Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 11. nóvember 2024 12:32 Hafnarfjarðarbær var árið 2015 eitt af allra fyrstu sveitarfélögum landsins til að gerast heilsueflandi samfélag og hóf í kjölfarið ýmsar aðgerðir, meðal annars samstarf við ,,Janus heilsueflingu“ um markvissa heilsueflingu fyrir eldri borgara. Það hefur reynst gríðarlega vinsælt enda um afar faglega handleiðslu að ræða sem skipt hefur sköpum fyrir hundruð Hafnfirðinga. Með frábæru utanumhaldi hefur Janus komið fjölda fólks af stað í hreyfingu, sumum í fyrsta sinn, og að námskeiði loknu hefur fólk síðan haldið áfram á eigin vegum. Nú hyggst Hafnarfjarðarbær fjárfesta enn frekar í forvörnum og lýðheilsu eldri borgara. Ákveðið hefur verið að auka fjölbreytni í þessum efnum með samstarfi við líkamsræktarstöðina Hress þar sem hópur fagfólks hefur hannað sérstakt æfingaprógram og handleiðslu fyrir 65 ára og eldri. Með framboði af þessu tagi er bæjarfélagið að leggja sitt af mörkum til að efla heilsutengdar forvarnir sem eru ekki síst mikilvægar þegar aldurinn færist yfir. Það er aldrei of seint að huga að heilsunni en með markvissri þjálfun er hægt að bæta liðleika, styrk og þol á hvaða aldri sem er. Þannig aukast lífsgæðin; heilsan og hreyfifærnin batnar og þannig getur fólk tekist lengur á við athafnir daglegs með hækkandi aldri. Í nýrri fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 gerir Hafnarfjarðarbær einnig ráð fyrir því að hækka tekjuviðmið frístundastyrks til eldri borgara. Það er gaman og gott að eldast þegar heilsan er góð og hvað er skemmtilegra en að hreyfa sig og þjálfa í góðum hópi. Að mínu mati á lýðheilsa og fyrirbyggjandi aðgerðir fyrir alla aldurshópa að fléttast mun meira inn í heilbrigðiskerfið allt en nú er. Það er góð fjárfesting í öllu tilliti en sérstaklega fyrir fólkið sjálft og þeirra lífsgæði. Höfundur er bæjarstjóri í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Hafnarfjörður Rósa Guðbjartsdóttir Mest lesið Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hafnarfjarðarbær var árið 2015 eitt af allra fyrstu sveitarfélögum landsins til að gerast heilsueflandi samfélag og hóf í kjölfarið ýmsar aðgerðir, meðal annars samstarf við ,,Janus heilsueflingu“ um markvissa heilsueflingu fyrir eldri borgara. Það hefur reynst gríðarlega vinsælt enda um afar faglega handleiðslu að ræða sem skipt hefur sköpum fyrir hundruð Hafnfirðinga. Með frábæru utanumhaldi hefur Janus komið fjölda fólks af stað í hreyfingu, sumum í fyrsta sinn, og að námskeiði loknu hefur fólk síðan haldið áfram á eigin vegum. Nú hyggst Hafnarfjarðarbær fjárfesta enn frekar í forvörnum og lýðheilsu eldri borgara. Ákveðið hefur verið að auka fjölbreytni í þessum efnum með samstarfi við líkamsræktarstöðina Hress þar sem hópur fagfólks hefur hannað sérstakt æfingaprógram og handleiðslu fyrir 65 ára og eldri. Með framboði af þessu tagi er bæjarfélagið að leggja sitt af mörkum til að efla heilsutengdar forvarnir sem eru ekki síst mikilvægar þegar aldurinn færist yfir. Það er aldrei of seint að huga að heilsunni en með markvissri þjálfun er hægt að bæta liðleika, styrk og þol á hvaða aldri sem er. Þannig aukast lífsgæðin; heilsan og hreyfifærnin batnar og þannig getur fólk tekist lengur á við athafnir daglegs með hækkandi aldri. Í nýrri fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 gerir Hafnarfjarðarbær einnig ráð fyrir því að hækka tekjuviðmið frístundastyrks til eldri borgara. Það er gaman og gott að eldast þegar heilsan er góð og hvað er skemmtilegra en að hreyfa sig og þjálfa í góðum hópi. Að mínu mati á lýðheilsa og fyrirbyggjandi aðgerðir fyrir alla aldurshópa að fléttast mun meira inn í heilbrigðiskerfið allt en nú er. Það er góð fjárfesting í öllu tilliti en sérstaklega fyrir fólkið sjálft og þeirra lífsgæði. Höfundur er bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun