„Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 07:03 Það þurfa fleiri að hoppa á vagninn segir Jónína Þóra Einarsdóttir leiðtogi í sjálfbærni, öryggi og gæðum hjá Steypustöðinni, sem undanfarið hefur unnið að því að rafvæða steypubílaflotann sinn. Árangurinn lætur ekki á sér standa; kolefnissporin lækka og með sparnaði við olíukaup munu bílarnir sjálfir borga sig upp á fimm árum. Vísir/Anton Brink „Þróunin er mjög hröð og það eru nokkrir verktakar sem eru til fyrirmyndar, segir Jónína Þóra Einarsdóttir, leiðtogi í sjálfbærni, öryggi og gæðum hjá Steypustöðinni. Sem á dögunum hlaut hvatningaverðlaun CreditInfo fyrir framúrskarandi árangur á sviði umhverfismála árið 2024. Verðlaunin voru afhent í síðustu viku, en það sem stendur hvað hæst í árangri Steypustöðvarinnar er sérstakt framtak við rafvæðingu bílaflotans, sem nú samanstendur af sex rafmagnssteypubílum, einum rafmagnsdráttarbíl og tveimur hybridsteypudælum. En Jónína segir fleiri þurfa að hoppa á vagninn. „Það vantar gífurlega mikla vitundavakningu í hönnunarhópinn því þar eru enn allt of margir sem segja bara: Ja svona hefur þetta bara alltaf verið gert og virkað,” segir Jónína. Fljótlega munu aðilar þó ekki hafa neitt um það að segja hvort þeir kjósi sjálfir að fara í umhverfisvænar breytingar eða ekki. „Það er einfaldlega að taka í gildi reglugerð sem mun knúa menn til að breyta. Það sem við höfum verið að gera, er að undirbúa okkur undir þær breytingar sem framundan eru.“ Danir setja markið hátt Reglugerðin sem Jónína vísar til tekur gildi 1.september 2025 og því er ekki langur tími til stefnu. Jónína segir Norðurlöndin ýmiss vel á veg kominn. „Til dæmis Danir því þeir settu kolefnisþak á sínar byggingar. Þakið er orðið mjög lágt, hratt, sem vissulega er íþyngjandi fyrir byggingaraðila. En stjórnvöld setja markið hátt þar utan.“ Það sem kolefnisþak þýðir er að hver bygging er hönnuð og byggð innan ákveðins ramma leyfilegrar kolefnislosunar. Í tilfelli Steypustöðvarinnar, er sementið í steypunni það sem skapar hæsta kolefnissporið. „Kolefnispor í steypunni er þannig að hann er meira og minna samankomin af sementinu sem þó er ekki nema 10% af rúmmáli steypunnar.“ En hversu marktækt er það þá að horfa á rafvæðingu bílaflotans sem frábæran árangur, ef það er steypan sjálf sem hefur hæsta kolefnissporið? „Jú við höfum heyrt þessar efasemdarraddir og það er allt í góðu. En kolefnisspor byggingariðnaðarins ræðst af mörgum þáttum. Rafvæðing flotans skilaði til dæmis strax kolefnissparnaði. Sementið er framleitt erlendis og þar hafa framleiðendur þegar hafið innleiðingu á umhverfisvænna efni,“ svarar Jónína og bætir við: „En Steypustöðin hefur gengið skrefinu lengra og dregið úr sementsnotkun með því að blanda íaukum við steypuna, sem dregur úr þörfinni á sementi.