„Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2024 13:53 Kata Ingva minnist sonar síns og segir hann hafa dáið á vakt ráðamanna sem beri ábyrgð. Katrín Ingvadóttir, móðir Geirs Arnar Jacobsen sem lést þann 19. október í eldsvoða á Stuðlum, segir andlát hans á ábyrgð ráðamanna landsins. Geir hefði orðið átján ára og þar með lögráða. „Dagurinn er kominn, 18 ára afmælisdagurinn hans Geira. Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði en er í staðinn hlaðinn tárum og nístandi sorg. Í dag kveðjum við fallega drenginn okkar í hinsta sinn,“ segir Kata í færslu á Facebook. „Minningarnar streyma fram og tilfinningarnar sem fylgja eru yfirþyrmandi. Depurð, doði, tárvot bros, bugun, vonleysi, grátandi hlátur og hlægjandi grátur en umfram allt nístandi sorg og óbærilegur missir sem mun vara að eilífu. Það er óhugsandi að ég fái aldrei aftur að sjá barnið mitt,“ segir Kata. „Að ég geti aldrei aftur faðmað hann og fundið fyrir honum í fanginu. Að ég geti aldrei aftur sagt honum hvað ég elski hann mikið og heyrt hann svo segja „ég elska þig meira“.“ Hafsjór af ósvöruðum spurningum En undir öllum þessum óbærilega sársauka kraumi líka ólgandi reiði og hafsjór af ósvöruðum spurningum. Sumar snúa að andlátinu. Af hverju hann hafi ekki verið öruggur inni á Stuðlum og af hverju hann hafi ekki fengið þá hjálp sem hann hafi svo augljóslega þurft. „Af hverju á hann svona marga vini í svipuðum sporum? Af hverju eru þau svona mörg börnin sem fá enga hjálp en þurfa lífsnauðsynlega?“ Hún beinir orðum sínum til valdhafa. „Kæru ráðamenn þessa lands, þessi orð eru til ykkar. Sonur minn er dáinn .. og hann dó á ykkar vakt. Úrræðaleysið er á ykkar ábyrgð, ykkar ALLRA. Skömmin er ykkar! Er ekki komin tími til að þið hysjið upp um ykkur og komið börnunum til bjargar áður en fleiri börn deyja á ykkar vakt? TAKIÐ ÁBYRGÐ!“ Sextán sinnum í neyðarvistun Tveimur dögum fyrir brunann á Stuðlum og andlát Geirs Arnar steig hann fram í viðtali við Stöð 2 ásamt föður sínum Jóni K. Jacobsen. Geir Örn hafði þá verið lagður sextán sinnum inn á Stuðla og sagði betrun þeirra sem fara þangað inn litla sem enga. Faðir hans kallaði úrræðið geymslu fyrir börn í vanda þar til þau verða átján ára. Í þau sextán skipti sem Geir Örn var vistaður á Stuðlum á einu ári var hann alltaf í svokallaðri neyðarvistun. Neyðarvistun Stuðla er bráðaúrræði fyrir börn og unglinga á aldrinum 12 til 18 ára. Hámarksvistunartími er fjórtán sólahringar. Á vef Barna og fjölskyldustofu, sem rekur Stuðla, segir að markmið neyðarvistunar sé að hafa vistunartíma ekki lengri en þörf krefur. Einungis barnaverndarnefndir hafi heimild til að vista á neyðarvistun. Í starfsemi neyðarvistunar sé lögð áhersla á umhyggju fyrir skjólstæðingum og að tryggja öryggi þeirra. Starfsmenn neyðarvistunar leitist við að sýna vinalegt viðmót og gera vistina eins góða og aðstæður leyfa. Engin meðferð er veitt í neyðarvistun en hún fer fram á meðferðardeild Stuðla. Stuðningsheimili Stuðla stendur þeim til boða sem hafa lokið meðferð. Vissi ekki að Geir Örn væri á Stuðlum Jón faðir Geirs sagði í viðtali við Heimildina að hann hefði ekki vitað að Geir Örn hefði verið vistaður á Stuðlum í aðdraganda þess að hann lést. Hann hefði ekki verið látinn vita. Geir Örn var sem fyrr í neyðarvistun á Stuðlum þegar hann lést. Jón segist hafa fengið símtal frá barnavernd snemma að morgni laugardags og honum hafi verið tjáð að alvarlegt atvik hefði orðið á Stuðlum. „Ég spyr; af hverju ertu að hringja í mig? Geiri er ekki þar. Ég er pabbi hans og vissi ekki að hann væri á Stuðlum,“ sagði Jón. Barnavernd alltaf látin vita Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, tjáði Vísi að bæði Barnavernd og lögregla hefðu heimild til þess að vista börn í neyðarvistun á Stuðlum. Langoftast væri það Barnavernd sem gerði það en í einstökum tilvikum lögreglan. Barnavernd væri í öllu falli látin vita af neyðarvistun og hún sæi um að tilkynna forráðamönnum um vistun. Að öðru leyti gæti hún ekki tjáð sig um einstök mál. Lögregla hefur ekkert gefið upp um eldsupptök. Fíkn Málefni Stuðla Meðferðarheimili Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Félagsmál Reykjavík Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
„Dagurinn er kominn, 18 ára afmælisdagurinn hans Geira. Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði en er í staðinn hlaðinn tárum og nístandi sorg. Í dag kveðjum við fallega drenginn okkar í hinsta sinn,“ segir Kata í færslu á Facebook. „Minningarnar streyma fram og tilfinningarnar sem fylgja eru yfirþyrmandi. Depurð, doði, tárvot bros, bugun, vonleysi, grátandi hlátur og hlægjandi grátur en umfram allt nístandi sorg og óbærilegur missir sem mun vara að eilífu. Það er óhugsandi að ég fái aldrei aftur að sjá barnið mitt,“ segir Kata. „Að ég geti aldrei aftur faðmað hann og fundið fyrir honum í fanginu. Að ég geti aldrei aftur sagt honum hvað ég elski hann mikið og heyrt hann svo segja „ég elska þig meira“.“ Hafsjór af ósvöruðum spurningum En undir öllum þessum óbærilega sársauka kraumi líka ólgandi reiði og hafsjór af ósvöruðum spurningum. Sumar snúa að andlátinu. Af hverju hann hafi ekki verið öruggur inni á Stuðlum og af hverju hann hafi ekki fengið þá hjálp sem hann hafi svo augljóslega þurft. „Af hverju á hann svona marga vini í svipuðum sporum? Af hverju eru þau svona mörg börnin sem fá enga hjálp en þurfa lífsnauðsynlega?“ Hún beinir orðum sínum til valdhafa. „Kæru ráðamenn þessa lands, þessi orð eru til ykkar. Sonur minn er dáinn .. og hann dó á ykkar vakt. Úrræðaleysið er á ykkar ábyrgð, ykkar ALLRA. Skömmin er ykkar! Er ekki komin tími til að þið hysjið upp um ykkur og komið börnunum til bjargar áður en fleiri börn deyja á ykkar vakt? TAKIÐ ÁBYRGÐ!“ Sextán sinnum í neyðarvistun Tveimur dögum fyrir brunann á Stuðlum og andlát Geirs Arnar steig hann fram í viðtali við Stöð 2 ásamt föður sínum Jóni K. Jacobsen. Geir Örn hafði þá verið lagður sextán sinnum inn á Stuðla og sagði betrun þeirra sem fara þangað inn litla sem enga. Faðir hans kallaði úrræðið geymslu fyrir börn í vanda þar til þau verða átján ára. Í þau sextán skipti sem Geir Örn var vistaður á Stuðlum á einu ári var hann alltaf í svokallaðri neyðarvistun. Neyðarvistun Stuðla er bráðaúrræði fyrir börn og unglinga á aldrinum 12 til 18 ára. Hámarksvistunartími er fjórtán sólahringar. Á vef Barna og fjölskyldustofu, sem rekur Stuðla, segir að markmið neyðarvistunar sé að hafa vistunartíma ekki lengri en þörf krefur. Einungis barnaverndarnefndir hafi heimild til að vista á neyðarvistun. Í starfsemi neyðarvistunar sé lögð áhersla á umhyggju fyrir skjólstæðingum og að tryggja öryggi þeirra. Starfsmenn neyðarvistunar leitist við að sýna vinalegt viðmót og gera vistina eins góða og aðstæður leyfa. Engin meðferð er veitt í neyðarvistun en hún fer fram á meðferðardeild Stuðla. Stuðningsheimili Stuðla stendur þeim til boða sem hafa lokið meðferð. Vissi ekki að Geir Örn væri á Stuðlum Jón faðir Geirs sagði í viðtali við Heimildina að hann hefði ekki vitað að Geir Örn hefði verið vistaður á Stuðlum í aðdraganda þess að hann lést. Hann hefði ekki verið látinn vita. Geir Örn var sem fyrr í neyðarvistun á Stuðlum þegar hann lést. Jón segist hafa fengið símtal frá barnavernd snemma að morgni laugardags og honum hafi verið tjáð að alvarlegt atvik hefði orðið á Stuðlum. „Ég spyr; af hverju ertu að hringja í mig? Geiri er ekki þar. Ég er pabbi hans og vissi ekki að hann væri á Stuðlum,“ sagði Jón. Barnavernd alltaf látin vita Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, tjáði Vísi að bæði Barnavernd og lögregla hefðu heimild til þess að vista börn í neyðarvistun á Stuðlum. Langoftast væri það Barnavernd sem gerði það en í einstökum tilvikum lögreglan. Barnavernd væri í öllu falli látin vita af neyðarvistun og hún sæi um að tilkynna forráðamönnum um vistun. Að öðru leyti gæti hún ekki tjáð sig um einstök mál. Lögregla hefur ekkert gefið upp um eldsupptök.
Fíkn Málefni Stuðla Meðferðarheimili Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Félagsmál Reykjavík Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira