Innlent

Sendi­herrann vin­sæli á út­leið

Árni Sæberg skrifar
Ryotaro Suzuki, fráfarandi sendiherra Japans á Íslandi.
Ryotaro Suzuki, fráfarandi sendiherra Japans á Íslandi. Patrik Onktovic

Ryotaro Suzuki, sendiherra Japans á Íslandi, hefur verið skipaður sendiherra Japans á Samóa og mun því yfirgefa landið á næstunni.

Suzuki tók við embætti í júní árið 2021 og vakti strax athygli og lukku fyrir framkomu sína á samfélagsmiðlinum X, þá Twitter. 

Í færslu á sama samskiptamiðli í dag greinir hann frá því að hann muni láta af störfum fljótlega. „Nú er það orðið formlegt. Ég hef verið skipaður sendiherra í Samóa, lands í sunnanverðu Kyrrahafi. Það þýðir að ég þarf að yfirgefa þetta fallega land fljótlega.“

Hann þakkar fyrir þá hjálp og þann stuðning sem hann hefur notið á meðan hann dvaldi á Íslandi. Það hafi verið góð upplifun að þjóna sem sendiherra á Íslandi. 

„Twitter-samfélagið (sem nú er kallað X) hefur verið mér eintaklega gott. Nú flýg ég á hina hlið hnattarins.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×