“ Jónína kannast alveg við þá þreytu eða bakslag sem orðið hefur í atvinnulífinu þegar kemur að umhverfismálunum. Sumir ranghvolfa meira að segja augunum þegar hún segir við hvað hún starfar. Sjálfbærni snýst samt um svo margt. Meðal annars það að starfsfólki líði betur.Vísir/Anton Brink Sumir ranghvolfa augunum… Jónína byrjaði á því að læra innanhússarkitektúr. „En verandi ágætis raungreinanörd ákvað ég að fara í umhverfis- og byggingaverkfræðina sem ég gerði í Háskóla Íslands.” Síðar fór hún í meistaranám til Kaupmannahafnar og þar jókst áhuginn á sjálfbærni og umhverfismálunum. „Ég starfaði síðan við samgöngu- og skipulagsmál hjá Verkfræðistofu VSB í Hafnarfirði og tók síðar réttindi sem BREEAM matsmaður,” segir Jónína og vísar þar til ferlis sem þarf til að byggingar fái umhverfisvottun. Starfið hjá Steypustöðinni varð síðan til í kjölfar stefnumótunar sem fyrirtækið fór í, þar sem sjálfbærni var sett á oddinn. Jú, jú, ég sé alveg stundum að fólk er að ranghvolfa augunum þegar ég segi hvað ég geri eða jafnvel mætir á kynningu hjá mér en er ekki sammála neinu sem ég segi,” svarar Jónína og brosir; Aðspurð um þá þreytu eða bakslag sem nú er talað um að sé uppi í vegferð umhverfismála og fyrirtækjareksturs. „En við höfum náð að vinna statt og stöðugt að þessu markvisst hjá Steypustöðinni einfaldlega vegna þess að í gildunum okkar, er sjálfbærnin fyrsta atriðið og hér eru stjórnendur því mjög meðvitaðir og miklir þátttakendur í vegferðinni.” Jónína bendir líka á að sjálfbærnin feli svo margt í sér. „Tökum til dæmis þennan áfanga okkar að rafvæða bílaflotann. Hluti af sjálfbærni felst í að horfa til þess hvernig okkar fólki líður, sem við gerum líka þegar við horfum til rafvæðingu bílanna. Þar sem til dæmis hávaðamengunin er mun minni fyrir okkar starfsfólk miðað við díselknúna bíla.” Það þarf hugrekki til breytinga segir Jónína, en Steypustöðin hlaut á dögunum hvatningaverðlaun CreditInfo fyrir framúrskarandi árangur á sviði umhverfismála árið 2024. Reglugerðin sem tekur gildi á næsta ári geri aðilum ekki fært að segja lengur: Ja svona hefur þetta bara alltaf verið gert og virkað.Vísir/Anton Brink Lífsferilsgreiningar Það sem Jónína segir munu fylgja nýrri reglugerð eru svokallaðar lífsferilsgreiningar. „Lífsferilsgreining er útreikningar á því hvað hver vara sem framleidd er, er að skilja eftir sig í umhverfisáhrifum frá upphafi framleiðslu og þar til hlutverki hennar lýkur,“ segir Jónína og bætir við: „Í nýrri útgáfu fyrir Svansvottun í byggingageiranum mun því allt teljast til, þar á meðal flutningur á hráefni til og frá byggingareit.“ Sem þar með setur hlutina í samhengi við til dæmis rafvæðingu bílaflota Steypustöðvarinnar. Því til að setja þann áfanga í tölulegt samhengi má nefna að frá því að fyrsti rafmagnssteypubíllinn var keyptur í maí 2023, hefur kolefnissparnaðurinn numið um 300.000 kíló eða það samsvarar um 92.000 lítrum á dísilsparnaði. „Sem segir okkur líka að bílarnir munu borga sig upp á fimm árum því við erum að spara það mikið í olíukaupum.” Hvað varðar sementið sjálft, er sú vinna í gangi á rannsóknarstofu Steypustöðvarinnar að þróa umhverfisvæna steypu og segir Jónína því margt í gangi og enn meira framundan. En hver telur þú vera skýringuna á því að ykkur hefur tekist að halda þessari vinnu í forgrunni, þrátt fyrir að bakslag sé að finnast víða í atvinnulífinu? „Hjá okkur tókst það vel með því að vinna í allsherjar stefnumótun þar sem sjálfbærnin var sett á oddinn og til að mynda mitt stöðugildi búið til í kjölfarið á því. Að stjórnendur séu með ástríðu fyrir verkefninu tel ég samt skipta miklu máli en að okkar mati er sjálfbærnin einfaldlega eina leiðin til að halda áfram að vera leiðandi á markaði,” segir Jónína og bætir við: Það kallar á ákveðið hugrekki að breyta. En reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki. Á endanum munu aðilar því einfaldlega hellast úr lestinni, nema þeir taki ákvörðun um að hoppa á vagninn líka. Því það er það sem þarf.” Í dag heldur Festa, miðstöð um sjálfbærni, í fyrsta sinn fyrir viðburði sem aðeins er ætlaður stjórnarfólki og framkvæmdastjórnum aðildarfélaga. Sjá nánar í viðtali Atvinnulífsins í síðustu viku. Umhverfismál Byggingariðnaður Stjórnun Sjálfbærni Tengdar fréttir Móbergið mögulega jákvæð lausn fyrir heiminn en ekki íslenska bókhaldið Það kemur kannski á óvart að heyra hversu mikil rannsóknar- og nýsköpunarstarf fer fram hjá BM Vallá. Fyrirtækið vinnur að nokkrum nýsköpunarverkefnum þessi misserin, þar sem hver steypuuppskriftin á fætur annarrar er blönduð, prófuð, rannsökuð og mæld. 9. nóvember 2022 07:00 Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Mamma sagði nú bara við mig þá: Sif mín, viltu ekki bara koma heim?“ segir Sif Jakobs skartgripahönnuður og hlær. Sem þó tók það ekki í mál, hélt áfram að banka upp á dyrnar hjá skartgripaverslunum í Kaupmannahöfn þar til hún fékk loksins vinnu í skartgripaverslun. 24. október 2024 07:03 Sjálfbærniskólinn: Mörg fyrirtæki að gera geggjað góða hluti án þess að átta sig á því „Það eru mörg fyrirtæki að gera geggjaða hluti nú þegar, án þess endilega að átta sig á því að margt af því telst nú þegar til sjálfbærninnar,“ segir Elva Rakel Jónsdóttir framkvæmdastjóri Festu og gestgjafi í Sjálfbærniskólanum sem hefst í haust í Opna háskólanum, Háskóla Reykjavíkur. 27. júní 2024 07:00 Jákvæð þróun: Hnattræn losun í hámarki „Við fylgjumst eðilega mest með fréttum um það sem er að gerast hverju sinni. Núna erum við með augun á hamförunum í Grindavík og reglulega sjáum við fréttir á forsíðum um skógarelda erlendis og fleira. Fyrir vikið falla í skuggann upplýsingar um ýmislegt sem þó er að sýna okkur jákvæða þróun,“ segir Halldór Björnsson fagstjóri veðurs og loftlags hjá Veðurstofunni. 24. janúar 2024 07:01 Fyrirtæki ákærð og stjórnendur reknir fyrir að fegra upplýsingar „Fólk verður að átta sig á því að úti í hinum stóra heimi er verið að ákæra fyrirtæki og reka stjórnendur fyrir grænþvott, en grænþvottur kallast það þegar upplýsingar gefa til kynna að starfsemin sé grænni en hún er í raun. Þetta er staðan og þetta verður framtíðin ef fyrirtæki taka ekki alvarlega á sínum sjálfbærnimálum og fara að sýna raunverulegan árangur,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel. 10. nóvember 2022 07:01 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Verðlaunin voru afhent í síðustu viku, en það sem stendur hvað hæst í árangri Steypustöðvarinnar er sérstakt framtak við rafvæðingu bílaflotans, sem nú samanstendur af sex rafmagnssteypubílum, einum rafmagnsdráttarbíl og tveimur hybridsteypudælum. En Jónína segir fleiri þurfa að hoppa á vagninn. „Það vantar gífurlega mikla vitundavakningu í hönnunarhópinn því þar eru enn allt of margir sem segja bara: Ja svona hefur þetta bara alltaf verið gert og virkað,” segir Jónína. Fljótlega munu aðilar þó ekki hafa neitt um það að segja hvort þeir kjósi sjálfir að fara í umhverfisvænar breytingar eða ekki. „Það er einfaldlega að taka í gildi reglugerð sem mun knúa menn til að breyta. Það sem við höfum verið að gera, er að undirbúa okkur undir þær breytingar sem framundan eru.“ Danir setja markið hátt Reglugerðin sem Jónína vísar til tekur gildi 1.september 2025 og því er ekki langur tími til stefnu. Jónína segir Norðurlöndin ýmiss vel á veg kominn. „Til dæmis Danir því þeir settu kolefnisþak á sínar byggingar. Þakið er orðið mjög lágt, hratt, sem vissulega er íþyngjandi fyrir byggingaraðila. En stjórnvöld setja markið hátt þar utan.“ Það sem kolefnisþak þýðir er að hver bygging er hönnuð og byggð innan ákveðins ramma leyfilegrar kolefnislosunar. Í tilfelli Steypustöðvarinnar, er sementið í steypunni það sem skapar hæsta kolefnissporið. „Kolefnispor í steypunni er þannig að hann er meira og minna samankomin af sementinu sem þó er ekki nema 10% af rúmmáli steypunnar.“ En hversu marktækt er það þá að horfa á rafvæðingu bílaflotans sem frábæran árangur, ef það er steypan sjálf sem hefur hæsta kolefnissporið? „Jú við höfum heyrt þessar efasemdarraddir og það er allt í góðu. En kolefnisspor byggingariðnaðarins ræðst af mörgum þáttum. Rafvæðing flotans skilaði til dæmis strax kolefnissparnaði. Sementið er framleitt erlendis og þar hafa framleiðendur þegar hafið innleiðingu á umhverfisvænna efni,“ svarar Jónína og bætir við: „En Steypustöðin hefur gengið skrefinu lengra og dregið úr sementsnotkun með því að blanda íaukum við steypuna, sem dregur úr þörfinni á sementi.“ Jónína kannast alveg við þá þreytu eða bakslag sem orðið hefur í atvinnulífinu þegar kemur að umhverfismálunum. Sumir ranghvolfa meira að segja augunum þegar hún segir við hvað hún starfar. Sjálfbærni snýst samt um svo margt. Meðal annars það að starfsfólki líði betur.Vísir/Anton Brink Sumir ranghvolfa augunum… Jónína byrjaði á því að læra innanhússarkitektúr. „En verandi ágætis raungreinanörd ákvað ég að fara í umhverfis- og byggingaverkfræðina sem ég gerði í Háskóla Íslands.” Síðar fór hún í meistaranám til Kaupmannahafnar og þar jókst áhuginn á sjálfbærni og umhverfismálunum. „Ég starfaði síðan við samgöngu- og skipulagsmál hjá Verkfræðistofu VSB í Hafnarfirði og tók síðar réttindi sem BREEAM matsmaður,” segir Jónína og vísar þar til ferlis sem þarf til að byggingar fái umhverfisvottun. Starfið hjá Steypustöðinni varð síðan til í kjölfar stefnumótunar sem fyrirtækið fór í, þar sem sjálfbærni var sett á oddinn. Jú, jú, ég sé alveg stundum að fólk er að ranghvolfa augunum þegar ég segi hvað ég geri eða jafnvel mætir á kynningu hjá mér en er ekki sammála neinu sem ég segi,” svarar Jónína og brosir; Aðspurð um þá þreytu eða bakslag sem nú er talað um að sé uppi í vegferð umhverfismála og fyrirtækjareksturs. „En við höfum náð að vinna statt og stöðugt að þessu markvisst hjá Steypustöðinni einfaldlega vegna þess að í gildunum okkar, er sjálfbærnin fyrsta atriðið og hér eru stjórnendur því mjög meðvitaðir og miklir þátttakendur í vegferðinni.” Jónína bendir líka á að sjálfbærnin feli svo margt í sér. „Tökum til dæmis þennan áfanga okkar að rafvæða bílaflotann. Hluti af sjálfbærni felst í að horfa til þess hvernig okkar fólki líður, sem við gerum líka þegar við horfum til rafvæðingu bílanna. Þar sem til dæmis hávaðamengunin er mun minni fyrir okkar starfsfólk miðað við díselknúna bíla.” Það þarf hugrekki til breytinga segir Jónína, en Steypustöðin hlaut á dögunum hvatningaverðlaun CreditInfo fyrir framúrskarandi árangur á sviði umhverfismála árið 2024. Reglugerðin sem tekur gildi á næsta ári geri aðilum ekki fært að segja lengur: Ja svona hefur þetta bara alltaf verið gert og virkað.Vísir/Anton Brink Lífsferilsgreiningar Það sem Jónína segir munu fylgja nýrri reglugerð eru svokallaðar lífsferilsgreiningar. „Lífsferilsgreining er útreikningar á því hvað hver vara sem framleidd er, er að skilja eftir sig í umhverfisáhrifum frá upphafi framleiðslu og þar til hlutverki hennar lýkur,“ segir Jónína og bætir við: „Í nýrri útgáfu fyrir Svansvottun í byggingageiranum mun því allt teljast til, þar á meðal flutningur á hráefni til og frá byggingareit.“ Sem þar með setur hlutina í samhengi við til dæmis rafvæðingu bílaflota Steypustöðvarinnar. Því til að setja þann áfanga í tölulegt samhengi má nefna að frá því að fyrsti rafmagnssteypubíllinn var keyptur í maí 2023, hefur kolefnissparnaðurinn numið um 300.000 kíló eða það samsvarar um 92.000 lítrum á dísilsparnaði. „Sem segir okkur líka að bílarnir munu borga sig upp á fimm árum því við erum að spara það mikið í olíukaupum.” Hvað varðar sementið sjálft, er sú vinna í gangi á rannsóknarstofu Steypustöðvarinnar að þróa umhverfisvæna steypu og segir Jónína því margt í gangi og enn meira framundan. En hver telur þú vera skýringuna á því að ykkur hefur tekist að halda þessari vinnu í forgrunni, þrátt fyrir að bakslag sé að finnast víða í atvinnulífinu? „Hjá okkur tókst það vel með því að vinna í allsherjar stefnumótun þar sem sjálfbærnin var sett á oddinn og til að mynda mitt stöðugildi búið til í kjölfarið á því. Að stjórnendur séu með ástríðu fyrir verkefninu tel ég samt skipta miklu máli en að okkar mati er sjálfbærnin einfaldlega eina leiðin til að halda áfram að vera leiðandi á markaði,” segir Jónína og bætir við: Það kallar á ákveðið hugrekki að breyta. En reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki. Á endanum munu aðilar því einfaldlega hellast úr lestinni, nema þeir taki ákvörðun um að hoppa á vagninn líka. Því það er það sem þarf.” Í dag heldur Festa, miðstöð um sjálfbærni, í fyrsta sinn fyrir viðburði sem aðeins er ætlaður stjórnarfólki og framkvæmdastjórnum aðildarfélaga. Sjá nánar í viðtali Atvinnulífsins í síðustu viku.
Umhverfismál Byggingariðnaður Stjórnun Sjálfbærni Tengdar fréttir Móbergið mögulega jákvæð lausn fyrir heiminn en ekki íslenska bókhaldið Það kemur kannski á óvart að heyra hversu mikil rannsóknar- og nýsköpunarstarf fer fram hjá BM Vallá. Fyrirtækið vinnur að nokkrum nýsköpunarverkefnum þessi misserin, þar sem hver steypuuppskriftin á fætur annarrar er blönduð, prófuð, rannsökuð og mæld. 9. nóvember 2022 07:00 Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Mamma sagði nú bara við mig þá: Sif mín, viltu ekki bara koma heim?“ segir Sif Jakobs skartgripahönnuður og hlær. Sem þó tók það ekki í mál, hélt áfram að banka upp á dyrnar hjá skartgripaverslunum í Kaupmannahöfn þar til hún fékk loksins vinnu í skartgripaverslun. 24. október 2024 07:03 Sjálfbærniskólinn: Mörg fyrirtæki að gera geggjað góða hluti án þess að átta sig á því „Það eru mörg fyrirtæki að gera geggjaða hluti nú þegar, án þess endilega að átta sig á því að margt af því telst nú þegar til sjálfbærninnar,“ segir Elva Rakel Jónsdóttir framkvæmdastjóri Festu og gestgjafi í Sjálfbærniskólanum sem hefst í haust í Opna háskólanum, Háskóla Reykjavíkur. 27. júní 2024 07:00 Jákvæð þróun: Hnattræn losun í hámarki „Við fylgjumst eðilega mest með fréttum um það sem er að gerast hverju sinni. Núna erum við með augun á hamförunum í Grindavík og reglulega sjáum við fréttir á forsíðum um skógarelda erlendis og fleira. Fyrir vikið falla í skuggann upplýsingar um ýmislegt sem þó er að sýna okkur jákvæða þróun,“ segir Halldór Björnsson fagstjóri veðurs og loftlags hjá Veðurstofunni. 24. janúar 2024 07:01 Fyrirtæki ákærð og stjórnendur reknir fyrir að fegra upplýsingar „Fólk verður að átta sig á því að úti í hinum stóra heimi er verið að ákæra fyrirtæki og reka stjórnendur fyrir grænþvott, en grænþvottur kallast það þegar upplýsingar gefa til kynna að starfsemin sé grænni en hún er í raun. Þetta er staðan og þetta verður framtíðin ef fyrirtæki taka ekki alvarlega á sínum sjálfbærnimálum og fara að sýna raunverulegan árangur,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel. 10. nóvember 2022 07:01 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Móbergið mögulega jákvæð lausn fyrir heiminn en ekki íslenska bókhaldið Það kemur kannski á óvart að heyra hversu mikil rannsóknar- og nýsköpunarstarf fer fram hjá BM Vallá. Fyrirtækið vinnur að nokkrum nýsköpunarverkefnum þessi misserin, þar sem hver steypuuppskriftin á fætur annarrar er blönduð, prófuð, rannsökuð og mæld. 9. nóvember 2022 07:00
Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Mamma sagði nú bara við mig þá: Sif mín, viltu ekki bara koma heim?“ segir Sif Jakobs skartgripahönnuður og hlær. Sem þó tók það ekki í mál, hélt áfram að banka upp á dyrnar hjá skartgripaverslunum í Kaupmannahöfn þar til hún fékk loksins vinnu í skartgripaverslun. 24. október 2024 07:03
Sjálfbærniskólinn: Mörg fyrirtæki að gera geggjað góða hluti án þess að átta sig á því „Það eru mörg fyrirtæki að gera geggjaða hluti nú þegar, án þess endilega að átta sig á því að margt af því telst nú þegar til sjálfbærninnar,“ segir Elva Rakel Jónsdóttir framkvæmdastjóri Festu og gestgjafi í Sjálfbærniskólanum sem hefst í haust í Opna háskólanum, Háskóla Reykjavíkur. 27. júní 2024 07:00
Jákvæð þróun: Hnattræn losun í hámarki „Við fylgjumst eðilega mest með fréttum um það sem er að gerast hverju sinni. Núna erum við með augun á hamförunum í Grindavík og reglulega sjáum við fréttir á forsíðum um skógarelda erlendis og fleira. Fyrir vikið falla í skuggann upplýsingar um ýmislegt sem þó er að sýna okkur jákvæða þróun,“ segir Halldór Björnsson fagstjóri veðurs og loftlags hjá Veðurstofunni. 24. janúar 2024 07:01
Fyrirtæki ákærð og stjórnendur reknir fyrir að fegra upplýsingar „Fólk verður að átta sig á því að úti í hinum stóra heimi er verið að ákæra fyrirtæki og reka stjórnendur fyrir grænþvott, en grænþvottur kallast það þegar upplýsingar gefa til kynna að starfsemin sé grænni en hún er í raun. Þetta er staðan og þetta verður framtíðin ef fyrirtæki taka ekki alvarlega á sínum sjálfbærnimálum og fara að sýna raunverulegan árangur,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel. 10. nóvember 2022 07:01