Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. nóvember 2024 13:26 Miklar skemmdir urðu á húsum, vegum og öðrum innviðum í Grindavík. Vísir/Arnar Í dag er ár liðið frá því að stór kvikugangur myndaðist undir Grindavík og bærinn var rýmdur. Hamfarirnar eru einar þær mestu í sögunni að sögn bæjarstjóra sem kveðst bjartsýnn á framtíð bæjarins þrátt fyrir að jarðhræringum sé ekki lokið. Forseti Íslands mun sækja samverustund í Grindavíkurkirkju í kvöld. Það var á þessum degi fyrir ári síðan sem gríðarmiklir jarðskjálftar riðu yfir Grindavík þegar stór kvikugangur rmyndaðist undir bænum og bærin var rýmdur. Dagurinn er Fannari Jónassyni bæjarstjóra afar minnisstæður. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Vísir/Arnar „Ég man eftir gríðarlegum jarðskjálftum sem riðu yfir bæinn þann 10. nóvember, það höfðu verið miklir skjálftar dagana og vikurnar á undan en það keyrði alveg um þverbak þennan dag. Þetta bar upp á föstudag og varð til þess að bæjarbúar í stórum stíl, mikill meirihluti ákvað að yfirgefa bæinn sinn og vera burtu kannski um helgina,“ segir Fannar þegar hann rifjar upp daginn örlagaríka fyrir ári síðan. Komust ekki heim fyrir jól Bæjarbúar enduðu þó flestir á að þurfa að vera mun lengur að heiman en þeir töldu í fyrstu. Sjálfur var Fannar staddur í húsnæði björgunarsveitarinnar þar sem vettvangsstjórn var að störfum. „Það var auðvitað bara beint samband við almannavarnir og Veðurstofuna og vísindasamfélagið en menn vissu eiginlega ekki hvað var í gangi hreinlega. Þetta var öðruvísi heldur en við höfðum upplifað, skjálftarnir komu einhvern veginn upp undir fæturna á okkur og það var alveg stöðug skjálftavirkni og ekkert lát á þessu. Þannig að það var bara ný upplifun og höfðu Grindvíkingar þó þurft að upplifa ýmislegt misserin á undan.“ Síðastliðið ár hafi síðan þróast á veg sem enginn hafi átt von á. Alls hefur gosið sex sinnum í nágrenni Grindavíkur síðan. Atburðirnir í Grindavík voru rifjaðir upp í sérstökum annálsþætti fréttastofunnar um jarðhræringarnar á Reykjanesi. Síðan þá hafa verið nokkur eldgos. „Við vonuðumst til að komast heim helst um jólin í fyrra eða fljótlega eftir áramótin. En að við skulum hafa þurft að búa annars staðar, langflest okkar, og allt samfélagið tvístrað í fjöldamörgum sveitarfélögum um landið. Þetta er eiginlega bara ótrúlegt og verður ásamt með Vestmannaeyjagosinu talið með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland,“ segir Fannar. Þrátt fyrir að jarðhræringum sé ekki lokið er hann bjartsýnn um framtíð bæjarins og segir gleðilegt að búið sé að opna bæjarfélagið. „Það eru ekki lengur neinar takmarkanir á því að fólk geti komið hindrunarlaust í bæinn. Það er hins vegar landris ennþá yfirstandandi og gosin eru orðin sex og við búumst við því að það sjöunda geti jafnvel orðið í desember. En okkar heitasta ósk er sú að þessu fari að linna svo að við getum farið að byggja upp bæinn okkar að nýju með tilheyrandi fjölgun íbúa og starfsemi,“ segir Fannar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira
Það var á þessum degi fyrir ári síðan sem gríðarmiklir jarðskjálftar riðu yfir Grindavík þegar stór kvikugangur rmyndaðist undir bænum og bærin var rýmdur. Dagurinn er Fannari Jónassyni bæjarstjóra afar minnisstæður. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Vísir/Arnar „Ég man eftir gríðarlegum jarðskjálftum sem riðu yfir bæinn þann 10. nóvember, það höfðu verið miklir skjálftar dagana og vikurnar á undan en það keyrði alveg um þverbak þennan dag. Þetta bar upp á föstudag og varð til þess að bæjarbúar í stórum stíl, mikill meirihluti ákvað að yfirgefa bæinn sinn og vera burtu kannski um helgina,“ segir Fannar þegar hann rifjar upp daginn örlagaríka fyrir ári síðan. Komust ekki heim fyrir jól Bæjarbúar enduðu þó flestir á að þurfa að vera mun lengur að heiman en þeir töldu í fyrstu. Sjálfur var Fannar staddur í húsnæði björgunarsveitarinnar þar sem vettvangsstjórn var að störfum. „Það var auðvitað bara beint samband við almannavarnir og Veðurstofuna og vísindasamfélagið en menn vissu eiginlega ekki hvað var í gangi hreinlega. Þetta var öðruvísi heldur en við höfðum upplifað, skjálftarnir komu einhvern veginn upp undir fæturna á okkur og það var alveg stöðug skjálftavirkni og ekkert lát á þessu. Þannig að það var bara ný upplifun og höfðu Grindvíkingar þó þurft að upplifa ýmislegt misserin á undan.“ Síðastliðið ár hafi síðan þróast á veg sem enginn hafi átt von á. Alls hefur gosið sex sinnum í nágrenni Grindavíkur síðan. Atburðirnir í Grindavík voru rifjaðir upp í sérstökum annálsþætti fréttastofunnar um jarðhræringarnar á Reykjanesi. Síðan þá hafa verið nokkur eldgos. „Við vonuðumst til að komast heim helst um jólin í fyrra eða fljótlega eftir áramótin. En að við skulum hafa þurft að búa annars staðar, langflest okkar, og allt samfélagið tvístrað í fjöldamörgum sveitarfélögum um landið. Þetta er eiginlega bara ótrúlegt og verður ásamt með Vestmannaeyjagosinu talið með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland,“ segir Fannar. Þrátt fyrir að jarðhræringum sé ekki lokið er hann bjartsýnn um framtíð bæjarins og segir gleðilegt að búið sé að opna bæjarfélagið. „Það eru ekki lengur neinar takmarkanir á því að fólk geti komið hindrunarlaust í bæinn. Það er hins vegar landris ennþá yfirstandandi og gosin eru orðin sex og við búumst við því að það sjöunda geti jafnvel orðið í desember. En okkar heitasta ósk er sú að þessu fari að linna svo að við getum farið að byggja upp bæinn okkar að nýju með tilheyrandi fjölgun íbúa og starfsemi,“ segir Fannar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira