Lögreglan bannaði bjór á B5 Bjarki Sigurðsson skrifar 9. nóvember 2024 15:37 Bjórinn sem Gunnar heldur á er óáfengur á íslenskum mælikvarða. Einungis 0,5 prósent áfengismagn. Samband ungra framsóknarmanna fékk ekki að bjóða upp á áfengi þegar kosningamiðstöð þeirra var opnuð við Bankastræti 5 í gær. Formaðurinn segir að einhverjir hafi verið súrir þegar þeir gátu eingöngu fengið óáfenga drykki á staðnum en þeir boða til nýrrar veislu í næstu viku. Framsóknarmenn höfðu ætlað sér að bjóða gestum og gangandi í kosningamiðstöðina í gærkvöldi. Planið var að bjóða upp á léttar veigar, áfengar sem óáfengar, fyrir þá sem mættu. Ekkert varð þó úr því eftir að Gunnar Ásgrímsson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna, fékk símtal frá lögreglunni í gær. „Við fengum símtal frá lögreglunni í hádeginu þar sem þeir voru að spyrja um viðburðinn. Við útskýrðum fyrirkomulagið og að við ætluðum ekki að vera fram á nótt, bara létta og skemmtilega stemningu. Þeir sögðu að við hefðum þurft tækifærisleyfi fyrir þessum viðburði. Sem ég hef ekki vitað til að þurfi almennt við opnun kosningamiðstöðva,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Góðtemplararnir á B5 Hann segir það hafa verið smá vonbrigði að hafa þurft að breyta viðburðinum með svo skömmum fyrirvara. Eina leiðin til að ná að fagna opnuninni hafi verið að sleppa áfenginu. Taka hlutina í góðtemplarastíl eins og Gunnar orðar það. „Við vorum með dyravörð því við vissum nú að á föstudagskvöldi getur alltaf verið vesen þarna niðri í bæ. Hann átti fyrst að passa það að enginn undir lögaldri kæmi en fór í það frekar að enginn tæki inn áfengi. En þetta var fín stemning,“ segir Gunnar. Láta þetta ekki stoppa sig Mætingin var góð þó Gunnar hafi fyrst um sinn haft áhyggjur af því að enginn myndi mæta í áfengisleysinu. Fólk streymdi inn og út allt kvöldið. Sumir urðu súrir þegar bjórinn sem þeir fengu var með einungis 0,5 prósent áfengismagn. „Það sýndu allir þessu mjög mikinn skilning og við útskýrðum að því miður höfum við þurft að breyta þessu á síðustu stundu. En næstu helgi verður allt klappað og klárt. Við látum þetta ekki stoppa okkur þótt þessi eini viðburður hafi verið aðeins öðruvísi en við ætluðum fyrst,“ segir Gunnar. Áfengi og tóbak Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Næturlíf Lögreglumál Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Sjá meira
Framsóknarmenn höfðu ætlað sér að bjóða gestum og gangandi í kosningamiðstöðina í gærkvöldi. Planið var að bjóða upp á léttar veigar, áfengar sem óáfengar, fyrir þá sem mættu. Ekkert varð þó úr því eftir að Gunnar Ásgrímsson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna, fékk símtal frá lögreglunni í gær. „Við fengum símtal frá lögreglunni í hádeginu þar sem þeir voru að spyrja um viðburðinn. Við útskýrðum fyrirkomulagið og að við ætluðum ekki að vera fram á nótt, bara létta og skemmtilega stemningu. Þeir sögðu að við hefðum þurft tækifærisleyfi fyrir þessum viðburði. Sem ég hef ekki vitað til að þurfi almennt við opnun kosningamiðstöðva,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Góðtemplararnir á B5 Hann segir það hafa verið smá vonbrigði að hafa þurft að breyta viðburðinum með svo skömmum fyrirvara. Eina leiðin til að ná að fagna opnuninni hafi verið að sleppa áfenginu. Taka hlutina í góðtemplarastíl eins og Gunnar orðar það. „Við vorum með dyravörð því við vissum nú að á föstudagskvöldi getur alltaf verið vesen þarna niðri í bæ. Hann átti fyrst að passa það að enginn undir lögaldri kæmi en fór í það frekar að enginn tæki inn áfengi. En þetta var fín stemning,“ segir Gunnar. Láta þetta ekki stoppa sig Mætingin var góð þó Gunnar hafi fyrst um sinn haft áhyggjur af því að enginn myndi mæta í áfengisleysinu. Fólk streymdi inn og út allt kvöldið. Sumir urðu súrir þegar bjórinn sem þeir fengu var með einungis 0,5 prósent áfengismagn. „Það sýndu allir þessu mjög mikinn skilning og við útskýrðum að því miður höfum við þurft að breyta þessu á síðustu stundu. En næstu helgi verður allt klappað og klárt. Við látum þetta ekki stoppa okkur þótt þessi eini viðburður hafi verið aðeins öðruvísi en við ætluðum fyrst,“ segir Gunnar.
Áfengi og tóbak Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Næturlíf Lögreglumál Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Sjá meira