„Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. nóvember 2024 20:58 Sam Luczynski er skipuleggjandi hjá stéttarfélaginu Unite the Union, sem sendi fulltrúa hingað til lands til að berjast fyrir bættum kjörum félagsmanna sinna í Bretlandi. Vísir/Sigurjón Enskt stéttarfélag krefst þess að Bakkavör greiði starfsfólki sínu í Bretlandi mannsæmandi laun, en það hefur verið í verkfalli í sex vikur. Fulltrúar stéttarfélagsins hafa varpað harðorðum skilaboðum á hús víða um borgina, til þess að ná athygli eigenda fyrirtækisins. Fulltrúar stéttarfélagsins Unite the Union komu hingað til lands í gær, til þess að reyna að ná tali af Lýði og Ágústi Guðmundssonum, sem oft hafa verið kallaðir Bakkavararbræður, og Sigurði Valtýssyni. Ástæðan er kjaradeila starfsmanna í samlokuverksmiðju í eigu Bakkavarar við vinnuveitendur sína. Þremenningarnir fara saman með rúmlega helmingshlut í Bakkavör. „Félagar okkar eru í verkfalli í einni verksmiðjunni þeirra í Spalding á Englandi. Þeir fara fram á sanngjarna kauphækkun sem þeir eiga fyllilega skilið. Fyrirtækið hefur efni á því,“ segir Sam Luczynski, skipuleggjandi hjá Unite the Union. Um rúmlega 500 starfsmenn sé að ræða, sem hafi verið í verkfalli sleitulaust síðan seint í september. Krafan sé launahækkun sem myndi samtals nema um tveimur prósentum af hagnaði félagsins á síðasta ári, þannig að um tvö þúsund króna laun á tímann myndu hækka um tæpar 150 krónur. Sex vikna verkfall starfsmanna virðist ekki duga til að fá þær kröfur uppfylltar. „Við komum hingað til að ná athygli þeirra og til að öllum hér verði ljóst hvers konar menn þetta eru. Þeir velja núna að veita ekki þessa kauphækkun en í staðinn borga þeir sér háar arðgreiðslur á hverju ári.“ Sam ásamt félögum sínum úr Unite the Union. Stéttarfélagið hefur notið liðsinnis Eflingar í baráttu sinni.Vísir/Sigurjón Stéttarfélagið hefur víða varpað upp skilaboðum vegna málsins, sem einkum er beint að bræðrunum tveimur, á stöðum nálægt fasteignum í þeirra eigu. „Það er til að ná athygli þeirra og segja: Við vitum hvar hagsmunir ykkar eru. Komið að samningaborðinu og gerið okkur tilboð sem félagar okkar geta sætt sig við,“ segir Sam. Enn hafi ekki gengið að fá bræðurnar til viðræðna, þrátt fyrir bréf sem leiðtogi stéttarfélagsins ritaði þeim í síðustu viku. Fulltrúar stéttarfélagsins séu þó vongóðir um að brátt náist ásættanleg niðurstaða í málið. Skilaboð á flettiskjá úti á Granda. „Við viljum að starfsmennirnir fari aftur að vinna fyrir laun sem þeir verðskulda. Þeir vilja ekki vera í verkfalli og við viljum ekki vera hér.“ Í október sendi Bakkavör frá sér yfirlýsingu þar sem vonbrigðum var lýst með verkfallsaðgerðirnar og þá staðreynd að verkalýðsfélagið hefði hvatt 400 starfsmenn til að fara í verkfall, þrátt fyrir tilboð um launahækkanir umfram verðbólgu. Samningar hefðu náðst um laun á tuttugu öðrum starfsstöðvum félagins í Bretlandi. Sam segir herferðina þó munu standa eins lengi og þörf krefur, og er með einföld skilaboð til Bakkavarar: „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna.“ Bretland Kjaramál Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7. nóvember 2024 15:55 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Fulltrúar stéttarfélagsins Unite the Union komu hingað til lands í gær, til þess að reyna að ná tali af Lýði og Ágústi Guðmundssonum, sem oft hafa verið kallaðir Bakkavararbræður, og Sigurði Valtýssyni. Ástæðan er kjaradeila starfsmanna í samlokuverksmiðju í eigu Bakkavarar við vinnuveitendur sína. Þremenningarnir fara saman með rúmlega helmingshlut í Bakkavör. „Félagar okkar eru í verkfalli í einni verksmiðjunni þeirra í Spalding á Englandi. Þeir fara fram á sanngjarna kauphækkun sem þeir eiga fyllilega skilið. Fyrirtækið hefur efni á því,“ segir Sam Luczynski, skipuleggjandi hjá Unite the Union. Um rúmlega 500 starfsmenn sé að ræða, sem hafi verið í verkfalli sleitulaust síðan seint í september. Krafan sé launahækkun sem myndi samtals nema um tveimur prósentum af hagnaði félagsins á síðasta ári, þannig að um tvö þúsund króna laun á tímann myndu hækka um tæpar 150 krónur. Sex vikna verkfall starfsmanna virðist ekki duga til að fá þær kröfur uppfylltar. „Við komum hingað til að ná athygli þeirra og til að öllum hér verði ljóst hvers konar menn þetta eru. Þeir velja núna að veita ekki þessa kauphækkun en í staðinn borga þeir sér háar arðgreiðslur á hverju ári.“ Sam ásamt félögum sínum úr Unite the Union. Stéttarfélagið hefur notið liðsinnis Eflingar í baráttu sinni.Vísir/Sigurjón Stéttarfélagið hefur víða varpað upp skilaboðum vegna málsins, sem einkum er beint að bræðrunum tveimur, á stöðum nálægt fasteignum í þeirra eigu. „Það er til að ná athygli þeirra og segja: Við vitum hvar hagsmunir ykkar eru. Komið að samningaborðinu og gerið okkur tilboð sem félagar okkar geta sætt sig við,“ segir Sam. Enn hafi ekki gengið að fá bræðurnar til viðræðna, þrátt fyrir bréf sem leiðtogi stéttarfélagsins ritaði þeim í síðustu viku. Fulltrúar stéttarfélagsins séu þó vongóðir um að brátt náist ásættanleg niðurstaða í málið. Skilaboð á flettiskjá úti á Granda. „Við viljum að starfsmennirnir fari aftur að vinna fyrir laun sem þeir verðskulda. Þeir vilja ekki vera í verkfalli og við viljum ekki vera hér.“ Í október sendi Bakkavör frá sér yfirlýsingu þar sem vonbrigðum var lýst með verkfallsaðgerðirnar og þá staðreynd að verkalýðsfélagið hefði hvatt 400 starfsmenn til að fara í verkfall, þrátt fyrir tilboð um launahækkanir umfram verðbólgu. Samningar hefðu náðst um laun á tuttugu öðrum starfsstöðvum félagins í Bretlandi. Sam segir herferðina þó munu standa eins lengi og þörf krefur, og er með einföld skilaboð til Bakkavarar: „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna.“
Bretland Kjaramál Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7. nóvember 2024 15:55 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7. nóvember 2024 15:55