innviðum og velferðarkerfi með skynsamlegum hætti. Í fyrsta lagi með tiltekt í rekstri ríkisins, í öðru lagi með sanngjarnri tekjuöflun og í þriðja lagi með vitneskju um það að sumar fjárfestingar í innviðum munu skila sér í aukinni verðmætasköpun til lengri tíma litið. Öll plön Samfylkingar miðast við að vinna jafnt og þétt í málum yfir tvö kjörtímabil en hingað til hefur skort á slíka langtímasýn í íslenskum stjórnmálum. Samfylkingin hyggst ekki taka neinar kollsteypur í íslensku þjóðfélagi, heldur leggur áherslu á að setja raunhæf markmið og taka örugg skref í átt að betra samfélagi. Hvað varðar tekjuöflun ríkisins er ætlunin að setja á almennt og hóflegt auðlindagjald og með því að skrúfa fyrir skattaglufur sem er jú sanngirnismál. Eina skattahækkunin sem Samfylkingin hefur talað fyrir er hófleg hækkun fjármagnstekjuskatts úr 22% í 25%, en með samhliða hækkun á frítekjumörkum fjármagnstekna. Hvergi er að finna áform um skattlagningu almenns launafólks með hækkun á tekjuskatti. Svikin loforð Sjálfstæðisflokks Sjálfstæðisflokkurinn hefur hækkað kostnað heimilanna verulega á undanförnum árum, því höfum við öll fundið fyrir. Með verðbólgu, vöxtum og húsnæðisverði. Vextir heimilanna af húsnæðislánum voru 40 milljörðum hærri árið 2023 miðað við 2021. Greiðslubyrði af meðalláni hefur hækkað um 150 til 350 þúsund krónur á mánuði eftir því hvort lánið er verðtryggt eða ekki. Meðalíbúð hefur hækkað úr 50 í 70 milljónir króna. Um leið hefur matarkarfan hækkað svo um munar, eða um 400 þúsund krónur á ári fyrir fjölskyldu sem varði 125 þúsundum króna í mat á mánuði árið 2021. Þá hefur skattbyrði venjulegs vinnandi fólks hækkað jafnt og þétt í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem byggir á gögnum frá Hagstofu Íslands, undantekning er reyndar tekjuhæsta tíundin þar sem skattar hafa lækkað hlutfallslega. Þetta er ekki eins og lofað var þegar formaður Sjálfstæðisflokksins lofaði lágum vöxtum og lægri sköttum fyrir síðustu alþingiskosningar. Þá er hvergi að sjá þess merki um hver plön Sjálfstæðisflokksins eru að þessu sinni. Samfylkingin lækkar kostnað heimilanna Kæru kjósendur. Samfylkingin ætlar að lækka kostnað heimilanna með þeim aðgerðum sem að ofan voru nefndar, fáum við til þess umboð í kosningum. Það væri rangt að hækka skatta á vinnandi fólk eftir allar þær álögur sem fráfarandi ríkisstjórn hefur lagt á almenning. Lærum af fortíðinni og horfum til framtíðar. Það er hægt að gera betur. Þann 30. nóvember fær þjóðin tækifæri til að kjósa nýtt upphaf undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, hagfræðings og formanns Samfylkingarinnar en henni er hægt að treysta fyrir ábyrgri hagstórn. Nýtum það tækifæri samfélaginu til heilla. Höfundur skipar 1. sæti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin er með plan Það er sama hvar maður kemur að tali við kjósendur um hvaða mál liggja þeim á hjarta í komandi kosningum. Öll nefna húsnæðismál, efnahagsmál og heilbrigðismál. Það er samhljóma þeim samtölum sem Samfylkingin hefur átt við fólkið í landinu á liðnum tveimur árum. Flokkurinn hefur farið í mikla málefnavinnu, í samráði við almenning, fagfélög, félagasamtök, sérfræðinga og fleiri. Plan Samfylkingar fyrir komandi tvö kjörtímabil er kynnt í þremur útspilum Samfylkingarinnar: Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum, Krafa um árangur í atvinnu og samgöngumálum og Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum, allt auðlesnar og innihaldsríkar áætlanir þar sem vilji til framkvæmda er rauður þráður. Útspilin endurspegla grunnhugmynd flokksins um að stöðugleiki, kröftug verðmætasköpun, öguð ríkisfjármál og skynsamleg tekjuöflun, verði grunnur að sterkri velferð og greiðslu á innviðaskuldum sem hafa fengið að safnast upp allt of lengi. Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Því var nýlega haldið fram að Samfylkingin ætli að hækka skatta um ákveðna upphæð á mann. Það er ekki rétt. Það er alls ekki þannig að Samfylkingin ætli að dreifa skattheimtu á fólkið í landinu. Við ætlum að vinna fyrir því sem þarf til að ráðast í uppbyggingu á innviðum og velferðarkerfi með skynsamlegum hætti. Í fyrsta lagi með tiltekt í rekstri ríkisins, í öðru lagi með sanngjarnri tekjuöflun og í þriðja lagi með vitneskju um það að sumar fjárfestingar í innviðum munu skila sér í aukinni verðmætasköpun til lengri tíma litið. Öll plön Samfylkingar miðast við að vinna jafnt og þétt í málum yfir tvö kjörtímabil en hingað til hefur skort á slíka langtímasýn í íslenskum stjórnmálum. Samfylkingin hyggst ekki taka neinar kollsteypur í íslensku þjóðfélagi, heldur leggur áherslu á að setja raunhæf markmið og taka örugg skref í átt að betra samfélagi. Hvað varðar tekjuöflun ríkisins er ætlunin að setja á almennt og hóflegt auðlindagjald og með því að skrúfa fyrir skattaglufur sem er jú sanngirnismál. Eina skattahækkunin sem Samfylkingin hefur talað fyrir er hófleg hækkun fjármagnstekjuskatts úr 22% í 25%, en með samhliða hækkun á frítekjumörkum fjármagnstekna. Hvergi er að finna áform um skattlagningu almenns launafólks með hækkun á tekjuskatti. Svikin loforð Sjálfstæðisflokks Sjálfstæðisflokkurinn hefur hækkað kostnað heimilanna verulega á undanförnum árum, því höfum við öll fundið fyrir. Með verðbólgu, vöxtum og húsnæðisverði. Vextir heimilanna af húsnæðislánum voru 40 milljörðum hærri árið 2023 miðað við 2021. Greiðslubyrði af meðalláni hefur hækkað um 150 til 350 þúsund krónur á mánuði eftir því hvort lánið er verðtryggt eða ekki. Meðalíbúð hefur hækkað úr 50 í 70 milljónir króna. Um leið hefur matarkarfan hækkað svo um munar, eða um 400 þúsund krónur á ári fyrir fjölskyldu sem varði 125 þúsundum króna í mat á mánuði árið 2021. Þá hefur skattbyrði venjulegs vinnandi fólks hækkað jafnt og þétt í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem byggir á gögnum frá Hagstofu Íslands, undantekning er reyndar tekjuhæsta tíundin þar sem skattar hafa lækkað hlutfallslega. Þetta er ekki eins og lofað var þegar formaður Sjálfstæðisflokksins lofaði lágum vöxtum og lægri sköttum fyrir síðustu alþingiskosningar. Þá er hvergi að sjá þess merki um hver plön Sjálfstæðisflokksins eru að þessu sinni. Samfylkingin lækkar kostnað heimilanna Kæru kjósendur. Samfylkingin ætlar að lækka kostnað heimilanna með þeim aðgerðum sem að ofan voru nefndar, fáum við til þess umboð í kosningum. Það væri rangt að hækka skatta á vinnandi fólk eftir allar þær álögur sem fráfarandi ríkisstjórn hefur lagt á almenning. Lærum af fortíðinni og horfum til framtíðar. Það er hægt að gera betur. Þann 30. nóvember fær þjóðin tækifæri til að kjósa nýtt upphaf undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, hagfræðings og formanns Samfylkingarinnar en henni er hægt að treysta fyrir ábyrgri hagstórn. Nýtum það tækifæri samfélaginu til heilla. Höfundur skipar 1. sæti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun