Uppfært klukkan 15.28: Ensku dómarasamtökin, PGMOL, segja að Coote sé nú kominn í ótímabundið bann á meðan að málið sé rannsakað.
PGMOL: “David Coote has been suspended with immediate effect pending a full investigation. PGMOL will be making no further comment until that process is complete.”
— Darren Lewis (@MirrorDarren) November 11, 2024
More @MirrorFootball https://t.co/KeZvkTJt1w
Enskir miðlar segja að ensku dómarasamtökin hafi nýhafið rannsókn vegna myndbandsins og Daily Mail bendir á þann möguleika að það sé falsað eða útbúið með notkun gervigreindar.
Sé myndbandið hins vegar ekta er ljóst að Coote, sem nú síðast dæmdi 2-0 sigur Liverpool gegn Aston Villa um helgina, gæti verið í afar vondum málum.
Recorded footage of David Coote calling Liverpool “sh*t” and Jurgen Klopp a “c*nt”.
— Anfield Edition (@AnfieldEdition) November 11, 2024
😳 pic.twitter.com/Kqc7SR8niW
Myndbandið virðist vera frá tímum kórónuveirufaraldursins en á meðal þess sem Coote virðist segja í því, við félaga sinn, er að Liverpool hafi verið „skítlélegt“ í leik sem hann var fjórði dómari á, og að Klopp sé „algjör kunta“. Klopp hafi sakað hann um lygar og látið hann heyra það á leik gegn Burnley, sem endaði 1-1 árið 2020:
„Ég hef engan áhuga á að tala við einhvern sem er svona fokking hrokafullur. Svo ég reyni mitt besta til að tala ekkert við hann,“ virðist Coote segja áður en hann hrósar James Milner og segist eiga í góðum samskiptum við hann.
Á öðru myndbandi virðist félagi Coote segja fólki að það megi alls ekki dreifa myndböndunum.
Eins og fyrr segir eru ensku dómarasamtökin sögð meðvituð um myndbandið og er málið til rannsóknar.
Coote hefur verið dómari í ensku úrvalsdeildinni frá árinu 2018.