Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Atli Ísleifsson skrifar 8. nóvember 2024 07:55 Lögregla hafði þegar handtekið nokkurn fjölda á Dam-torgi í aðdraganda leiksins. AP Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús og á sjöunda tug manna hafa verið handteknir eftir að óeirðarseggir réðust á stuðningsmenn ísraelska fótboltaliðsins Maccabi Tel Avív í Amsterdam í Hollandi í gærkvöldi. AP greinir frá þessu og hefur eftir talsmönnum hollenskra yfirvalda. Mikil spenna var á götum borgarinnar, sérstaklega við Dam-torg í miðborginni, vegna komu Ísraelsmanna til borgarinnar í tengslum við fótboltaleik Ajax og Maccabi Tel Avív í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Rúmt ár er nú frá því að Ísraelar hófu árásir á Gasa í kjölfar hryðjuverkaárásar Hamas 7. október 2023, og hafa þær staðið nánast linnulaust síðan. Tugir þúsunda Palestínumanna hafa látið lífið í árásum Ísraelsmanna og er eyðileggingin á Gasa gríðarmikil. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, fyrirskipaði í morgun að senda skyldi tvær flugvélar til Amsterdam til að koma ísraelskum stuðningsmönnum úr landi, en síðar var tilkynnt að leitast yrði eftir því að koma þeim úr landi með venjulegu farþegaflugi. Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, hefur fordæmt árásirnar í Amsterdam sem hafi stjórnast af gyðingahatri og þá hefur Ísraelsher lýst atvikunum sem „alvarlegum og ofbeldisfullum“ árásum sem hafi beinst gegn Ísraelum. Í frétt BBC segir að Schoof hafi með hryllingi fylgst með málinu og að hann hafi rætt við Netanjahú og sagt að árásarmennirnir myndu finnast og þeir verða ákærðir. BBC segir frá því að á samfélagsmiðlum hafi birst myndbönd sem virðast sýna árásir á ísraelska stuðningsmenn en einnig af Ísraelum þar sem hrópuð eru slagorð gegn Palestínumönnum og palestínskir fánar rifnir niður. Isaac Herzog Ísraelsforseti lýsti árásunum sem „pogrom“, hugtak sem notað er undir skipulagða hatursglæpi gegn gyðingum. Leik Ajax og Maccabi Tel Avív lauk með 5-0 sigri Ajax. Fréttin hefur verið uppfærð. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Holland Evrópudeild UEFA Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
AP greinir frá þessu og hefur eftir talsmönnum hollenskra yfirvalda. Mikil spenna var á götum borgarinnar, sérstaklega við Dam-torg í miðborginni, vegna komu Ísraelsmanna til borgarinnar í tengslum við fótboltaleik Ajax og Maccabi Tel Avív í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Rúmt ár er nú frá því að Ísraelar hófu árásir á Gasa í kjölfar hryðjuverkaárásar Hamas 7. október 2023, og hafa þær staðið nánast linnulaust síðan. Tugir þúsunda Palestínumanna hafa látið lífið í árásum Ísraelsmanna og er eyðileggingin á Gasa gríðarmikil. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, fyrirskipaði í morgun að senda skyldi tvær flugvélar til Amsterdam til að koma ísraelskum stuðningsmönnum úr landi, en síðar var tilkynnt að leitast yrði eftir því að koma þeim úr landi með venjulegu farþegaflugi. Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, hefur fordæmt árásirnar í Amsterdam sem hafi stjórnast af gyðingahatri og þá hefur Ísraelsher lýst atvikunum sem „alvarlegum og ofbeldisfullum“ árásum sem hafi beinst gegn Ísraelum. Í frétt BBC segir að Schoof hafi með hryllingi fylgst með málinu og að hann hafi rætt við Netanjahú og sagt að árásarmennirnir myndu finnast og þeir verða ákærðir. BBC segir frá því að á samfélagsmiðlum hafi birst myndbönd sem virðast sýna árásir á ísraelska stuðningsmenn en einnig af Ísraelum þar sem hrópuð eru slagorð gegn Palestínumönnum og palestínskir fánar rifnir niður. Isaac Herzog Ísraelsforseti lýsti árásunum sem „pogrom“, hugtak sem notað er undir skipulagða hatursglæpi gegn gyðingum. Leik Ajax og Maccabi Tel Avív lauk með 5-0 sigri Ajax. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Holland Evrópudeild UEFA Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira