„Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. nóvember 2024 20:58 Sam Luczynski er skipuleggjandi hjá stéttarfélaginu Unite the Union, sem sendi fulltrúa hingað til lands til að berjast fyrir bættum kjörum félagsmanna sinna í Bretlandi. Vísir/Sigurjón Enskt stéttarfélag krefst þess að Bakkavör greiði starfsfólki sínu í Bretlandi mannsæmandi laun, en það hefur verið í verkfalli í sex vikur. Fulltrúar stéttarfélagsins hafa varpað harðorðum skilaboðum á hús víða um borgina, til þess að ná athygli eigenda fyrirtækisins. Fulltrúar stéttarfélagsins Unite the Union komu hingað til lands í gær, til þess að reyna að ná tali af Lýði og Ágústi Guðmundssonum, sem oft hafa verið kallaðir Bakkavararbræður, og Sigurði Valtýssyni. Ástæðan er kjaradeila starfsmanna í samlokuverksmiðju í eigu Bakkavarar við vinnuveitendur sína. Þremenningarnir fara saman með rúmlega helmingshlut í Bakkavör. „Félagar okkar eru í verkfalli í einni verksmiðjunni þeirra í Spalding á Englandi. Þeir fara fram á sanngjarna kauphækkun sem þeir eiga fyllilega skilið. Fyrirtækið hefur efni á því,“ segir Sam Luczynski, skipuleggjandi hjá Unite the Union. Um rúmlega 500 starfsmenn sé að ræða, sem hafi verið í verkfalli sleitulaust síðan seint í september. Krafan sé launahækkun sem myndi samtals nema um tveimur prósentum af hagnaði félagsins á síðasta ári, þannig að um tvö þúsund króna laun á tímann myndu hækka um tæpar 150 krónur. Sex vikna verkfall starfsmanna virðist ekki duga til að fá þær kröfur uppfylltar. „Við komum hingað til að ná athygli þeirra og til að öllum hér verði ljóst hvers konar menn þetta eru. Þeir velja núna að veita ekki þessa kauphækkun en í staðinn borga þeir sér háar arðgreiðslur á hverju ári.“ Sam ásamt félögum sínum úr Unite the Union. Stéttarfélagið hefur notið liðsinnis Eflingar í baráttu sinni.Vísir/Sigurjón Stéttarfélagið hefur víða varpað upp skilaboðum vegna málsins, sem einkum er beint að bræðrunum tveimur, á stöðum nálægt fasteignum í þeirra eigu. „Það er til að ná athygli þeirra og segja: Við vitum hvar hagsmunir ykkar eru. Komið að samningaborðinu og gerið okkur tilboð sem félagar okkar geta sætt sig við,“ segir Sam. Enn hafi ekki gengið að fá bræðurnar til viðræðna, þrátt fyrir bréf sem leiðtogi stéttarfélagsins ritaði þeim í síðustu viku. Fulltrúar stéttarfélagsins séu þó vongóðir um að brátt náist ásættanleg niðurstaða í málið. Skilaboð á flettiskjá úti á Granda. „Við viljum að starfsmennirnir fari aftur að vinna fyrir laun sem þeir verðskulda. Þeir vilja ekki vera í verkfalli og við viljum ekki vera hér.“ Í október sendi Bakkavör frá sér yfirlýsingu þar sem vonbrigðum var lýst með verkfallsaðgerðirnar og þá staðreynd að verkalýðsfélagið hefði hvatt 400 starfsmenn til að fara í verkfall, þrátt fyrir tilboð um launahækkanir umfram verðbólgu. Samningar hefðu náðst um laun á tuttugu öðrum starfsstöðvum félagins í Bretlandi. Sam segir herferðina þó munu standa eins lengi og þörf krefur, og er með einföld skilaboð til Bakkavarar: „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna.“ Bretland Kjaramál Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7. nóvember 2024 15:55 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Fulltrúar stéttarfélagsins Unite the Union komu hingað til lands í gær, til þess að reyna að ná tali af Lýði og Ágústi Guðmundssonum, sem oft hafa verið kallaðir Bakkavararbræður, og Sigurði Valtýssyni. Ástæðan er kjaradeila starfsmanna í samlokuverksmiðju í eigu Bakkavarar við vinnuveitendur sína. Þremenningarnir fara saman með rúmlega helmingshlut í Bakkavör. „Félagar okkar eru í verkfalli í einni verksmiðjunni þeirra í Spalding á Englandi. Þeir fara fram á sanngjarna kauphækkun sem þeir eiga fyllilega skilið. Fyrirtækið hefur efni á því,“ segir Sam Luczynski, skipuleggjandi hjá Unite the Union. Um rúmlega 500 starfsmenn sé að ræða, sem hafi verið í verkfalli sleitulaust síðan seint í september. Krafan sé launahækkun sem myndi samtals nema um tveimur prósentum af hagnaði félagsins á síðasta ári, þannig að um tvö þúsund króna laun á tímann myndu hækka um tæpar 150 krónur. Sex vikna verkfall starfsmanna virðist ekki duga til að fá þær kröfur uppfylltar. „Við komum hingað til að ná athygli þeirra og til að öllum hér verði ljóst hvers konar menn þetta eru. Þeir velja núna að veita ekki þessa kauphækkun en í staðinn borga þeir sér háar arðgreiðslur á hverju ári.“ Sam ásamt félögum sínum úr Unite the Union. Stéttarfélagið hefur notið liðsinnis Eflingar í baráttu sinni.Vísir/Sigurjón Stéttarfélagið hefur víða varpað upp skilaboðum vegna málsins, sem einkum er beint að bræðrunum tveimur, á stöðum nálægt fasteignum í þeirra eigu. „Það er til að ná athygli þeirra og segja: Við vitum hvar hagsmunir ykkar eru. Komið að samningaborðinu og gerið okkur tilboð sem félagar okkar geta sætt sig við,“ segir Sam. Enn hafi ekki gengið að fá bræðurnar til viðræðna, þrátt fyrir bréf sem leiðtogi stéttarfélagsins ritaði þeim í síðustu viku. Fulltrúar stéttarfélagsins séu þó vongóðir um að brátt náist ásættanleg niðurstaða í málið. Skilaboð á flettiskjá úti á Granda. „Við viljum að starfsmennirnir fari aftur að vinna fyrir laun sem þeir verðskulda. Þeir vilja ekki vera í verkfalli og við viljum ekki vera hér.“ Í október sendi Bakkavör frá sér yfirlýsingu þar sem vonbrigðum var lýst með verkfallsaðgerðirnar og þá staðreynd að verkalýðsfélagið hefði hvatt 400 starfsmenn til að fara í verkfall, þrátt fyrir tilboð um launahækkanir umfram verðbólgu. Samningar hefðu náðst um laun á tuttugu öðrum starfsstöðvum félagins í Bretlandi. Sam segir herferðina þó munu standa eins lengi og þörf krefur, og er með einföld skilaboð til Bakkavarar: „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna.“
Bretland Kjaramál Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7. nóvember 2024 15:55 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7. nóvember 2024 15:55