„Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. nóvember 2024 21:21 Halla hélt ræðu í Grindavíkurkirkju í kvöld. skjáskot/vísir „Ég sagði í upphafi að ég gæti ekki sett mig í ykkar spor, ekkert okkar getur það, en ég get sagt í einlægni að í mínu lífi hafa erfiðir tímar iðulega verið undanfari betri tíma.“ Þetta sagði Halla Tómasdóttir forseti Íslands þegar hún ávarpaði Grindvíkinga við samverustund þeirra í Grindarvíkurkirkju í kvöld. Samverustundin er haldin nú þegar ár er liðið frá því að stór kvikugangur myndaðist undir Grindavík og bærinn var rýmdur. Í samtali við fréttastofu í dag sagði bæjarstjórinn Fannar Jónasson að hamfarirnar væru einar þær mestu í sögunni. Hann er aftur á móti bjartsýnn á framtíð bæjarins. Halla segir að enginn geti sett sig í spor Grindvíkinga. „Svo það ætla ég ekki að reyna að gera hér í dag. Ég vil heldur gera heiðarlega tilraun til að horfa til þess sem er þakkarvert og velta upp hugleiðingum um hvað skiptir máli þegar áföll af þessu tagi dynja á sem ekki er séð fyrir endann á,“ sagði halla og þakkaði sérstaklega viðbragðsaðilum, lögreglu og starfsmönnum bæjarins fyrir sitt framlag í baráttunni við eldgosin. Hún sagði Grindvíkinga hafa sýnt mikið úthald og seiglu sem hafi einnig sést hjá íþróttaliðum Grindvíkinga. „Og á einhvern óskiljanlegan máta tókst ykkur á þessum erfiðu tímum að flytja ykkar einstaka samfélagsanda á ný mið – til dæmis á hliðarlínu körfuboltaleikja í vor, þar sem við hjónin náðum oft að vera með ykkur og upplifa eitthvað sem engin orð fá lýst – nema þá helst orðið samfélag.“ „Ég hef sjaldnast skilið það þegar ég hef staðið í miðjum erfiðleikunum en löngu síðar, stundum áratugum síðar, hef ég getað horft á það sem lífið hefur fært mér og séð að allt hefur það á endanum eflt mig og styrkt,“ sagði Halla sem óskaði Grindvíkingum velfarnaðar. Beina útsendingu frá samverustundinni má finna hér að neðan, auk ræðu Höllu forseta í heild sinni: Í dag er liðið ár frá því að ykkur var gert að rýma heimili ykkar. Ég veit að ég þarf hvorki að rifja upp aðdragandann né atburðarásina síðan, þetta er ljóslifandi í huga ykkar allra, líklega bæði í vöku og svefni. Ekkert okkar sem ekki hefur gengið í gegnum það sem þið hafið upplifað, getur sett sig í spor ykkar, svo það ætla ég ekki að reyna að gera hér í dag. Ég vil heldur gera heiðarlega tilraun til að horfa til þess sem er þakkarvert og velta upp hugleiðingum um hvað skiptir máli þegar áföll af þessu tagi dynja á sem ekki er séð fyrir endann á. Byrjum á þökkunum. Það er ekki sjálfgefið að búa í samfélagi sem tekur utan um þá sem missa heimili sín og samfélag. Það ber því að þakka fyrir þá staðreynd að hér standa Íslendingar alla jafna saman þegar svona miklar hamfarir eiga sér stað og skilja að við þurfum að rétta hvert öðru hjálparhönd. Það má segja að Íslendingar séu þrautgóðir á raunastund og margir hafa lagt hönd á plóginn undanfarin ár til að mæta þessari náttúruvá og afleiðingum hennar. Þarna hafa meðal annars Slysavarnafélagið Landsbjörg og Björgunarsveitin Þorbjörn sérstaklega komið að verki, Rauði krossinn, lögreglan, Veðurstofan, Almannavarnir, stjórn og starfsmenn bæjarins, sjálfboðaliðar í hjálparstöðvum, kirkjan, ættingjar og auðvitað fjölmargir aðrir sem ekki næst að telja upp hér. Á svona óvissutímum þarf margar hendur og margþættan stuðning og það ber að þakka fyrir slíkt þó vissulega vitum við að margt má gera betur til að draga úr óvissu fyrir ykkur Grindvíkinga og tryggja aðkomu ykkar að ákvörðunum sem varða ykkar framtíð. Það sem í mínum huga stendur upp úr, er að þið misstuð ekki bara heimilin ykkar, heldur líka ykkar einstaka og öfluga samfélag. Ég hef séð og heyrt frá mörgum ykkar hversu mikið það reynir á. Á móti þeirri raun hafið þið, kæru Grindvíkingar, sýnt mikið úthald og seiglu. Þessa eiginleika hafa landsmenn lengi séð í íþróttaliðum frá Grindavík en ég veit að það sama verður sagt um Grindvíkinga almennt enda er ég gift fótboltamanni úr Grindavík og hef fylgst með ykkar öfluga íþróttastarfi, kvenfélagi, skólastarfi, fiskverkendum og sjómönnum um langt skeið. Seigla og úthald eru lífsnauðsynlegir eiginleikar sem þið hafið gerst boðberar fyrir með miklum sóma – minnt okkur á úr hverju við Íslendingar erum í grunninn gerð. Og á einhvern óskiljanlegan máta tókst ykkur á þessum erfiðu tímum að flytja ykkar einstaka samfélagsanda á ný mið – til dæmis á hliðarlínu körfuboltaleikja í vor, þar sem við hjónin náðum oft að vera með ykkur og upplifa eitthvað sem engin orð fá lýst – nema þá helst orðið samfélag. Það er að mínu mati lykilorðið sem vert er að huga að hvað framhaldið varðar – og reyndar hvað framtíð Íslands varðar. Því hvers virði er allt heimsins prjál ef þú átt engan vin? Einmanaleiki hefur aukist mikið í okkar landi og að undanförnu hafa margir sorglegir atburðir átt sér stað hér – atburðir af mannavöldum. Við getum fátt gert við náttúruvá annað en að læra af reynslunni og reyna að gera sífellt betur – og það virðist okkur hafa tekist í hamförunum hingað til. En við verðum líka að beina athygli og stuðningi að þáttum sem snúa að okkur sjálfum og okkar samfélagi. Öruggt húsnæði, innviðir og atvinna skipta máli í Grindavík og á Íslandi, en án mennsku, samheldins samfélags, trúar á framtíðina og getu til að takast á við hana er það allt innantómt. Það skiptir sköpum að horfa til þessara þátta, taka utan um andlegu og samfélagslegu þættina – taka utan um hvert annað og temja okkur mennsku og virðingu á viðkvæmum tímum. Þá tel ég rétt að minna okkur öll á að taka sérstaklega vel utan um viðkvæmustu hópana, eldri borgara, börnin, nýbúa og aðra sem þurfa á félagslegum stuðningi að halda. Ég sagði í upphafi að ég gæti ekki sett mig í ykkar spor, ekkert okkar getur það, en ég get sagt í einlægni að í mínu lífi hafa erfiðir tímar iðulega verið undanfari betri tíma. Ég hef sjaldnast skilið það þegar ég hef staðið í miðjum erfiðleikunum en löngu síðar, stundum áratugum síðar, hef ég getað horft á það sem lífið hefur fært mér og séð að allt hefur það á endanum eflt mig og styrkt. Ég hef reynt að nýta erfiða tíma til að horfa innávið, tengja betur við hjarta mitt og það og þá sem skipta mig máli. Ég hef séð ykkur gera þetta sama. Í vor og sumar mættum við hjónin hópum Grindvíkinga um allan bæ að njóta lífsins og samveru þrátt fyrir allt. Við borðuðum líka með ykkur í Sjómannastofunni Vör og sáum þar samheldni þeirra sem fremst hafa farið í að halda uppi störfum hér og hafa þannig gefið lífinu mikilvægan tilgang og gildi. Ég hef ekki, frekar en þið, svör við því hversu lengi móðir náttúra ætlar að herja hér á okkur, né svör við því hvernig skal bregðast við þeim fjölda áskorana sem fylgja hennar háttalagi. En ég hef trú, bæði á ykkur og á okkar öfluga samfélagi, og vil að lokum hvetja ykkur og öll sem að málum koma til að setja á oddinn að vinna saman að framtíðarsýn fyrir ykkar samfélag. Ekkert vekur meiri von og kraft í brjósti en að fá sæti við borðið þegar erfiðleikar steðja að – móta þannig skref fyrir skref þá framtíð og það samfélag sem þið viljið. Ég óska ykkur öllum velfarnaðar og treysti því að við stöndum keik þegar mótlætinu linnir, ennþá reyndari og úthaldsbetri en áður. Enn öflugri Grindvíkingar í enn öflugri Grindavík. Grindavík Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Þetta sagði Halla Tómasdóttir forseti Íslands þegar hún ávarpaði Grindvíkinga við samverustund þeirra í Grindarvíkurkirkju í kvöld. Samverustundin er haldin nú þegar ár er liðið frá því að stór kvikugangur myndaðist undir Grindavík og bærinn var rýmdur. Í samtali við fréttastofu í dag sagði bæjarstjórinn Fannar Jónasson að hamfarirnar væru einar þær mestu í sögunni. Hann er aftur á móti bjartsýnn á framtíð bæjarins. Halla segir að enginn geti sett sig í spor Grindvíkinga. „Svo það ætla ég ekki að reyna að gera hér í dag. Ég vil heldur gera heiðarlega tilraun til að horfa til þess sem er þakkarvert og velta upp hugleiðingum um hvað skiptir máli þegar áföll af þessu tagi dynja á sem ekki er séð fyrir endann á,“ sagði halla og þakkaði sérstaklega viðbragðsaðilum, lögreglu og starfsmönnum bæjarins fyrir sitt framlag í baráttunni við eldgosin. Hún sagði Grindvíkinga hafa sýnt mikið úthald og seiglu sem hafi einnig sést hjá íþróttaliðum Grindvíkinga. „Og á einhvern óskiljanlegan máta tókst ykkur á þessum erfiðu tímum að flytja ykkar einstaka samfélagsanda á ný mið – til dæmis á hliðarlínu körfuboltaleikja í vor, þar sem við hjónin náðum oft að vera með ykkur og upplifa eitthvað sem engin orð fá lýst – nema þá helst orðið samfélag.“ „Ég hef sjaldnast skilið það þegar ég hef staðið í miðjum erfiðleikunum en löngu síðar, stundum áratugum síðar, hef ég getað horft á það sem lífið hefur fært mér og séð að allt hefur það á endanum eflt mig og styrkt,“ sagði Halla sem óskaði Grindvíkingum velfarnaðar. Beina útsendingu frá samverustundinni má finna hér að neðan, auk ræðu Höllu forseta í heild sinni: Í dag er liðið ár frá því að ykkur var gert að rýma heimili ykkar. Ég veit að ég þarf hvorki að rifja upp aðdragandann né atburðarásina síðan, þetta er ljóslifandi í huga ykkar allra, líklega bæði í vöku og svefni. Ekkert okkar sem ekki hefur gengið í gegnum það sem þið hafið upplifað, getur sett sig í spor ykkar, svo það ætla ég ekki að reyna að gera hér í dag. Ég vil heldur gera heiðarlega tilraun til að horfa til þess sem er þakkarvert og velta upp hugleiðingum um hvað skiptir máli þegar áföll af þessu tagi dynja á sem ekki er séð fyrir endann á. Byrjum á þökkunum. Það er ekki sjálfgefið að búa í samfélagi sem tekur utan um þá sem missa heimili sín og samfélag. Það ber því að þakka fyrir þá staðreynd að hér standa Íslendingar alla jafna saman þegar svona miklar hamfarir eiga sér stað og skilja að við þurfum að rétta hvert öðru hjálparhönd. Það má segja að Íslendingar séu þrautgóðir á raunastund og margir hafa lagt hönd á plóginn undanfarin ár til að mæta þessari náttúruvá og afleiðingum hennar. Þarna hafa meðal annars Slysavarnafélagið Landsbjörg og Björgunarsveitin Þorbjörn sérstaklega komið að verki, Rauði krossinn, lögreglan, Veðurstofan, Almannavarnir, stjórn og starfsmenn bæjarins, sjálfboðaliðar í hjálparstöðvum, kirkjan, ættingjar og auðvitað fjölmargir aðrir sem ekki næst að telja upp hér. Á svona óvissutímum þarf margar hendur og margþættan stuðning og það ber að þakka fyrir slíkt þó vissulega vitum við að margt má gera betur til að draga úr óvissu fyrir ykkur Grindvíkinga og tryggja aðkomu ykkar að ákvörðunum sem varða ykkar framtíð. Það sem í mínum huga stendur upp úr, er að þið misstuð ekki bara heimilin ykkar, heldur líka ykkar einstaka og öfluga samfélag. Ég hef séð og heyrt frá mörgum ykkar hversu mikið það reynir á. Á móti þeirri raun hafið þið, kæru Grindvíkingar, sýnt mikið úthald og seiglu. Þessa eiginleika hafa landsmenn lengi séð í íþróttaliðum frá Grindavík en ég veit að það sama verður sagt um Grindvíkinga almennt enda er ég gift fótboltamanni úr Grindavík og hef fylgst með ykkar öfluga íþróttastarfi, kvenfélagi, skólastarfi, fiskverkendum og sjómönnum um langt skeið. Seigla og úthald eru lífsnauðsynlegir eiginleikar sem þið hafið gerst boðberar fyrir með miklum sóma – minnt okkur á úr hverju við Íslendingar erum í grunninn gerð. Og á einhvern óskiljanlegan máta tókst ykkur á þessum erfiðu tímum að flytja ykkar einstaka samfélagsanda á ný mið – til dæmis á hliðarlínu körfuboltaleikja í vor, þar sem við hjónin náðum oft að vera með ykkur og upplifa eitthvað sem engin orð fá lýst – nema þá helst orðið samfélag. Það er að mínu mati lykilorðið sem vert er að huga að hvað framhaldið varðar – og reyndar hvað framtíð Íslands varðar. Því hvers virði er allt heimsins prjál ef þú átt engan vin? Einmanaleiki hefur aukist mikið í okkar landi og að undanförnu hafa margir sorglegir atburðir átt sér stað hér – atburðir af mannavöldum. Við getum fátt gert við náttúruvá annað en að læra af reynslunni og reyna að gera sífellt betur – og það virðist okkur hafa tekist í hamförunum hingað til. En við verðum líka að beina athygli og stuðningi að þáttum sem snúa að okkur sjálfum og okkar samfélagi. Öruggt húsnæði, innviðir og atvinna skipta máli í Grindavík og á Íslandi, en án mennsku, samheldins samfélags, trúar á framtíðina og getu til að takast á við hana er það allt innantómt. Það skiptir sköpum að horfa til þessara þátta, taka utan um andlegu og samfélagslegu þættina – taka utan um hvert annað og temja okkur mennsku og virðingu á viðkvæmum tímum. Þá tel ég rétt að minna okkur öll á að taka sérstaklega vel utan um viðkvæmustu hópana, eldri borgara, börnin, nýbúa og aðra sem þurfa á félagslegum stuðningi að halda. Ég sagði í upphafi að ég gæti ekki sett mig í ykkar spor, ekkert okkar getur það, en ég get sagt í einlægni að í mínu lífi hafa erfiðir tímar iðulega verið undanfari betri tíma. Ég hef sjaldnast skilið það þegar ég hef staðið í miðjum erfiðleikunum en löngu síðar, stundum áratugum síðar, hef ég getað horft á það sem lífið hefur fært mér og séð að allt hefur það á endanum eflt mig og styrkt. Ég hef reynt að nýta erfiða tíma til að horfa innávið, tengja betur við hjarta mitt og það og þá sem skipta mig máli. Ég hef séð ykkur gera þetta sama. Í vor og sumar mættum við hjónin hópum Grindvíkinga um allan bæ að njóta lífsins og samveru þrátt fyrir allt. Við borðuðum líka með ykkur í Sjómannastofunni Vör og sáum þar samheldni þeirra sem fremst hafa farið í að halda uppi störfum hér og hafa þannig gefið lífinu mikilvægan tilgang og gildi. Ég hef ekki, frekar en þið, svör við því hversu lengi móðir náttúra ætlar að herja hér á okkur, né svör við því hvernig skal bregðast við þeim fjölda áskorana sem fylgja hennar háttalagi. En ég hef trú, bæði á ykkur og á okkar öfluga samfélagi, og vil að lokum hvetja ykkur og öll sem að málum koma til að setja á oddinn að vinna saman að framtíðarsýn fyrir ykkar samfélag. Ekkert vekur meiri von og kraft í brjósti en að fá sæti við borðið þegar erfiðleikar steðja að – móta þannig skref fyrir skref þá framtíð og það samfélag sem þið viljið. Ég óska ykkur öllum velfarnaðar og treysti því að við stöndum keik þegar mótlætinu linnir, ennþá reyndari og úthaldsbetri en áður. Enn öflugri Grindvíkingar í enn öflugri Grindavík.
Í dag er liðið ár frá því að ykkur var gert að rýma heimili ykkar. Ég veit að ég þarf hvorki að rifja upp aðdragandann né atburðarásina síðan, þetta er ljóslifandi í huga ykkar allra, líklega bæði í vöku og svefni. Ekkert okkar sem ekki hefur gengið í gegnum það sem þið hafið upplifað, getur sett sig í spor ykkar, svo það ætla ég ekki að reyna að gera hér í dag. Ég vil heldur gera heiðarlega tilraun til að horfa til þess sem er þakkarvert og velta upp hugleiðingum um hvað skiptir máli þegar áföll af þessu tagi dynja á sem ekki er séð fyrir endann á. Byrjum á þökkunum. Það er ekki sjálfgefið að búa í samfélagi sem tekur utan um þá sem missa heimili sín og samfélag. Það ber því að þakka fyrir þá staðreynd að hér standa Íslendingar alla jafna saman þegar svona miklar hamfarir eiga sér stað og skilja að við þurfum að rétta hvert öðru hjálparhönd. Það má segja að Íslendingar séu þrautgóðir á raunastund og margir hafa lagt hönd á plóginn undanfarin ár til að mæta þessari náttúruvá og afleiðingum hennar. Þarna hafa meðal annars Slysavarnafélagið Landsbjörg og Björgunarsveitin Þorbjörn sérstaklega komið að verki, Rauði krossinn, lögreglan, Veðurstofan, Almannavarnir, stjórn og starfsmenn bæjarins, sjálfboðaliðar í hjálparstöðvum, kirkjan, ættingjar og auðvitað fjölmargir aðrir sem ekki næst að telja upp hér. Á svona óvissutímum þarf margar hendur og margþættan stuðning og það ber að þakka fyrir slíkt þó vissulega vitum við að margt má gera betur til að draga úr óvissu fyrir ykkur Grindvíkinga og tryggja aðkomu ykkar að ákvörðunum sem varða ykkar framtíð. Það sem í mínum huga stendur upp úr, er að þið misstuð ekki bara heimilin ykkar, heldur líka ykkar einstaka og öfluga samfélag. Ég hef séð og heyrt frá mörgum ykkar hversu mikið það reynir á. Á móti þeirri raun hafið þið, kæru Grindvíkingar, sýnt mikið úthald og seiglu. Þessa eiginleika hafa landsmenn lengi séð í íþróttaliðum frá Grindavík en ég veit að það sama verður sagt um Grindvíkinga almennt enda er ég gift fótboltamanni úr Grindavík og hef fylgst með ykkar öfluga íþróttastarfi, kvenfélagi, skólastarfi, fiskverkendum og sjómönnum um langt skeið. Seigla og úthald eru lífsnauðsynlegir eiginleikar sem þið hafið gerst boðberar fyrir með miklum sóma – minnt okkur á úr hverju við Íslendingar erum í grunninn gerð. Og á einhvern óskiljanlegan máta tókst ykkur á þessum erfiðu tímum að flytja ykkar einstaka samfélagsanda á ný mið – til dæmis á hliðarlínu körfuboltaleikja í vor, þar sem við hjónin náðum oft að vera með ykkur og upplifa eitthvað sem engin orð fá lýst – nema þá helst orðið samfélag. Það er að mínu mati lykilorðið sem vert er að huga að hvað framhaldið varðar – og reyndar hvað framtíð Íslands varðar. Því hvers virði er allt heimsins prjál ef þú átt engan vin? Einmanaleiki hefur aukist mikið í okkar landi og að undanförnu hafa margir sorglegir atburðir átt sér stað hér – atburðir af mannavöldum. Við getum fátt gert við náttúruvá annað en að læra af reynslunni og reyna að gera sífellt betur – og það virðist okkur hafa tekist í hamförunum hingað til. En við verðum líka að beina athygli og stuðningi að þáttum sem snúa að okkur sjálfum og okkar samfélagi. Öruggt húsnæði, innviðir og atvinna skipta máli í Grindavík og á Íslandi, en án mennsku, samheldins samfélags, trúar á framtíðina og getu til að takast á við hana er það allt innantómt. Það skiptir sköpum að horfa til þessara þátta, taka utan um andlegu og samfélagslegu þættina – taka utan um hvert annað og temja okkur mennsku og virðingu á viðkvæmum tímum. Þá tel ég rétt að minna okkur öll á að taka sérstaklega vel utan um viðkvæmustu hópana, eldri borgara, börnin, nýbúa og aðra sem þurfa á félagslegum stuðningi að halda. Ég sagði í upphafi að ég gæti ekki sett mig í ykkar spor, ekkert okkar getur það, en ég get sagt í einlægni að í mínu lífi hafa erfiðir tímar iðulega verið undanfari betri tíma. Ég hef sjaldnast skilið það þegar ég hef staðið í miðjum erfiðleikunum en löngu síðar, stundum áratugum síðar, hef ég getað horft á það sem lífið hefur fært mér og séð að allt hefur það á endanum eflt mig og styrkt. Ég hef reynt að nýta erfiða tíma til að horfa innávið, tengja betur við hjarta mitt og það og þá sem skipta mig máli. Ég hef séð ykkur gera þetta sama. Í vor og sumar mættum við hjónin hópum Grindvíkinga um allan bæ að njóta lífsins og samveru þrátt fyrir allt. Við borðuðum líka með ykkur í Sjómannastofunni Vör og sáum þar samheldni þeirra sem fremst hafa farið í að halda uppi störfum hér og hafa þannig gefið lífinu mikilvægan tilgang og gildi. Ég hef ekki, frekar en þið, svör við því hversu lengi móðir náttúra ætlar að herja hér á okkur, né svör við því hvernig skal bregðast við þeim fjölda áskorana sem fylgja hennar háttalagi. En ég hef trú, bæði á ykkur og á okkar öfluga samfélagi, og vil að lokum hvetja ykkur og öll sem að málum koma til að setja á oddinn að vinna saman að framtíðarsýn fyrir ykkar samfélag. Ekkert vekur meiri von og kraft í brjósti en að fá sæti við borðið þegar erfiðleikar steðja að – móta þannig skref fyrir skref þá framtíð og það samfélag sem þið viljið. Ég óska ykkur öllum velfarnaðar og treysti því að við stöndum keik þegar mótlætinu linnir, ennþá reyndari og úthaldsbetri en áður. Enn öflugri Grindvíkingar í enn öflugri Grindavík.
Grindavík Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira